Uppfærsla á PC


Höfundur
joniq
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 08. Feb 2015 19:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á PC

Pósturaf joniq » Mið 15. Jan 2025 22:13

Góðan dag.

Mig vantar smá ráðleggingar varðandi tölvu hjá 12 ára syni mínum. Hann er að spila þessa helstu leiki Fornite, Marvel Rival og fl.
Tölvan sem hann notar er ekki sú nýasta, en hefur dugað hingað til. Bróðir minn átti þessa tölvu upphaflega en ég er búinn að uppfæra GPU og HDD.
Strákurinn talar um að vilja fá hærra FPS í Rival

Mig langar aðeins að uppfæra þessa tölvu en vill samt ekki eyða of miklu í hana. Stefan er að hann fái nýja tölvu í fermingargjöf eftir ca 2ár.
Þannig planið er að uppfæra aðeins svo hun dugi þangað til.
Það er t.d ekki hægt að setja upp Win 11.(ekki styðningur)

Tölvan eins og hún er núna.
Móðurborð: Gigabyte B360M DS3H
Cpu: Intel i5-9400 @2,9Ghz
Ram:16GB 2x8Gb
GPU: MSI GeForce GTX 1660 Super

Ég er ekki alveg viss hvernig væri best að uppfæra hana til að gera hana aðeins meira future proof.

Mig datt í hug að skipta út CPU og móðurborði.
t.d
AMD Ryzen 5 5600GThttps://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ihlutir/Orgjorvar/AMD-Ryzen-5-5600GT-6-kjarna-orgjorvi%2C-Retail-med-viftu/2_38286.action
Gigabyte A520M S2Hhttps://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ihlutir/Modurbord/Gigabyte-A520M-S2H-DDR4-modurbord/2_23910.action

Einhverjar hugmyndir?



Skjámynd

Oddy
FanBoy
Póstar: 703
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf Oddy » Mið 15. Jan 2025 22:22




Skjámynd

litli_b
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf litli_b » Mið 15. Jan 2025 22:37

Sko sko sko, gtx 1660 super, sex core cpu og fullt af ram? Það er futureproof fyrir 2 ár allavega. Marvel rivals er eitthvað dáldið demanding (Segir steam) en ætti ekki að vera ástæða til að upgradea. Sko, tólf ára ég hefði drepið fyrir sambærilega tölvu, mér finnst það vera pínku rugl að fara upgradea hana núna þegar það er svona stutt í fermingu.
Gæti ekki bara verið að elsku drengnum gengur illa og klínir því á þessa fínustu tölvu?



Skjámynd

Henjo
FanBoy
Póstar: 737
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 291
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf Henjo » Fim 16. Jan 2025 01:05

Myndi ekki mæla með að uppfæra í 5600GT, finnur ekki mikin mun á honum og þessum I5. Ef þú ætlar að uppfæra uppí AM4 þá myndi ég eyða auka og fá þennan sem er algjörlega solid: https://kisildalur.is/category/9/products/3372

5700x3D er litli bróðir 5800x3D sem var öflugasti leikjaörgjörvi í heiminum fyrir bara tveimur árum eða eitthvað (áður en 7800x3D kom út)

5600GT er APU og missir smá performance útfrá því, ef þú ert fastur að uppfæra og í verðinu þá tekurðu frekar þennan: https://kisildalur.is/category/9/products/1890 eða jafnvel bara https://kisildalur.is/category/9/products/2797

Bæði 5600x og 5600 venjulegur eru öflugari en 5600GT en eru ekki með innbyggðri skjástýringu.

Persónulega, þá myndi ég bara hafa augun opin fyrir eitthverju notuðu.
Síðast breytt af Henjo á Fim 16. Jan 2025 01:06, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2656
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 498
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf Moldvarpan » Fim 16. Jan 2025 06:48

Taktu notað. Það detta reglulega inn góðir íhlutir á sanngjörnu verði. Bestu dílarnir fara fljótt, svo það þarf að fylgjast með.

Gangi þér vel.




djokel
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Lau 08. Feb 2020 14:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf djokel » Fim 16. Jan 2025 14:14

Þessi tölva á alveg að runna rivals þokkalega, hvaða super resolution mode er verið að runna? Setja það í performance eða super performance, og passa að leikurinn sé installaður á ssd, hann er mjög viðkvæmur fyrir því.

ehv svona td.
https://www.dexerto.com/gaming/best-mar ... s-3000204/

En færð mesta boostið útfrá super resolution mode stillingunni.



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf Baldurmar » Fim 16. Jan 2025 14:47

Finndu 3060 eða 3060ti hérna á vaktinni, hafa kostað svona 30-50þ

Miklu líklegra að skjákortin sé að hamla þessari vél í Rivals heldur en cpu


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


kristjanorrihugason
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2021 16:18
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf kristjanorrihugason » Fim 16. Jan 2025 17:41

Myndi tékka hvaða fps hann er að fá í leikjunum. Held að 9400 gæti orðið flöskuháls ef að hann er með 1080p 120hz+ skjá og þú ferð í 3060 eða betra. 9400 ætti að höndla 75-144fps eftir leikjum. Ef að hann er með 1440p skjá þá ætti 9400 ekki að vera flöskuháls ef að þú uppfærir bara skjákortið.




Höfundur
joniq
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 08. Feb 2015 19:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á PC

Pósturaf joniq » Fim 16. Jan 2025 18:50

Takk fyrir þetta :)

Ætla að kíkja yfir stillingar hjá honum.
Hugsa að ég bíði með frekari uppfærslu og reyni þá að finna eitthvað notað.