Ónýtur aflgjafi?


Höfundur
bjasi
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fös 10. Apr 2020 20:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Ónýtur aflgjafi?

Pósturaf bjasi » Þri 28. Jan 2025 22:44

Tölvan hjá mér datt út upp úr þurru áðan. Svartur skjár. Að vísu hafði ég fundið hitalykt nokkru áður en hélt að það tengdist öðru tæki. Þegar ég ýti núna á power takkann gerist ekkert. Reyndar blikka stundum ljós í augnablik og vifturnar hreyfast örlítið svona eins og ræsing byrji (ég hef reynt nokkrum sinnum) en oftast gerist nákvæmlega ekki neitt. Tvö lítil ljós lýsa stöðugt á skjákortinu, svona eins og til að segja að tölvan sé tengd við rafmagn. Ekkert hljóð úr móðurborðinu eða bilanablikk eða álíka. Nú er spurningin mín hvort þetta bendi til þess að aflgjafinn sé ónýtur eða er það frekar móðurborðið? Öll hjálp vel þegin áður en ég kaupi nýja tölvu að óþörfu. Ég er ekki sérfræðingur í tölvusamsetningum en get bjargað mér með réttri leiðsögn og þessi tölva dugar mjög vel í það sem ég nota hana í. Þetta er i7 8700K svo hún er ekki eldgömul ;)




emil40
/dev/null
Póstar: 1452
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 226
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtur aflgjafi?

Pósturaf emil40 » Mið 29. Jan 2025 14:16

sennilega aflgjafinn eða móðurborðið myndi ég halda


| Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950X | X870E AORUS PRO ICE | RTX 5090 GameRock 32GB | 3×4TB 9100 Pro NVMe RAID0 | 16TB+20TB HDD | 96GB DDR5-6000 Trident Royal Neo Gold | Straight Power 12 1500W | Samsung Odyssey OLED G9 |

„Langbesta dótið á vaktinni – Moldvarpan, 2025.“

Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtur aflgjafi?

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 29. Jan 2025 14:27

Þú getur svo sem framkvæmt sjónskoðun til þess að sjá hvort þú sérð að eitthvað sé augljóslega að.

Ef þetta er móðurborðið og þú fannst brunalykt þá gætirðu rekist á ónýta þétta í móðurborðinu.

Annars, þá myndi ég byrja á því að taka allt úr vélinni sem þarf ekki að vera í henni. Sértu með skjátengi á móðurborðinu, taktu þá skjákortið úr sambandi.

Þú getur örugglega fengið aflgjafa lánaðan eða fengið gamlan á smotterí. Ef þú ert "heppinn" þá er það lausnin.




Höfundur
bjasi
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fös 10. Apr 2020 20:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtur aflgjafi?

Pósturaf bjasi » Fim 30. Jan 2025 22:51

Tu: Þetta var aflgjafinn sem gaf sig.