Intel Járnhnefi kremur AMDip

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Fös 09. Ágú 2024 11:43

Svakalega erfiðir tímar hjá Chipzilla, búnir að fresta viðburðum og alles, allir brjálaðir út í þá.

https://x.com/tomshardware/status/18218 ... 83/photo/1


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf ekkert » Fös 09. Ágú 2024 12:13

gnarr skrifaði:við á meginlandinu hrópum líka húrra fyrir hverju spöruðu watti :) Ég býð spenntur eftir 9800X3D


Það skiptir líka máli hve mikið kerfið í heild sinni tekur þegar tölvan er idle/lesa vefsíðu/youtube og þar skilst mér að Intel desktop kerfi taki mögulega sigurinn. Eða hvað? Er of latur að finna það sem ég hef séð en mitt kerfi með 5800X3D er að taka 80-100W að gera ekkert og mér finnst eins og að ég hafi séð sambærileg Intel kerfi nota töluvert minna, eitthvað í kringum 50-60W? Gæti líka verið misminni hjá mér. Svo gæti mismunurinn auðvitað líka skipt afskaplega litlu máli þegar skjárinn og peripheral vöttin eru tekin með í reikninginn.

Þetta á líka að sjálfsögðu ekki við laptop chippa og skiptir mig litlu máli hérna á jarðhitaskerinu.

edit: Sjá hér t.d. https://www.techpowerup.com/review/amd- ... ower-usage
Munurinn er ekki mjög mikill en tölvur eru jú mjög mikið idle og þessur munur safnast upp.
Síðast breytt af ekkert á Fös 09. Ágú 2024 12:24, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Sun 11. Ágú 2024 08:05

80 til 100w í kyrrstöðu er mikið. 20 til 30w hér.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Trihard » Sun 11. Ágú 2024 08:28

AMDrip er bara betra, gaf stuðning fyrir ECC vinnsluminni á venjulegu móðurborðalínunni og þeir nota allra nýjustu framleiðslutæknina og ná þannig að troða flestum smárum á fermeterinn.

Þeir sem vita þetta fjölgar með tímanum og fólk hættir að einblína bara á intel merkið þegar það kaupir sér tölvu.



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Sun 11. Ágú 2024 16:40





Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 502
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 11. Ágú 2024 21:48

Trihard skrifaði:AMDrip er bara betra, gaf stuðning fyrir ECC vinnsluminni á venjulegu móðurborðalínunni og þeir nota allra nýjustu framleiðslutæknina og ná þannig að troða flestum smárum á fermeterinn.

Þeir sem vita þetta fjölgar með tímanum og fólk hættir að einblína bara á intel merkið þegar það kaupir sér tölvu.


Segðu. Annar mars 2017 er sögulegur dagur. Þá komu á markað Ryzen 7, 1700, 1700x og 1800x. Frá þeim tíma hefur ekki meikað minnsta sens að versla Intel örgjörva fyrir borðtölvur. Ég keypti fyrsta Ryzen örgjörvann minn 15. apríl 2017 en þá var ég fyrst í USA eftir 2. mars 2017. Síðan þá hefur ekkert annað verið keypt í fjölskyldunni.

Minn fyrsti var Ryzen 7 1700, framleiddur í sjöundu viku 2017. Hann er að hvíla sig núna en gæti vel hugsað sér að verða "upgrade" á Ryzen 5 2400G. Móðurborðið sem var keypt með honum (MSI Krait-Gaming X370) er enn í notkun og getur beisiklí tekið alla AM4 örgjörva.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Mán 12. Ágú 2024 18:10

Ryzen 1700 og 1800 var ekki nálægt intel, parity með 5000, allt á undan því var budget dót.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1045
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf brain » Mán 12. Ágú 2024 18:28

Intel vs AMD í Steam survey.

Mynd

AMD fer upp og niður.....




Omerta
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Omerta » Mán 12. Ágú 2024 18:29

Templar skrifaði:Ryzen 1700 og 1800 var ekki nálægt intel, parity með 5000, allt á undan því var budget dót.


Fólk var bara spennt fyrir því að fá samkeppni á markaðinn á ný og stökk því fljótt á Ryzen. En á meðan AMD var með allt niðrum sig nýtti Intel tækifærið og drip-feedaði neytendur lágmarks uppfærslum á milli kynslóða. Samt reglulega nýtt socket. Sofandi á verðinum sagði einhver. Sögðu þeir ekki líka upp fullt af engineers á þessum tíma? Persónulega er mér alveg sama hvaða merki er á vörunni, treð þessu öllu í svartan kassa. En mér er ekki sama þegar neytendur eru teknir ósmurt í rassgatið. AMD hafa alveg fokkað upp marg oft en það afsakar ekki hvernig Intel er að tækla þetta 13/14 gen framleiðslu issue. Issue sem þeir sjálfir sköpuðu með bad quality control. Þú segir ekki fokkjú við kúnna í RMA og segir svo "nei, ekkert recall, en ef þið fenguð nei við RMA þá skuluði endilega reyna aftur".

Nú er ég skít hræddur um að AMD verði complacent og gefi okkur minimal upgrades milli ára á meðan Intel strögglar. Þetta eru stór fyrirtæki sem þurfa að búa til peninga fyrir hluthafa. Ef samkeppnin verður engin þá verður mesti gróðinn í formi verðhækkana og öðru sem gagnast ekki neytendum.

Í guðana bænum skiljið þennan træbalisma eftir í sandkassanum. Það er bara eitt lið sem við eigum að halda með og það er neytendur.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Mán 12. Ágú 2024 20:17

Chipzilla er búin að leysa þetta sem er fyrst og fremst drama hjá nokkrum techtubers, það er ekkert hneyksli í gangi, ef svo væri þá væri búið að heyrast í stærri vendor. Þetta er tech tuber drama fyrst og fremst. Ekkert verra eða betra en AMD burn málið.

Nýja launchið hjá AMD var ekki gott, Chipzilla nær sér núna í haust, Buy in the dip
Síðast breytt af Templar á Mán 12. Ágú 2024 20:20, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


TheAdder
Geek
Póstar: 813
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf TheAdder » Mán 12. Ágú 2024 21:29

Omerta skrifaði:
Templar skrifaði:Ryzen 1700 og 1800 var ekki nálægt intel, parity með 5000, allt á undan því var budget dót.


Fólk var bara spennt fyrir því að fá samkeppni á markaðinn á ný og stökk því fljótt á Ryzen. En á meðan AMD var með allt niðrum sig nýtti Intel tækifærið og drip-feedaði neytendur lágmarks uppfærslum á milli kynslóða. Samt reglulega nýtt socket. Sofandi á verðinum sagði einhver. Sögðu þeir ekki líka upp fullt af engineers á þessum tíma? Persónulega er mér alveg sama hvaða merki er á vörunni, treð þessu öllu í svartan kassa. En mér er ekki sama þegar neytendur eru teknir ósmurt í rassgatið. AMD hafa alveg fokkað upp marg oft en það afsakar ekki hvernig Intel er að tækla þetta 13/14 gen framleiðslu issue. Issue sem þeir sjálfir sköpuðu með bad quality control. Þú segir ekki fokkjú við kúnna í RMA og segir svo "nei, ekkert recall, en ef þið fenguð nei við RMA þá skuluði endilega reyna aftur".

Nú er ég skít hræddur um að AMD verði complacent og gefi okkur minimal upgrades milli ára á meðan Intel strögglar. Þetta eru stór fyrirtæki sem þurfa að búa til peninga fyrir hluthafa. Ef samkeppnin verður engin þá verður mesti gróðinn í formi verðhækkana og öðru sem gagnast ekki neytendum.

Í guðana bænum skiljið þennan træbalisma eftir í sandkassanum. Það er bara eitt lið sem við eigum að halda með og það er neytendur.

Hjartanlega sammála, ég vonast innilega til þess að AMD haldi forskotinu í einhver ár til viðbótar, nægjanlega til þess að jafn út muninn á installs milli þeirra og Intel. Þannig að samkeppnin verði jafnari í framtíðinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


emil40
</Snillingur>
Póstar: 1080
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf emil40 » Þri 13. Ágú 2024 16:24

Ég hlakka til að sjá hvernig nýji intel örrinn kemur út hitalega séð en ég er að fá mér Ryzen 9950x. Ég var alltaf í Intel liðinu þangað til að 3900x kom er búinn að vera með 5900x og 7900x og mjög ánægður með þá þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í stærsta. Því meiri samkeppni því skemmtilegra fyrir okkur neytendur.

Er eitthvað vitað hvenær 5000 línan frá nvidia kemur í skjákortunum ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Þri 13. Ágú 2024 16:33

emil40 skrifaði:Ég hlakka til að sjá hvernig nýji intel örrinn kemur út hitalega séð en ég er að fá mér Ryzen 9950x. Ég var alltaf í Intel liðinu þangað til að 3900x kom er búinn að vera með 5900x og 7900x og mjög ánægður með þá þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í stærsta. Því meiri samkeppni því skemmtilegra fyrir okkur neytendur.

Er eitthvað vitað hvenær 5000 línan frá nvidia kemur í skjákortunum ?


Ætli 5000 línan hjá NVIDIA mæti ekki til kaupenda í mars 2025. En annars algjörlega óvitað.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2980
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 215
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf gunni91 » Þri 13. Ágú 2024 18:40

Templar skrifaði:Ryzen 1700 og 1800 var ekki nálægt intel, parity með 5000, allt á undan því var budget dót.


rétt að mörgu leyti.

AM4 1000 og 2000 dótið átti aldrei séns amk í gaming samanborið við intel á þeim tíma.

Ryzen 3600x keppti t.d. við intel 9700K og þá fór AMD að veita alvöru samkeppni eins og við þekkjum hana í dag.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Þri 13. Ágú 2024 19:05

Ryzen 3800X var flottur örri, þarna mátti skoða að kaupa AMD en það var ekki fyrr en 5950X mætti að ég sló til og sá ekki eftir því, var mjög sáttur við dýrið. Keypti B-Die Samsung kit og var að keyra DDR 3733 á CL12 12 12 16, svo kom uppfærsla í BIOS og ég varð að fara niður í 3600 en samt sáttur.

Svo fékk ég mér Intel 12900K og það var uppfærsla, maður fann strax að allt var meira smooth, Windows var meira smooth, skipti engu máli og eftir það hef ég ekki skipt.

Búinn að setja inn nýjasta BIOS á 14900KS monsterið og með því er ég bókstaflega að ná fleiri R23 stigum per watt en Ryzen 7950X fyrir utan að ég gef skít í watts per stig að ég fæ meiri, þetta nýja BIOS hafði lítil sem engin áhrif á frammistöðuna og ef menn vilja geta menn sagt fokk it ég stilli þetta sjálfur.

Þetta er erfitt hjá Intel en buy in the dip, þetta verður allt á uppleið eftir 2 mánuði.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf gnarr » Þri 13. Ágú 2024 22:20

Ég vona að það fari að koma desktop ARM örgjörvar á almennan markað á næstunni til þess að kveikja aðeins í þessum markaði og hræða Intel og AMD.

Það væri ekkert betra fyrír okkur en skjálfandi risaeðlur


"Give what you can, take what you need."


TheAdder
Geek
Póstar: 813
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf TheAdder » Þri 13. Ágú 2024 22:28

gnarr skrifaði:Ég vona að það fari að koma desktop ARM örgjörvar á almennan markað á næstunni til þess að kveikja aðeins í þessum markaði og hræða Intel og AMD.

Það væri ekkert betra fyrír okkur en skjálfandi risaeðlur

ARM og RISKV örgjörva, en vantar ekki fyrst og fremst Windows og hugbúnaðar stuðning við þá?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf gnarr » Mið 14. Ágú 2024 12:48

TheAdder skrifaði:ARM og RISKV örgjörva, en vantar ekki fyrst og fremst Windows og hugbúnaðar stuðning við þá?

Windows 11 fyrir ARM með translation layer fyrir x86 er komið út og virkar nokkuð vel. Það á líklega eftir að verða mjög gott á næstu mánuðum.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Mið 14. Ágú 2024 13:59

Ryzen 9900 og 9950 reviews out, ekki slæmir örgjörvar en ná ekki að taka fram úr single score frá Intel, Chipzilla rúlar ennþá með járnhnefa, 15th gen mun klárlega ná að gera betur en þetta.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2787
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 345
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf jonfr1900 » Þri 27. Ágú 2024 14:47

Ég var að uppfæra í nýjan bios á Asus móðurborðunum hjá mér og þá var einnig Intel firmware uppfært hjá mér. Ég hef ekki orðið var við neitt en kerfið hjá mér var stöðugt fyrir.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Þri 27. Ágú 2024 19:08

Líka Lang flestir orrar í lagi, aðeins þeir sem voru með einhver BS profile eins enhanced multicore bull sem móðurborðs framleiðendur settu inn sem gætu hafa lent í vandræðum.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Þri 27. Ágú 2024 19:36

Templar skrifaði:Líka Lang flestir orrar í lagi, aðeins þeir sem voru með einhver BS profile eins enhanced multicore bull sem móðurborðs framleiðendur settu inn sem gætu hafa lent í vandræðum.


Nei það er ekki alveg rétt sum datascenter voru með næstum 100% fail rate en engin að keyra neitt yfir spec.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Þri 27. Ágú 2024 19:57

Nei olihar, þú ert að endurtaka eitthvað frá einhverjum á Youtube núna nema ef þú getur ekki komið með alvöru source þá er þetta kjaftæði og þú að páfagauka það.
Mín fullyrðing byggist á því eina sem ég hef fundið sem er solid, ekki Youtube blaður einhvers sem ekki einu sinni veit hvað VID tafla er, og það eru tölur frá Puget systems.

Bíð eftir source.

Viðbót, best ég skilgreini "lang flestir" == 80-90%.
Síðast breytt af Templar á Þri 27. Ágú 2024 20:07, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Þri 27. Ágú 2024 20:04

Templar skrifaði:Nei olihar, þú ert að endurtaka eitthvað frá einhverjum á Youtube núna nema ef þú getur ekki komið með alvöru source þá er þetta kjaftæði og þú að páfagauka það.
Mín fullyrðing byggist á því eina sem ég hef fundið sem er solid, ekki Youtube blaður einhvers sem ekki einu sinni veit hvað VID tafla er, og það eru tölur frá Puget systems.

Bíð eftir source.


Puget hefur lengi undirvoltað þar sem þeir hafa lengi sett athugasemdir við hönnun hjá Intel.



Skjámynd

Höfundur
Templar
1+1=10
Póstar: 1170
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Þri 27. Ágú 2024 20:06

Komdu með source, ég mynda mér skoðanir á gögnum ekki sögum.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||