Uppfærsluleið


Höfundur
oon
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Uppfærsluleið

Pósturaf oon » Fös 07. Feb 2025 15:20

Sælir félagar,

Ef maður ætti að uppfæra neðangreindan vélbúnað án þess þó að taka bæði skjákort og örgjörva á sama tíma, hvað mynduð þið vaktarar uppfæra?

Spila alls konar leiki, mest Diablo 4 á 3440x1440p skjá. Finnst gaman af því að spila í miklum gæðum.

- Ryzen 7 5800x örgjörvi
- 32 GB Corsair Vengeance 3600 MHz C18
- Asus ROG Strix RTX 3080 10GB skjákort
- Asus ROG Strix B550-F Gaming móðurborð
- Noctua NH-U14S
- Corsair 4000x, viftur að framan og ofan

Það sem ég er kannski helst að vandræðast með er annars vegar hvort örgjörvinn ráði við öflugra kort og hins vegar hvort ég eigi eftir að sjá mikinn mun á performance í leikjum að fara í e-ð eins og 9800x3D...



Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsluleið

Pósturaf olihar » Fös 07. Feb 2025 16:40

Miðað við þetta hardware ertu bara góður.

Ef þú ætlar að uppfæra CPU þarftu að uppfæra móðurborðið og RAM lika.
Síðast breytt af olihar á Fös 07. Feb 2025 16:41, breytt samtals 2 sinnum.