Network droppar úr 1 Gb í 100 mb


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf Siggihp » Lau 30. Des 2023 22:39

Sæl veriði,

Ég er að berjast við skrítið vandamál í net hraða hjá mér.

Ég er með Pfsense router og tvo aðgangspunkta, 1 Netgear pro gaming nighthawk xr500 sem er búinn að virka fanta vel sem Access Point og er að gefa mér 480mb niðurhal og upp. Svo í hinum enda hússins, tengt með snúru í gegnum háaloftið og niður inná skrifstofu í vegg tengil, er ég með ASUS router RT-N56U, sem Access Point og nota portin á honum sem switch fyrir borðtölvu og server.

Asus routerinn var búinn að vera capped í 100 mb í langan tíma, þangað til ég skipti um snúru úr vegg í router 22.des, þá fór snúrutengdu tækin upp í 500 mb, wifi hraðinn ekki alveg þar en náði yfir 100mb.

Þetta dugði til 26.des, þá datt hraðinn aftur niður í 100mb

kvöldið 27.des ákvað ég að taka Asus útúr lúppunni og setti zyxel switch í skrifstofuna svo að veggtengillinn fór í switch, access point, borðtölva og server í switch og hraðinn flaug upp í 900mb

Það dugði ekki nema til 18 daginn eftir og datt aftu rniður í 100mb.

Hvað getur verið að valda þessu?
sjá mynd
https://photos.app.goo.gl/GvmzUR3qnDDtKrGFA




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf Diddmaster » Sun 31. Des 2023 00:03

Hef lent í svipuðu þá var snúran skemd hefði þurft að stitta hana um nokrasentimetra en þegar ég var að fikta í þessu lagaðist þetta í smá tíma fór alveg þegar ég skifti um snúru. Spurning hvort krumpið sé að feila hjá þér fiktaðu í snúrunni


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf TheAdder » Sun 31. Des 2023 09:41

Skoðaðu hvort það er nokkuð Cat 5 snúra að flækjast fyrir þér einhvers staðar, ég lenti í að meters cat 5 patch snúra, setti tengingu hjá mér niður í 100Mb.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf Siggihp » Sun 31. Des 2023 09:45

TheAdder skrifaði:Skoðaðu hvort það er nokkuð Cat 5 snúra að flækjast fyrir þér einhvers staðar, ég lenti í að meters cat 5 patch snúra, setti tengingu hjá mér niður í 100Mb.


En Myndi hraðinn þá nokkuð ná einhvern tíma upp fyrir 100mb yfir höfuð..




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf TheAdder » Sun 31. Des 2023 11:57

Siggihp skrifaði:
TheAdder skrifaði:Skoðaðu hvort það er nokkuð Cat 5 snúra að flækjast fyrir þér einhvers staðar, ég lenti í að meters cat 5 patch snúra, setti tengingu hjá mér niður í 100Mb.


En Myndi hraðinn þá nokkuð ná einhvern tíma upp fyrir 100mb yfir höfuð..

Held það geti farið eftir búnaði, gæti verið að downgrade-a eftir smá tíma út af errors. Educated guess hjá mér samt, er alls enginn sérfræðingur á þessu sviði.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf bigggan » Sun 31. Des 2023 13:12

Þetta heyrist ut sem snúruvandamál, hjá mer lika gerðist þetta og þá var búinn að tengja vitlaust tengið i vegginn einum stað og ég notaði litakóða sem ég fann á netinu til þess að skoða hvort tengin voru vitlaus.

Mundi fyrst skoða öll tengin og skoða hvort þau eru ekki rett tengd (og öll tengd eins með annaðhvort A eða B, má ekki nota bæði!), þau eru lágspenna svo þú mátt tengja þessu sjálfur, en getur verið þú þarft verkfæri.

Ef þetta virkar ekki þá mundi ég endurdraga allar virarnir sem þú ert með, með sömu merking td Cat6 eða betri, liklegt að það er skemd á snúrinni einhverstaðar.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 31. Des 2023 14:33

Spurning að prófa að tengja beint við Pfsense router port og athuga hvort vandamál sé líka þegar þú ert beintengdur þar.

Er þetta homebrew pfsense router (borðtölva með mismunandi netkortum) og er þetta tölva með stuðning fyrir Pfsense (bæði netkort og hardware).


Just do IT
  √


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Network droppar úr 1 Gb í 100 mb

Pósturaf Siggihp » Sun 31. Des 2023 15:15

Þetta er mini tölva sem ég keypti af Ali, sérstaklega gerð fyrir pfsense.
Wifið hinum megin í húsinu hegðar sér ekki svona.
Pfsense tengist í managed tp link switch, og þaðan tengist netgear access punkturinn og gefur 500mb wifi.
Skrifstofan fær snúru úr switch upp á háaloft og niður aftur í wall port og þaðan í unmanaged switch sem fór í 900 og droppaði svo í 100mb einsog Asus hafði gert