Ég var aðeins að uppfæra hjá mér tölvuna og var að skipta um harðan disk (sem var síðan kannski ekki bilaður). Ég keypti Asus TUF GTX1650 OC 4GD6-P Gaming skjákort (þar stendur viðmiðunarstærð aflgjafa 300W) til þess að skipta út litla skjákortinu sem ég hef verið að nota hingað til. Þegar ég keyri 1 ssd og síðan tvo 4TB harða diska og eitt dvd drif (sem er einnig skrifari). Þá fara þeir að virka illa. Ef ég tek annan harða diskinn úr sambandi. Þá gerist þetta ekki og sá harður diskur sem er í sambandi virkar án vandamála.
Ég er með 600W aflgjafa og hingað til hefur það virkað en það hefur allt verið með minni vélbúnaði. Ég veit ekki hvort að það mundi duga fyrir mig að taka dvd drifið úr sambandi til þess að laga þetta. Þó væri gott að heyra hvað ég þarf að stækka aflgjafann hjá mér mikið í tölvunni. Ég er að sjá 750W til 1000W aflgjafa til sölu hjá tölvulistanum sem eru á sæmilegu verði. Stærri en það eru komnir í verðflokka sem ég hef ekki efni á (og eru uppseldir).
Takk fyrir aðstoðina.
Of lítill aflgjafi?
-
- has spoken...
- Póstar: 185
- Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
- Reputation: 31
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Hefuru prófað að setja allt sem er í kassanum hérna inn ?
https://outervision.com/power-supply-calculator
https://outervision.com/power-supply-calculator
-
- Nörd
- Póstar: 124
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 32
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Aflgjafar missa afl með tímanum en það er ekki mikið. Mest líklegast er einn reilinn í of mikilli notkunn, tildæmis 3.3v eða 5v. flestir harðir diskar geta notað bara 12v. þannig að prófa millistykki eins og https://kisildalur.is/category/24/products/1689 . Mæli annars bara með stærri PSU.
Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Andri Þór H. skrifaði:Hefuru prófað að setja allt sem er í kassanum hérna inn ?
https://outervision.com/power-supply-calculator
Þetta segir svona gróft 402W. Ég athugaði tegundina af aflgjafanum sem ég er með og hann er skráður sem 500W til 750W en ég er líklega með 600W útgáfuna. Þetta erCool Master 600 230V. Það er ekkert að hörðu diskunum þegar aðeins einn er í sambandi en ef ég set báða í samband þá hætta þeir að virka rétt. Ég hef verið með tvo harða diska í lengri tíma en með minna skjákort án vandamála. Mig grunar sterklega að aflgjafinn hjá mér sé að valda þessu. Þar sem ég er með tvo 4TB harða diska og þeir taka samtals 18W af afli. Fyrir utan skjákortið (300W). Þá er annað í tölvunni hjá mér líklega meira en 300W samtals og því fer allt í klessu þegar ég tengi tvo harða diska.
Þá er bara eftir að finna út hversu hátt ég þarf að fara. Ég var að spá í 1000W aflgjafa til að vera alveg öruggur. Ég var að spá í þennan hérna, Corsair RM1000x Modular aflgjafi 80P Gold (tl.is)
-
- has spoken...
- Póstar: 185
- Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
- Reputation: 31
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
jonfr1900 skrifaði:Andri Þór H. skrifaði:Hefuru prófað að setja allt sem er í kassanum hérna inn ?
https://outervision.com/power-supply-calculator
Þetta segir svona gróft 402W. Ég athugaði tegundina af aflgjafanum sem ég er með og hann er skráður sem 500W til 750W en ég er líklega með 600W útgáfuna. Þetta erCool Master 600 230V. Það er ekkert að hörðu diskunum þegar aðeins einn er í sambandi en ef ég set báða í samband þá hætta þeir að virka rétt. Ég hef verið með tvo harða diska í lengri tíma en með minna skjákort án vandamála. Mig grunar sterklega að aflgjafinn hjá mér sé að valda þessu. Þar sem ég er með tvo 4TB harða diska og þeir taka samtals 18W af afli. Fyrir utan skjákortið (300W). Þá er annað í tölvunni hjá mér líklega meira en 300W samtals og því fer allt í klessu þegar ég tengi tvo harða diska.
Þá er bara eftir að finna út hversu hátt ég þarf að fara. Ég var að spá í 1000W aflgjafa til að vera alveg öruggur. Ég var að spá í þennan hérna, Corsair RM1000x Modular aflgjafi 80P Gold (tl.is)
Ég er með unraid server með 14stk hdd og 2stk nvm og er með þennan aflgjafa https://tl.is/corsair-rm850-hvitur-aflg ... 021-1.html
Er með APC varaaflgjafa sem segir að ég er að nota 126W
Reyndar ekkert skjákort núna en var með GTX1070 Ti á tímabili og ekkert vesen á 850W.
600W ætti að vera yfirdrifið fyrir þetta skjákort og 2 diska en líklegast er það bara að byrja bila.
Kannski overkill að fara í 1000W en klárlega velja 80Plus Gold samt.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Ég ákvað að kaupa 1000W aflgjafann. Það eru tvær ástæður. Ég er að fara í uppfærslur á næstu mánuðum og ég kaupi helst ekki tilbúnar tölvur. Þannig að þegar ég smíða nýju tölvuna þá færi ég aflgjafann bara yfir í nýju tölvuna. Það getur meira en verið að þessi aflgjafi sem ég er með núna sé byrjaður að bila. Nógu illa fer rafmagnsvesenið hérna fyrir norðan með ísskápa, tölvur, sjónvörp og fleira. Minn búnaður er ekkert undanþeginn þessu veseni.
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 14. Nóv 2023 01:33, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 185
- Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
- Reputation: 31
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Það hvarlaði að mér að ég sé mögulega með 500W útgáfuna. Ég man ekkert hvenær ég keypti þennan aflgjafa sem ég er með núna en það eru nokkur ár síðan.
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Þetta er nánast örugglega bilaður aflgjafi, 500-600W er alveg yfirdrifið fyrir það sem þú ert með.
Það sem ég er með í undirskrift er að rúlla frekar létt á þessum 860W aflgjafa.
Þannig að þetta er miklu frekar spurning um gæði frekar en wattamagn.
Það sem ég er með í undirskrift er að rúlla frekar létt á þessum 860W aflgjafa.
Þannig að þetta er miklu frekar spurning um gæði frekar en wattamagn.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Ég er með Eld gamlan AX760 á mitt build. Minnir að psu calculator hafi talað um 650W á fullu álagi.
Ef ráðlegging psu calculator gengur ekki upp , þá ertu með psu með fake uppgefnar W tölu.
Ef ráðlegging psu calculator gengur ekki upp , þá ertu með psu með fake uppgefnar W tölu.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
jonsig skrifaði:Ég er með Eld gamlan AX760 á mitt build. Minnir að psu calculator hafi talað um 650W á fullu álagi.
Ef ráðlegging psu calculator gengur ekki upp , þá ertu með psu með fake uppgefnar W tölu.
Ég fæ nýjan aflgjafa á morgun. Þá sé ég hvaða tala er gefin upp á honum. Ég athugaði kvittanir hjá mér og sé að ég keypti þennan aflgjafa árið 2021.
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 14. Nóv 2023 23:19, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Tæknilega best að hafa ekki of stóran aflgjafa til að fá sem mest fyrir rafmagnið.
Veit að AX aflgjafinn ræður við 100% álag 24/7. En mikið af þessu rusli til sölu er gefið upp fyrir alls konar osomness en ráða ekki við mikinn djöfulgang..
Veit að AX aflgjafinn ræður við 100% álag 24/7. En mikið af þessu rusli til sölu er gefið upp fyrir alls konar osomness en ráða ekki við mikinn djöfulgang..
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of lítill aflgjafi?
Nýr aflgjafi kominn í tölvuna og ekkert vesen á hörðu diskunum hjá mér lengur.