Spurning um Plasma


Höfundur
vidarot
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 12. Feb 2005 03:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Spurning um Plasma

Pósturaf vidarot » Fim 23. Jún 2005 08:56

Ég ætla að kaupa mér plasma sjónvarp og það má helst ekki vera dýrara en 250þ. Er búinn að vera að skoða Medion tæki hjá Bt ( Medion plasma ) og lýst ágætlega á það þar sem það er HD ready. Ef einhver sem á slíkt tæki eða þekkir eitthvað til þeirra þá væri gaman að fá smá review. Líka ef það er eitthvað annað tæki sem mönnum lýst betur á (fyrir svipaðann pening) þá væri gaman að fá að heyra það.


ThinkP T42 1.7(dothan), 768MB, 80G 5400rpm, 14" 1 1400x1050, Ati 9600 64MB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 23. Jún 2005 09:08

er til plasma sjónvarp sem er ekki HD ? ég get heldur ekki séð að það sé hdmi tengi á þessu.


"Give what you can, take what you need."


arnifa
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Þri 15. Feb 2005 00:14
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnifa » Fim 23. Jún 2005 10:58

gnarr skrifaði:er til plasma sjónvarp sem er ekki HD ? ég get heldur ekki séð að það sé hdmi tengi á þessu.

já...

og sjálfur er ég að skoða plasma sjónvörp og lýst best á þetta medion tæki...


P4 2.66GHz * 2x256mb 266mhz * ATi Radeon 9600XT 256mb


Höfundur
vidarot
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 12. Feb 2005 03:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf vidarot » Fim 23. Jún 2005 11:43

Samkvæmt þessari síðu þá eru það mismunandi merkingar (480p - fyrir non-HD) en (720p og 1080i - fyrir HD). Þeir segja einnig að öll plasma sjónv. séu HDTV ready.
All plasma screens are considered HDTV compatible or HDTV ready in that will all convert the signal somewhat and display it. Most manufacturers including Panasonic and NEC offer two versions of their 42" screens, one with the standard 853 x 480 resolution and the other with a 1024 x 768 or 1024 x 1024 HDTV resolution.


Annað sem ég var að spá í er að BT segir í auglýsingunni að það sé:
HDTV stuðningur, 720p, 1080i

sem þýðir að native resolution ætti að vera 1024x1024 eða 1024x768 en samt sem áður fékk ég eitthvað blað hjá þeim niðrí búð þar sem stendur að upplausnin sé 853x480. Medion tækið heillaði mig einmitt af því að ég hélt að upplausnin væri 1024x1024 eða 1024x769. Betri upplausn ef maður tengir tölvuna við.


ThinkP T42 1.7(dothan), 768MB, 80G 5400rpm, 14" 1 1400x1050, Ati 9600 64MB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 23. Jún 2005 11:57

ef þetta er MD5980, sem mér þykir mjög líklegt, þá er þetta 852 x 480.

Non-HDTV resolution: (480p signals)

853 x 480 typically found on non-HDTV 40", 42", 43" & 46" plasma screens


Þótt þetta sé "HD" sjónvarp, þá styður það ekki HD upplausnir.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
vidarot
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 12. Feb 2005 03:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf vidarot » Fim 23. Jún 2005 12:18

gnarr skrifaði:ef þetta er MD5980, sem mér þykir mjög líklegt, þá er þetta 852 x 480.

Non-HDTV resolution: (480p signals)

853 x 480 typically found on non-HDTV 40", 42", 43" & 46" plasma screens


Þótt þetta sé "HD" sjónvarp, þá styður það ekki HD upplausnir.


En það er einmitt það sem þeir segja...

HDTV stuðningur, 720p, 1080i


Styður HDTV plasma screen resolution:(720p and 1080i signals)
1024 x 1024 found on 42" & 43" plasma screens
1024 X 768 found on 42" & 43" plasma screens

En ég hef svosum haft rangt fyrir mér áður :)


ThinkP T42 1.7(dothan), 768MB, 80G 5400rpm, 14" 1 1400x1050, Ati 9600 64MB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 23. Jún 2005 12:47

All plasma screens are considered HDTV compatible or HDTV ready in that will all convert the signal somewhat and display it.


Þetta er eins og að taka skjá sem er 160x120 og segja að hann sé HDTV, vegna þess að það er hægt að spila HDTV mynd á honum.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
vidarot
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 12. Feb 2005 03:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf vidarot » Fim 23. Jún 2005 13:22

Já ... ég er alls ekki að segja að þetta sé ekki rétt sem þú er að segja... bara að mér finnst að upplýsingarnar frá BT vera frekar misvísandi.
En allavega... þetta er MD35798 ef það gefur ykkur einhverjar fleiri upplýsingar.

Takk fyrir svörin!


ThinkP T42 1.7(dothan), 768MB, 80G 5400rpm, 14" 1 1400x1050, Ati 9600 64MB

Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Fim 23. Jún 2005 16:24

Ég myndi kaupa Panasonic eða Pioneer ef ég væri að kaupa Plasma.
Helst ekki Medion og alls ekki hjá BT!

Flest Plasma tæki eru bara 480p (854x480 á 60Hz) nema þessi mjög dýru sem eru þá venjulega annaðhvort í 1024x1024 eða 1280x720.
HDTV-stuðningur þýðir ekkert meira en að tækið geti tekið á móti merki í hærri upplausn í gegnum VGA- eða DVI-tengið og minnkað upplausnina á því niður í 480p.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 23. Jún 2005 17:33

ég er með 20 ára gamlann VGA tölvuskjá sem styður HDTV :lol:


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 23. Jún 2005 17:49

Ég er með 42tommu panasonic plasma monitor hann virkar bara helvíti vel og gæðinn eru rosalega góð.



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fim 23. Jún 2005 19:47

Ekki er búið að ákveða neinn einn staðal fyrir HDTV. 2 staðlar eru algengastir í dag, 720p(progressive) eða 1080i(interlaced).

Flest ný plasmatæki í dag eru HDTV ready, þ.e. þau geta tekið á móti HDTV útsendingum og varpað þeim í bestu mögulegu gæðum sem tækið býður uppá og eru því í raun að sýna myndina í verri gæðum en útsendingin sjálf. En tæki sem geta sýnt "true" HDTV þurfa að ráða við amk 1280x720 punkta upplausn.

720p:
The 720p format creates an image with 720 lines, each with 1280 pixels, so it has a resolution of 1280 x 720. The "p" stands for progressive, which means that all pixel rows are shown at once. 720p is the minimum resolution necessary to enjoy high-definition programming.

1080i:
The 1080i format creates an image with 1080 lines, each with 1920 pixels, so it has a resolution of 1920 x 1080. 1080i is the minimum resolution necessary to enjoy high-definition programming.

Ég veit ekki um neitt 42" Plasma tæki sem ræður við true HDTV í dag, aftur á móti eru mörg 50" sem ráða við það. Þegar komið er yfir í LCD tæki er aftur á móti algengt að þau ráði við true HDTV.

Ég hef mikið skoðað svona tæki af vinnuástæðum og gert samanburð á hátt í 10 42" Plasma tækjum, af öllum þeim tækjum sem voru undir 300.000 get ég sagt að ég var hrifnastur af myndgæðunum í Samsung.

Ef menn eru einnig að spá í að tengja tölvu við dæmið þá er málið klárlega að taka varpa eða LCD tæki.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 24. Jún 2005 01:01

í guðana bænum hættið að tala um varpa, þó þú hugsanlega fáir einhvern færan um að varpa HDTV upplausn þá nær hann aldrei HD gæðum :dontpressthatbutton



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Fös 24. Jún 2005 08:53

IceCaveman skrifaði:í guðana bænum hættið að tala um varpa, þó þú hugsanlega fáir einhvern færan um að varpa HDTV upplausn þá nær hann aldrei HD gæðum :dontpressthatbutton

Ha? Varpinn heima hjá mér er allavega í 1280x720 og er svoleiðis með miklu betri myndgæði en öll þau plasma tæki sem ég hef séð.
(Aðal gallinn við myndvarpa er reyndar sá að það er pirr að horfa á sjónvarpið í svoleiðis - plasma eru mikið betri fyrir slíkt því það er skrítið að hafa svona risastórt sjónvarp. Ég horfi þessvegna venjulega bara á sjónvarpið í glugga.)


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.


Höfundur
vidarot
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 12. Feb 2005 03:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf vidarot » Fös 24. Jún 2005 08:58

Pandemic skrifaði:Ég er með 42tommu panasonic plasma monitor hann virkar bara helvíti vel og gæðinn eru rosalega góð.

Hvar fékkstu hann og hvað kostaði hann?

arnarj skrifaði:Ég hef mikið skoðað svona tæki af vinnuástæðum og gert samanburð á hátt í 10 42" Plasma tækjum, af öllum þeim tækjum sem voru undir 300.000 get ég sagt að ég var hrifnastur af myndgæðunum í Samsung.

Ertu með einhverja sérstaka staði í huga þar sem ég get skoðað góða og "ódýra" Samsung skjái.
Verst er að á mörgum þessara skjáa þá þarf maður að kaupa veggfestingu eða borðstand aukalega og þeir eru ekki beint verðleggja það hóflega.


ThinkP T42 1.7(dothan), 768MB, 80G 5400rpm, 14" 1 1400x1050, Ati 9600 64MB

Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fös 24. Jún 2005 10:53

Expert og tölvuvirkni voru með þessa Samsung skjái þegar ég var að skoða markaðinn hérna heima. Það fylgja flottir plastfætur með þeim sem líta mjög vel út.

Ég þekki marga sem eiga varpa og hef hef skoðað ógrynni plasma/lcd tækja og ég get fullyrt að þegar ég fer út í dýran pakka sjálfur þá kaupi ég Widescreen varpa. Það er ekkert sem toppar góðan varpa!
Margir vilja meina að það sé svo "dýrt" að reka varpa. En sjónvarpstæki verða lélegri með árunum og Plasma tæk geta skemmst vegna "burn in". Hreinsaður varpi með nýrri peru er eins og ný vara, hehe. Kostar kannski 20-40 þús á ári að reka varpa miðað við eðlilega notkun, ekkert big deal.

Góður varpi kostar hér á skerinu svona 170+, getur keypt amk 2 auka perur í slíka græju sem duga í amk 5 ár og þú ert kominn í svipaðan pakka og 42" plasma.