Sælir
Fann ekkert um þetta á netinu, bara þetta sem Logitech auglýsa, upp að 50klst endingu með ljósin á 100% styrkleika. Ekkert um endinguna á hleðslunni með ljósin á 0% styrkleika, leitaði á Logitech síðum, google, reviews og reddit, fann ekkert um það.
Væri vel þegið, ef einhver sem á svona lyklaborð, gæti skoðað hvað Logitech G Hub forritið segir um endinguna á hleðslunni þegar hún er í 100% og með RGB'ið off. Takk!
Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
RGB ruglið er til að selja þér vöruna ,síðan þarf að slökkva á þessu til að endingin sé almennileg.
Mátt alveg búast við öðrum 50klst+ með þetta slökkt.
Mátt alveg búast við öðrum 50klst+ með þetta slökkt.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 298
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Tengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
Ég persónulega þoli ekki allt þetta RGB dæmi, vill helst taka sem minnst eftir tölvunni, bæði með hljóð úr henni og lýsingu!
En annars spyr ég um þessa rafhlöðu endingu því ég er með Logitech G915 TKL, það er auglýst með upp að 40klst rafhlöðu endingu, en það fer nefnilega yfir 1000klst!!!! með RGB'ið off. Ákkúrat núna t.d. þá dugar 79% hleðsla í ca. 888klst samkvæmt Logitech G Hub, vill vita hvort það sé svipað með Logitech G Pro X TKL lyklaborðið.
En annars spyr ég um þessa rafhlöðu endingu því ég er með Logitech G915 TKL, það er auglýst með upp að 40klst rafhlöðu endingu, en það fer nefnilega yfir 1000klst!!!! með RGB'ið off. Ákkúrat núna t.d. þá dugar 79% hleðsla í ca. 888klst samkvæmt Logitech G Hub, vill vita hvort það sé svipað með Logitech G Pro X TKL lyklaborðið.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 298
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Tengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
Einhver? Þarf ekki að vera við 100% hleðslu.. nánast hvaða % og ending sem er ætti að segja manni nóg..
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
Ég er með Logitech MX key í vinnunni, hef backlight alltaf slökkt.
Ég held ég sé að að hlaða 3-4 sinnum á ári...
Fyndist skrítið ef þetta lyklaborð sem þú ert að skoða næði ekki einhverju sambærilegu án RGB ljósashows.
Ég held ég sé að að hlaða 3-4 sinnum á ári...
Fyndist skrítið ef þetta lyklaborð sem þú ert að skoða næði ekki einhverju sambærilegu án RGB ljósashows.
Electronic and Computer Engineer
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
Er að nota Logitech MX Master í vinnunni. Batteríið endist í ca. 10 mánuði án baklýsingu. Reyndar bara hvít baklýsing — RGB lýsing drainar örugglega batteríið fljótar.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 298
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Tengdur
Re: Logitech G Pro X TKL lyklaborð - Rafhlöðu ending með öll ljós slökkt?
En það getur verið svo rosalega misjafnt með þessi svokölluðu gaming lyklaborð, mörg sem fara úr 40-50klst með 100% lýsingu í 100-250klst með 0% lýsingu, vill vita hvort þetta tiltekna lyklaborð sé eitt af þessum sem fer í 500+ klst, það er erfitt að fara í minna þegar maður er vanur að vera með 1000+ klst á einni hleðslu!