Hverjir senda rafhlöður á klakann?


Höfundur
Meso
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 2
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Hverjir senda rafhlöður á klakann?

Pósturaf Meso » Þri 15. Okt 2024 09:24

Er að reyna finna rafhlöðu fyrir Dell Latitude 7470, en enginn virðist senda til Íslands. Fann seljanda á Ali sem virtist geta sent, en sendu mér svo skilaboð: Dear friend, we are unable to ship in your area.

Er ekki að fara borga 30þ fyrir rafhlöðu hjá Advania, þetta er bara gömul auka tölva sem mér finnst synd að þurfa farga vegna svo einfalds hluts þar sem hún virkar fínt ennþá.



Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Hverjir senda rafhlöður á klakann?

Pósturaf RassiPrump » Þri 15. Okt 2024 10:33

DHL getur sent, þarft að hafa samband við þá til að fá leyfi til að senda rafhlöður. Veit reyndar ekki hvort þetta sé hægt fyrir einstaklingar þar sem að þetta er á fyrirtæki í mínu tilfelli...


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent


Omerta
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hverjir senda rafhlöður á klakann?

Pósturaf Omerta » Þri 15. Okt 2024 14:37

Kannaði þetta lítillega nýverið vegna rafhlöðu í Lenovo C930 fartölvu. Það er allt gert til að gera manni erfitt fyrir svo ég endaði á að kaupa rafhlöðu hjá Origo á 30k. Sama rafhlaða kostar 7k (50 USD) hjá iFixit í USA. Absúrd staða.