9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17064
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2307
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf GuðjónR » Fim 10. Júl 2025 15:58

Hefur einhver hér sett upp nýtt X870E móðurborð (t.d. Taichi eða Crosshair) og verið í pælingum með hvernig best sé að nýta háhraða M.2 Gen5 slot?

Er með Samsung 9100 PRO 4TB (PCIe 5.0 x4, les 14.8 GB/s, 442GB SLC cache, Presto stýring), og velti fyrir mér eftirfarandi:

1. Nota 9100 PRO sem eitt og eina drifið fyrir allt – stýrikerfi + gögn
2. Kaupa 990 PRO (PCIe 4.0 x4, ~7 GB/s) og setja Windows á hann, en nota 9100 PRO eingöngu fyrir gögn

Í fyrstu virtist það augljóst að hámarka 9100 PRO með því að setja Windows beint á hann. En eftir að kafa í þetta þá sé ég sterkar röksemdir fyrir að aðskilja stýrikerfi og gögn, þrátt fyrir að 990 PRO sé “hægari” á pappír:

  • Minna I/O árekstrar (resource contention): Með OS og gögn á sitthvoru drifinu dreifist álagið, engin keppni um sama NVMe rás.
  • Betri svörun í þungum verkefnum: Svo sem videovinnslu, forritun, leikir og encoding þar sem bæði OS og gögn eru undir álagi.
  • Öryggi og backup: Ef Windows krassar, fær vírus eða þarf að formata, þá eru gögnin á 9100 PRO ósnert.
  • Auðveldara að klóna og viðhalda hvoru drifi fyrir sig með backup forritum (Macrium, Acronis o.fl.)
Ég geri ráð fyrir að margir hér séu með svipað setup og velti þessu fyrir sér:
Setja OS á hægari (en samt mjög hraðan) 990 PRO og nota 9100 PRO fyrir þung gagnaflæði?
Eða einfaldlega keyra allt á einum og nota Gen5 bandvíddina til fulls?


Hvaða leið mynduð þið fara og af hverju? Sérstaklega ef þið eruð með X870E, Ryzen 9000 seríu og notið þetta í vinnslu, leikjum eða annað sem krefst mikils af diskum.

Allar skoðanir og reynslusögur vel þegnar!



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 10. Júl 2025 16:07

Ég myndi ekki reikna með að diskur 2 væri öruggur ef ég yrði fyrir tölvuárás.

Persónulega færi ég tveggja diska leiðina. Það er ekki byggt svo mikið á tölfræðinni, bara vani.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 748
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 50
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 10. Júl 2025 16:22

Ef þú ert með tvo diska þá er eina benefitið á því að deila upp í os / data logistics og svo kannski hraði.

Þú ert engu betur settur með varnir gegn virusum þar sem þeir sjá hvorteðer öll skraarkerfi nkl eins og þú.

Helsta ástæðan fyrir mitt leiti að vera með os a sér disk er að get ég straujað vélina og tengt svo data diskinn aftur.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1541
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf Templar » Fim 10. Júl 2025 16:39

2 diskar, hrynur niður hraðinn á OS diskinum.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||


emil40
/dev/null
Póstar: 1369
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 210
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf emil40 » Fim 10. Júl 2025 17:40

1. MULNINGAVÉLIN SJÁLF
Nafnið sem þarf engin skýringar. Þú ert vélin, þú ert stormurinn.
„WRARR MULNINGSVÉLIN – hann dregur ekkert... nema línuna milli sigurs og niðurlægingar.“

Við Templar við erum veikir á geði verðum með 3 diska á móti 3 diskum í raid 0 allt gen 5 !!!!

HANN ER JÁRNHNEFINN
ÉG ER WRARR

LET THE GAMES BEGIN !!!!


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb geymsludiskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar |

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17064
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2307
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf GuðjónR » Fim 10. Júl 2025 21:04

Templar skrifaði:2 diskar, hrynur niður hraðinn á OS diskinum.

Ertu að meina að vera með tvo diska eða ef þú ert með tvo diska þá hrynur hraðinn niður á OS ?



Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1541
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf Templar » Fim 10. Júl 2025 22:09

OS á sér disk vegna overhead, getur testað Þetta en þú ert með áberandi meiri hraða á disk ekki með OS.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||


emil40
/dev/null
Póstar: 1369
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 210
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf emil40 » Fim 10. Júl 2025 22:12

templar ertu að segja að þú myndir ekki keyra stýrikerfið af sama disk og t.d. 3x raid 0 diskanna ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb geymsludiskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar |

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17064
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2307
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf GuðjónR » Fim 10. Júl 2025 23:34

Templar skrifaði:OS á sér disk vegna overhead, getur testað Þetta en þú ert með áberandi meiri hraða á disk ekki með OS.

Já ég hélt þú værir að segja það.
Hvort myndir þú setja OS á gen4 990 pro eða gen5 9100 pro?



Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1541
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf Templar » Fös 11. Júl 2025 00:02

990, þú finnur engan mun en með 9100 lausan við OS getur hann tekið tekið spretti sem hann gæti ekki með pagefile og annað OS overhead.
Síðast breytt af Templar á Fös 11. Júl 2025 10:18, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17064
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2307
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf GuðjónR » Fös 11. Júl 2025 14:08

Templar skrifaði:990, þú finnur engan mun en með 9100 lausan við OS getur hann tekið tekið spretti sem hann gæti ekki með pagefile og annað OS overhead.

Einmitt það sem ég hugsaði, takmarkað hvað OS nær að vinna hratt. 990 pro ætti þá að vera fullkomið fyrir stýrikerfi og 9100 fyrir allt annað, Steam Library, FlightSim ´24, Blender, Adobe Premier og annað sem reynir á og hefur ávinning af hröðu drifi.



Skjámynd

olihar
/dev/null
Póstar: 1347
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 305
Staða: Ótengdur

Re: 9100 PRO allt á einum stað eða OS á 990 PRO

Pósturaf olihar » Fös 11. Júl 2025 17:39

Stýrikerfi á Samsung 9100 PRO PCI 5.

Gögn á Pro 990 PCI 4

Mæli með að hafa þetta sér.