Nariur skrifaði:Stutturdreki skrifaði:GullMoli skrifaði:kizi86 skrifaði:Hizzman skrifaði:breytti ekki miklu hjá mér að fara úr 50Mb 'ljósneti' í 1Gb - just sayin...
bara það að sækja einn leik á playstation, eða steam i pc, breytir miiiiklu um hversu fljótt þú getur byrjað að spila eftir að hafa keypt leikinn. segjum að leikurinn er 100GB að stærð; með 50Mbit/sek tengingu, þá ertu 4klst 26mín 40 sek að sækja leikinn, en ef þú ert með 1Gbit tengingu þá ertu 13 mín 20 sek að sækja sama leik...
breytti svaðalega miklu fyrir mig að fara úr 8MBit adsl upp í 100Mbit ljós, og svo breytti ennþá meira að fá 1Gbit, og að fá 10Gbit verður örugglega jafn mikið stökk, ef ekki meira. að geta sótt leiki, myndir eða hvað sem er, á augnabliki, verður bara gaman
Svo lengi sem þú ert ekki að fara reyna niðurhala þessu á snúningsdisk
Svo lengi sem útgefandandin/dreifingaraðilinn (steam/playstation/etc) getur boðið upp á 10Gbit upload fyrir þúsundir samtíma notenda. Eða eru þeir farnir að nýta sér eitthvað eins og torrent?
Það breytir viða litlu fyrir þá. Þeir eru enn að deila jafn milu efni, bara til færri notenda í einu af því að þeir eru 10 sinnum fkjótari að DL-a. Þ.e. 10 sinnum meiri hraði per natanda, en 10 sinnum færri notendur = sama total bandvídd.
Það þarf alltaf að deila bandvíddinni til allra sem sækja efnið á sama tíma. Notendafjöldinn verður ekki minni þótt % af honum gæti tekið styttri tíma í að downloada. Upload bandvídd hýsendans verður ekki heldur stærri þótt download bandvídd sumra notenda stækkar.
Frá t.d. 100G upload link fá 10 manns með 10G link ekki allan hraðan fyrir sjálfan sig bara svo þeir geti klárað fyrr.
Á álagstíma við launch á nýjum leik eða stórri uppfærslu mun eflaust allir á svipuðu svæði og svipuðum tíma upplifa sama takmarkaða hraðann óháð hve hratt gáttin þeirra getur downloadað.
Við þekkjum það nú vel hérna á flöskuhálseyjunni okkar góðu.