þarf hljóðlátar viftur
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 16
- Skráði sig: Fös 13. Nóv 2020 17:36
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
þarf hljóðlátar viftur
jæja keypti mér tölvu á budgeti á sínum tíma en búinn að uppfæra allt nema vifturnar í kassanum sem eru noname rgb kostuðu 500-1000kr stykkið en það er eins og Boeing 747 sé að taka afstað þegar ég spila leiki og konunni er hætt að finnast þetta fyndið, mér er gott sem sama um hvað þær kosta, öll hjálp vel þegin ásamt links.
Re: þarf hljóðlátar viftur
Ef þú hefur pláss fyrir 140mm viftur - > snúast hægar svo minni læti (ef þær eru quality)
Mæli með Noctua
Mæli með Noctua
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
Re: þarf hljóðlátar viftur
Noctua eru þekktir fyrir hljóðlátar viftur, eru meistarar á því sviði. Miðað við afköst auðvitað.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: þarf hljóðlátar viftur
þetta er mjög líklega skjákortið að taka af stað, það var allavega hjá mér. Ég náði í MSI Afterburner og stillti vifturnar þar og það er allt annað eftir það.
-
- Gúrú
- Póstar: 550
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: þarf hljóðlátar viftur
Noctua
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
Re: þarf hljóðlátar viftur
Kemur þú 14cm viftum í kassan? Þá getur þú gert þessar mjög hljóðlátar en komið hellings lofti í gegnum kassan.
viewtopic.php?f=11&t=97640&p=797316#p797316
viewtopic.php?f=11&t=97640&p=797316#p797316
Re: þarf hljóðlátar viftur
Tek undir með 140mm Noctua viftunum.
Oft getur það líka verið bara default fan curve-ið sem orsakar hávaðan.
Mæli með Fan Control til að stýra viftunum almennilega.
https://getfancontrol.com/
Þessi er með flott intro guide í forritið svo
https://voltcave.com/fan-curve-guide/
Oft getur það líka verið bara default fan curve-ið sem orsakar hávaðan.
Mæli með Fan Control til að stýra viftunum almennilega.
https://getfancontrol.com/
Þessi er með flott intro guide í forritið svo
https://voltcave.com/fan-curve-guide/
Re: þarf hljóðlátar viftur
skiptu yfir í noctua, því stærri því betra, getur haldið uppi normal loftflæði á minni hraða með stærri viftum
-Need more computer stuff-
Re: þarf hljóðlátar viftur
Fleiri, stærri og hægari viftur er yfirleitt málið, eða góð (vatns)kæling á sökudólginn, cpu eða gpu.