Er með Samsung 9100 PRO 4TB (PCIe 5.0 x4, les 14.8 GB/s, 442GB SLC cache, Presto stýring), og velti fyrir mér eftirfarandi:
1. Nota 9100 PRO sem eitt og eina drifið fyrir allt – stýrikerfi + gögn
2. Kaupa 990 PRO (PCIe 4.0 x4, ~7 GB/s) og setja Windows á hann, en nota 9100 PRO eingöngu fyrir gögn
Í fyrstu virtist það augljóst að hámarka 9100 PRO með því að setja Windows beint á hann. En eftir að kafa í þetta þá sé ég sterkar röksemdir fyrir að aðskilja stýrikerfi og gögn, þrátt fyrir að 990 PRO sé “hægari” á pappír:
- Minna I/O árekstrar (resource contention): Með OS og gögn á sitthvoru drifinu dreifist álagið, engin keppni um sama NVMe rás.
- Betri svörun í þungum verkefnum: Svo sem videovinnslu, forritun, leikir og encoding þar sem bæði OS og gögn eru undir álagi.
- Öryggi og backup: Ef Windows krassar, fær vírus eða þarf að formata, þá eru gögnin á 9100 PRO ósnert.
- Auðveldara að klóna og viðhalda hvoru drifi fyrir sig með backup forritum (Macrium, Acronis o.fl.)
Setja OS á hægari (en samt mjög hraðan) 990 PRO og nota 9100 PRO fyrir þung gagnaflæði?
Eða einfaldlega keyra allt á einum og nota Gen5 bandvíddina til fulls?
Hvaða leið mynduð þið fara og af hverju? Sérstaklega ef þið eruð með X870E, Ryzen 9000 seríu og notið þetta í vinnslu, leikjum eða annað sem krefst mikils af diskum.
Allar skoðanir og reynslusögur vel þegnar!