Hvaða móðurborð skal velja?


Höfundur
dannicroax
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 23. Jan 2021 18:20
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf dannicroax » Mið 08. Maí 2024 09:40

Sælir

Er að koma mér aftur í PC heiminn og er að spá í hvaða móðurborð ætti að velja. Hef hug á að taka Intel 14700K örgjörva og DDR5 minni en finnst ógerlegt að átta mig á því hvaða móðurborð væri málið. Þarf ekki að vera það besta en þarf að vera Z790 og þokkalegt - nóg er úr að taka. Budget væri milli 40-60þ nema að það sé einhver fáranlega góð ástæða til að teygja sig upp fyrir það.

Einhver með tillögur? :)

Screenshot 2024-05-08 at 09.39.12.png
Screenshot 2024-05-08 at 09.39.12.png (82.5 KiB) Skoðað 2583 sinnum




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf TheAdder » Mið 08. Maí 2024 10:40

Eru einhverjir sérstakir fídusar sem þér myndi vanta, eins og WiFi, Thunderbolt, eða eitthvað álíka?
Utan við það, þá held ég að þetta sé allt afskalega svipað gott, nema þú ætlir í einhverjar öfga overclocking pælingar.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
dannicroax
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 23. Jan 2021 18:20
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf dannicroax » Mið 08. Maí 2024 11:59

Þarf ekki wifi, þarf USB-C port en Thunderbolt er nice-to-have. Held ég ætli ekki í neinar svakalegar overclock pælingar en nice að hafa möguleikann á því. Spurningin er því frekar í áttina að reynslu annara hérna inni, hef t.d. séð fólk á reddit kvarta undan ASUS Prime Z790-P með random bluesceens, USB og netport að detta reglulega út o.s.frv. þannig mér er meira í mun að finna móðurborð sem virkar vel og er stabílt.




andriki
spjallið.is
Póstar: 485
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf andriki » Mið 08. Maí 2024 13:42





T-bone
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf T-bone » Mið 08. Maí 2024 14:27

Eftir roooosalega miklar pælingar hjá mér í fyrra endaði ég á MSI MAG Z790 Tomahawk ddr5 og er mjög sáttur með það.

Ég er ekki djúpt í overclock en er svona að fikta pínu og vildi hafa möguleikann á því, og að gæðin væru alveg top notch.


Mynd


Höfundur
dannicroax
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 23. Jan 2021 18:20
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf dannicroax » Mið 08. Maí 2024 14:35

T-bone skrifaði:Eftir roooosalega miklar pælingar hjá mér í fyrra endaði ég á MSI MAG Z790 Tomahawk ddr5 og er mjög sáttur með það.

Ég er ekki djúpt í overclock en er svona að fikta pínu og vildi hafa möguleikann á því, og að gæðin væru alveg top notch.


Var einmitt búinn að skoða Tomahawk og sá að það var alveg rúmlega 26þ ódýrara að fá sent frá Amazon með öllu en að kaupa hjá Tölvulistanum/Tölvutek - rakst hins vegar á slatta af þráðum um framleiðslugalla í MSI borðum og margir að fá borð DOA en eflaust búið að vinna bug á því.
Síðast breytt af dannicroax á Mið 08. Maí 2024 14:39, breytt samtals 1 sinni.




T-bone
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf T-bone » Mið 08. Maí 2024 17:13

dannicroax skrifaði:
T-bone skrifaði:Eftir roooosalega miklar pælingar hjá mér í fyrra endaði ég á MSI MAG Z790 Tomahawk ddr5 og er mjög sáttur með það.

Ég er ekki djúpt í overclock en er svona að fikta pínu og vildi hafa möguleikann á því, og að gæðin væru alveg top notch.


Var einmitt búinn að skoða Tomahawk og sá að það var alveg rúmlega 26þ ódýrara að fá sent frá Amazon með öllu en að kaupa hjá Tölvulistanum/Tölvutek - rakst hins vegar á slatta af þráðum um framleiðslugalla í MSI borðum og margir að fá borð DOA en eflaust búið að vinna bug á því.



Ég byrjaði á að panta frá Amazon, ásamt skjákorti. m.2, ram og ýmsu.
Það móðurborð var DOA. Ég sá sjálfur hvar skemmdin var og hafði samband við Amazon og fékk að skila því, og ekki nokkurt vandamál við það. Fékk meira að segja meira endurgreitt en ég borgaði fyrir það í rauninni því að sendingarkostnaðurinn varð svo lítill hlutfallslega vegna þess að ég pantaði marga hluti.

Þá ákvað ég bara að kaupa það hérna heima til að vera pottþéttur.
Það virðist ekki vera stórt hlutfall borða sem koma DOA þó að það sé slatti af borðum, en þetta er líka fyrir ári síðan svo að þeir hljóta að vera búnir að laga þetta. Það var bara skemmt inní prentplötunni.

Ég ákvað þrátt fyrir þetta að kaupa annað eins borð því að internetið virtist vera sammála um að þau væru ekki að bila ef þau væru ekki DOA, og að þetta væru geggjuð móðurborð.


Mynd


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 644
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Tengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf agnarkb » Mið 08. Maí 2024 19:45

Asrock Steel Legend er rosalegt borð fyrir peninginn. Kemur t.d. fjórum eða fimm PCIe SSD diskum fyrir í því sem mér finnst alveg geggjað.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf jonfr1900 » Mið 08. Maí 2024 20:12

Ég er búinn að setja þá reglu, eftir reynslu að kaupa nýja tölvu að það er nauðsynlegt að velja móðurborð sem ræður við afl kröfur örgjörvans (mælt í W). Þannig að i5-14600K eða stærri þurfa þessi pro móðurborð sem eru með tveimur afl tengjum fyrir örgjörvann svo að þeir nái allt að 280W eða hvað þeir nota að fullu. Minni móðurborð virka en þá er örgjörvinn kannski ekki að keyra á fullu afli.
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 08. Maí 2024 20:13, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
dannicroax
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 23. Jan 2021 18:20
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborð skal velja?

Pósturaf dannicroax » Fim 09. Maí 2024 14:31

Þakkir allir, kann að meta inputtið!

Eftir miklar vangaveltur tók ég smá U-beygju og ákvað að gefa AMD séns með því að panta mér Gigabyte X670E Aorus Pro X og Ryzen 7 7800X3D:

https://www.gigabyte.com/Motherboard/X6 ... S-PRO-X#kf