Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf jericho » Sun 11. Maí 2025 16:59

Sælir.

Er á leið til USA í sumar og ætlaði að nýta tækifærið og kaupa nokkra íhluti fyrir uppfærslu á núverandi tölvu (sjá núverandi specca í undirskrift). Ætla að nota sama tölvukassa áfram (Fractal Meshify C), en hámarkslengd GPU er 315mm. Einnig þarf ég að passa upp á hæðina á RAM, þar sem hæðin er max 32mm með þessu CPU/mobo/cooling combo (annars þarf ég mögulega að hækka fremstu viftuna).

Tók saman nokkra parta ásamt verðum í nokkrum löndum. Það vantar sendingarkostnað og aðflutningsgjöld, þetta er bara til samanburðar. Ef ég fann ekki sömu tegund af íhlut, notaði ég bara það ódýrasta sem ég fann.

Ég er búinn að kaupa geymsludrifið frá Tölvutækni, þar sem verðið var frábært þar (hrós á ykkur).

Annars er mesta óvissan með GPU, en það fer eftir framboði þegar ég verð á staðnum. Er að pæla í Geforce RTX 5070 Ti (ekki viss frá hvaða framleiðanda en lengdin verður að vera <315mm), Geforce RTX 5080 (FE) eða ASRock Radeon RX 9070XT Steel Legend 16GB.

Tölvan verður notuð í leiki og þarf að geta keyrt nýja leiki í 1440p (er með 144Hz skjá með Gsync).

Væri gaman að fá álit ykkar á þessu buildi - pósta svo aftur þegar þetta er klárt :)

Mynd
Síðast breytt af jericho á Sun 11. Maí 2025 17:01, breytt samtals 3 sinnum.



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Gemini
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 41
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf Gemini » Sun 11. Maí 2025 17:27

Þessi er mjög svipuð minni. B650 er að svínvirka með 9800X3D hjá mér. NH-D15 er líka snilld með honum. Ég skipti úr 360 aio í NH-D15 til að losna við þetta stanslausa dæluhljóð. Auðvitað aðeins verri kæling en alveg nóg og hefur engin áhrif á performance.
Mæli með að reyna að fá betri klukku á minnið. Oftast hægt að fara niður í 30 án þess að borga mjög extra og passa að mhz sé 6000-6400 kannski. Minnis klukkan virðist hjálpa meira en mhz þegar þú ert að nota þetta X3D cache.
Skjákort er auðvitað bara hvað er á besta prísnum fyrir performance þegar þú kaupir.
Persónulega myndi ég kaupa stærra nvme en 2GB í dag þar sem fjöldi M.2 slotta er farið að verða oftar flöskuhálsinn svo ég vill hafa hvert sem stærst.
Síðast breytt af Gemini á Sun 11. Maí 2025 17:31, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2762
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 523
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf Moldvarpan » Sun 11. Maí 2025 18:35

Það getur verið ódýrara að kaupa þetta annarsstaðar en USA.

Myndi skoða verðmuninn vel.



Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf jericho » Fim 03. Júl 2025 17:16

[Update] Búinn að setja saman nýju vélina og langaði að deila með ykkur buildinu. Ég reyni yfirleitt að velja best value íhluti (að mínu mati auðvitað) en stundum þarf maður að fara aðrar leiðir þegar hlutirnir eru ófáanlegir. Í mínu tilviki var ég farinn að hallast að RTX 5070 TI (ef undir $800) eða RTX 5080 (ef undir $1000, sem sagt FE útgáfan). En ég endaði á 9070 XT vegna þess að hitt var out of stock - sem er í góðu lagi því 9070 XT var upprunalega hugmyndin hvort sem er.

Ég notaði áfram sama stýrikassa og kæliviftur í honum.

Hér er niðurstaðan:
Mynd

Keypt í íslenskri tölvuverslun
Keypt af Micro Center (USA)
Keypt af Best Buy (USA)



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


emil40
/dev/null
Póstar: 1369
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 210
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf emil40 » Fim 03. Júl 2025 17:55

Noctua NH-D15 er hörku kæling, innilega til hamingju með nýju vélina.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb geymsludiskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar |

Skjámynd

Dropi
Geek
Póstar: 845
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 256
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf Dropi » Fös 04. Júl 2025 15:21

Noctua kæling er fjárfesting fyrir börnin og barnabörnin. Mína NH-D14 keypti ég 2013 og hefur hún verið færð á milli platforma tvisvar síðan þá. Ennþá með original viftum og keyrir 24/7 eftir 12 ár.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 3x12TB WD Ultrastar DC HC520


Gemini
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 41
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf Gemini » Fös 04. Júl 2025 20:48

Ég er svo sáttur við mína NH-D15. Skipti úr 360 Arctic freezer ii vökvakælingu í hana. Já já vökvakælingin var betri að kæla en það var algjört overkill anyways á 9800X3D. Stóri kosturinn við NH-D15 er að núna er tölvan alveg silent þegar ég er að browsa og stússast (sem er 95% tímans) meðan vatnskælingin var með lélegri viftum sem heyrðist meira í og pumpan var alveg með smá hljóð líka sem maður heyrði í á kvöldinn í kyrrðinni.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 180
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf Sinnumtveir » Fös 04. Júl 2025 23:41

jericho skrifaði:[Update] Búinn að setja saman nýju vélina og langaði að deila með ykkur buildinu. Ég reyni yfirleitt að velja best value íhluti (að mínu mati auðvitað) en stundum þarf maður að fara aðrar leiðir þegar hlutirnir eru ófáanlegir. Í mínu tilviki var ég farinn að hallast að RTX 5070 TI (ef undir $800) eða RTX 5080 (ef undir $1000, sem sagt FE útgáfan). En ég endaði á 9070 XT vegna þess að hitt var out of stock - sem er í góðu lagi því 9070 XT var upprunalega hugmyndin hvort sem er.

Ég notaði áfram sama stýrikassa og kæliviftur í honum.

Hér er niðurstaðan:
Mynd

Keypt í íslenskri tölvuverslun
Keypt af Micro Center (USA)
Keypt af Best Buy (USA)


Þetta er bara örugglega alveg yndislegt. En eitt situr í mér. Af hverju keypturðu ekki bara 9800x3d bundle (cpu, mb, ram) af Microcenter?

Hefði sennilega kostað ~ það sama upp á krónu fyrir þessa þrjá íhluti en með hraðvirkara cpu.



Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf jericho » Lau 05. Júl 2025 13:20

Skrifast á klaufaskap í mér



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3097
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 49
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf beatmaster » Lau 05. Júl 2025 16:27

Dropi skrifaði:Noctua kæling er fjárfesting fyrir börnin og barnabörnin. Mína NH-D14 keypti ég 2013 og hefur hún verið færð á milli platforma tvisvar síðan þá. Ennþá með original viftum og keyrir 24/7 eftir 12 ár.


Sama hér nema ég keypti mína 2014, besta fjárfesting ever!

Svo var ég að uppfæra í AM4 fyrr í ár og ég hefði getað fengið sent AM4 bracket frítt frá Noctua (en fékk gefins hérna á Vaktinni)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Álit á uppfærslu (9800X3D, 5070ti/5080/9070XT)

Pósturaf jericho » Lau 05. Júl 2025 16:35

Sammála með kælinguna. Keypti nýja þar sem guttinn fékk gömlu tölvuna sem er með sömu kælingu. Býst við að nota hana þar til ég dey :)



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q