Ný tölva fer ekki í bios.


Höfundur
helgisjon
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fer ekki í bios.

Pósturaf helgisjon » Sun 13. Júl 2025 22:25

agnarkb skrifaði:
helgisjon skrifaði:
agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?

jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.


Þetta virðist hafa verið of aggresífar EDC og TDC voltastillingar í PBO á Auto stilingum. Líka talað um að IMCinn (Integrated Memory Controller) sé að brenna úr sér með of háu EXPO en þetta er bæði heilt yfir nokkuð sjaldgæft. Ég er sjálfur með 9800x3D í Asrock Nova borði sem hefur oftast verið nefnt í bilanatilfellum en ekkert vesen hjá mér ennþá og ekkert vesen á þeim borðum og CPUs sem ég hef sett hjá öðrum.

Finnst það nokkuð ólíklegt að móðurborðið hafi grillað örgjörvan bara í fyrstu ræsingu. Líklegra að hann hafi verið DOA beint úr kassa eða að móðurborðið sé bara að klikka. Kíktu með það og CPU í verslunina sem þú verslaðir við og þessu verður örugglega reddað.
Já held það sé best að fara með hann í búðina, nenni ekki að standa mikið í þessu lengur :woozy sá að menn voru að lenda í svipuðu þegar þeir hertu of mikið á örgjörva kælingunni en virkaði svo eftir að losa kælinguna, passaði uppá að herða ekki of vel.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 180
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fer ekki í bios.

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 13. Júl 2025 22:43

Hausinn skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Hausinn skrifaði:Ertu ekki örugglega með skjákort tengt við tölvuna og skjáinn við skjákortið? 9800X3D er ekki með innbyggt skjákort svo að þú færð enga mynd ef þú hefur ekki skjákort í tölvunni.


Þetta stenst ekki. 9800x3d er með þennan venjulega Ryzen skjástuðning, td nkl sá sami og í 9700x.

Svo segir AMD amk.

Það er hárrétt. Ég var búinn að steingleyma því að AMD byrjaði að setja innbygða skjástýringu í alla örrana sína síðan þeir byrjuðu með 7000 seríuna. Afsakið.


Allt í góðu, vildi bara að þessi hugmynd um vöntun á skjástuðningi færi ekki á flakk of víða.

Ég er sjálfur með 9700x. Ég nota innbyggða skjástuðninginn í augnablikinu og hann er kappnóg fyrir öll mín not því ég spila ekki leiki.




Höfundur
helgisjon
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fer ekki í bios.

Pósturaf helgisjon » Þri 15. Júl 2025 19:09

agnarkb skrifaði:
helgisjon skrifaði:
agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?

jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.


Þetta virðist hafa verið of aggresífar EDC og TDC voltastillingar í PBO á Auto stilingum. Líka talað um að IMCinn (Integrated Memory Controller) sé að brenna úr sér með of háu EXPO en þetta er bæði heilt yfir nokkuð sjaldgæft. Ég er sjálfur með 9800x3D í Asrock Nova borði sem hefur oftast verið nefnt í bilanatilfellum en ekkert vesen hjá mér ennþá og ekkert vesen á þeim borðum og CPUs sem ég hef sett hjá öðrum.

Finnst það nokkuð ólíklegt að móðurborðið hafi grillað örgjörvan bara í fyrstu ræsingu. Líklegra að hann hafi verið DOA beint úr kassa eða að móðurborðið sé bara að klikka. Kíktu með það og CPU í verslunina sem þú verslaðir við og þessu verður örugglega reddað.
Fór með móðurborðið og cpu og com í ljós að móðurborðið var bilað.