Er einhver hér sem veit hvort Nova sé með viðskiptavini sína á CGNAT?
Er að setja upp VPN tengingu í gegnum Wireguard og að einhverjum sökum næ ég þessu ekki í gegn. Ég fór eitthvað að skoða þetta og CGNAT gæti mögulega verið vandamál í þessu tilfelli ef það er virkt.
Fyrirfram þakkir
Snævar
CGNAT og Nova
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 114
- Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
- Reputation: 10
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
CGNAT og Nova
PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
Re: CGNAT og Nova
Í einhverjum tilfellum er það svoleiðis já. Þú getur óskað eftir því að vera fluttur yfir á public IP ef það er að aftra þér (þér að kostnaðarlausu).
Ekki víst að þú sért á svoleiðis samt, en myndi heyra í þjónustuveri/netspjalli.
Ekki víst að þú sért á svoleiðis samt, en myndi heyra í þjónustuveri/netspjalli.
Síðast breytt af orn á Mið 21. Feb 2024 11:11, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 114
- Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
- Reputation: 10
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
Takk kærlega fyrir svörin.
Fékk þetta svar frá Nova þegar ég spurði hvort fyrirtækjanet væri á CGNAT:
,,Fyrirtækjanetið okkar eru á public tengingu þannig við erum ekki að rúlla þær út á nattaðari tölu"
Fékk þetta svar frá Nova þegar ég spurði hvort fyrirtækjanet væri á CGNAT:
,,Fyrirtækjanetið okkar eru á public tengingu þannig við erum ekki að rúlla þær út á nattaðari tölu"
PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
Re: CGNAT og Nova
Fyrirtækjatengingar eiga ekki að vera á CGNAT, það er rétt. Ef fyrirtæki kaupir einstaklingstengingu gæti það gerst samt. Ef það er tilfellið, þá þarf að double tékka. Ættir að sjá það samt á myip.is eða sambærillegu ef þú skoðar hostname á bakvið ip töluna.
Síðast breytt af orn á Mið 21. Feb 2024 13:22, breytt samtals 1 sinni.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
Afhverju eru þessu ekki bara hent út á IPv6 í stað þess að vera með suma kúnna á NAT og aðra ekki?
Er vandamálið en að kerfi Ljósleiðarans eru ekki tilbúin?
Er vandamálið en að kerfi Ljósleiðarans eru ekki tilbúin?
Re: CGNAT og Nova
Því miður held ég að netmenn á Íslandi líti almennt à ipv6 sem einhverja bôlu, og ef þeir bara gera ekkert muni þetta líða hjá.
Það eru komin yfir 10 ár frá því það hefði verið hægt að byrja phased rollout samhliða endurnýjun búnaðar. Ég vona bara innilega að menn hafi haft vit á að amk kaupa inn búnað sem styður þetta síðustu árin, svo það þurfi ekki að fara í allsherjar útskipti, sér í lagi á t.d leigu routerum.
En, mig grunar það muni þurfa lagasetningu á þingi, eins og gert var í USA, áður en stóru isparnir byrja að hreyfa sig.
Það eru komin yfir 10 ár frá því það hefði verið hægt að byrja phased rollout samhliða endurnýjun búnaðar. Ég vona bara innilega að menn hafi haft vit á að amk kaupa inn búnað sem styður þetta síðustu árin, svo það þurfi ekki að fara í allsherjar útskipti, sér í lagi á t.d leigu routerum.
En, mig grunar það muni þurfa lagasetningu á þingi, eins og gert var í USA, áður en stóru isparnir byrja að hreyfa sig.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
Spyr sá sem ekki veit, skiptir það okkur einhverju máli hvort viið tengjumst með ipv4 eða ipv6?
Re: CGNAT og Nova
GuðjónR skrifaði:Spyr sá sem ekki veit, skiptir það okkur einhverju máli hvort viið tengjumst með ipv4 eða ipv6?
Svar frá þeim sem lítið veit, IP4 tölurnar duga ekki fyrir heiminn, CGNAT er leið til þess að nota eina ytri tölu fyrir margar innri, svipað eins og heimanetið hjá þér. IP6 styður svo fáranlega mikið af tölum að þetta þarf ekki með því.
Síðast breytt af TheAdder á Fim 22. Feb 2024 10:27, breytt samtals 1 sinni.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
TheAdder skrifaði:GuðjónR skrifaði:Spyr sá sem ekki veit, skiptir það okkur einhverju máli hvort viið tengjumst með ipv4 eða ipv6?
Svar frá þeim sem lítið veit, IP4 tölurnar duga ekki fyrir heiminn, CGNAT er leið til þess að nota eina ytri tölu fyrir margar innri, svipað eins og heimanetið hjá þér. IP6 styður svo fáranlega mikið af tölum að þetta þarf ekki með því.
Ahh auðvitað, svona eins og að vera takmarkaður með 255 innra nets ip tölur. td. 192.168.1.~255
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
GuðjónR skrifaði:Ahh auðvitað, svona eins og að vera takmarkaður með 255 innra nets ip tölur. td. 192.168.1.~255
Bara svona til að setja tölur í samhengi, eða reyna það
IPv4 vistfang er á 32-bita formi eða um 4.3 milljarðar IP talna
IPv6 vistfang er á 128-bitaformi eða um 340 sextiljónir IP talna, semsagt 39 stafa löng tala, það eru um 4 milljarðar talna í boði á hvert mannsbarn á jörðinni
Oft er miðað við í IPv6 að venjulegum notanda er úthlutað /64 neti, í sumum tilfellum alveg niður í /48 neti og allt þar á milli. /64 net gefur þér sem notanda einhverjar 18 trilljónir talna til umráða. Í sjálfu sér væri nóg fyrir alla notendur að fá úthlutað /100 neti en það inniheldur 268 milljónir IP talna sem þú hefðir til umráða sem public tölur á Internetinu
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
thorhs skrifaði:Því miður held ég að netmenn á Íslandi líti almennt à ipv6 sem einhverja bôlu, og ef þeir bara gera ekkert muni þetta líða hjá.
Það eru komin yfir 10 ár frá því það hefði verið hægt að byrja phased rollout samhliða endurnýjun búnaðar. Ég vona bara innilega að menn hafi haft vit á að amk kaupa inn búnað sem styður þetta síðustu árin, svo það þurfi ekki að fara í allsherjar útskipti, sér í lagi á t.d leigu routerum.
En, mig grunar það muni þurfa lagasetningu á þingi, eins og gert var í USA, áður en stóru isparnir byrja að hreyfa sig.
Nova býður uppá IPv6 á ljósleiðara. Þar sem að IPv4 fer einmitt í CGNat
Re: CGNAT og Nova
depill skrifaði:Nova býður uppá IPv6 á ljósleiðara. Þar sem að IPv4 fer einmitt í CGNat
Rétt. Það eru ekki allir á ljósleiðara í CGNAT, en allir á CGNAT fá IPv6 tölu líka. Vonandi IPv6 í boði fyrir alla von bráðar.
Síðast breytt af orn á Fim 22. Feb 2024 12:23, breytt samtals 1 sinni.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
orn skrifaði:depill skrifaði:Nova býður uppá IPv6 á ljósleiðara. Þar sem að IPv4 fer einmitt í CGNat
Rétt. Það eru ekki allir á ljósleiðara í CGNAT, en allir á CGNAT fá IPv6 tölu líka. Vonandi IPv6 í boði fyrir alla von bráðar.
Þarf ekki að biðja um að virkja IPv6?
Re: CGNAT og Nova
Ekki ef þú ert á CGNAT. Þá ættirðu að vera líka með IPv6 tölu. Ákveðin svæði eru þegar orðin IPv6-vædd óháð CGNAT. Fleiri svæði munu svo bætast við þegar þau eru tilbúin.
Síðast breytt af orn á Fim 22. Feb 2024 13:17, breytt samtals 1 sinni.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: CGNAT og Nova
orn skrifaði:Ekki ef þú ert á CGNAT. Þá ættirðu að vera líka með IPv6 tölu. Ákveðin svæði eru þegar orðin IPv6-vædd óháð CGNAT. Fleiri svæði munu svo bætast við þegar þau eru tilbúin.
Áhugavert, veistu hvaða Access Mode á að nota? Ég er tengdur á Ljósleiðaranum og líklega inná Múlastöð sem líklega væri ready fyrir þetta. Ég er fá tölu þegar Access Mode er á 6rd og líka ef ég nota DHCPv6. Annað þeirra gefur /64 net og hitt /128 en fæ enga traffík þarna í gegn
Re: CGNAT og Nova
Nei því miður. Ég hef ekki fiktað í þessu hjá mér. Þú átt að fá úthlutað IP tölu á routerinn þinn og svo fær hann net til að úthluta á tæki með prefix delegation. Man ekki hvort það er /64 eða /56. En það er bara ef þú ert á svæði þar sem búið er að virkja / á CGNAT.
Síðast breytt af orn á Fim 22. Feb 2024 23:34, breytt samtals 1 sinni.