Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf Snaevar » Lau 21. Okt 2023 21:12

Sælir vaktarar

Hafið þið einhverja reynslu af því að panta harða diska af erlendum vefverslunum (e. B&H, Amazon, Overclockers etc.)
Ef svo, hvar pöntuðuð þið? Og hvernig var ásigkomulagið á vörunni þegar hún var komin til landsins? Er aðallega að pæla hvar er best að panta, varðandi verð og hversu vel diskarnir eru pakkaðir inn fyrir sendingu :)


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 669
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 44
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf Oddy » Lau 21. Okt 2023 21:45

Ég hef pantað frá overclockers margskonar hluti, bæði stóra og litla en þetta hefur allt verið í fínasta lagi. Sama saga af computeruniverse og þess háttar síðum, allt í flottu standi.




Selsker
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 17. Okt 2015 13:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf Selsker » Sun 22. Okt 2023 10:35

Hef pantað nokkra í gegnum amazon í plex serverinn hjá mér. Allt gengið vel fyrir sig og mun ég gera þetta áfram á meðan það munar svona miklu í verði á diskum úti vs hérna heima.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3167
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 22. Okt 2023 11:58

Keypti 16 TB Seagate Exos x16 af Computer Universe 22.Desember 2022. Ákvað að borga fyrir Premium pakkningu en notaði Standard delivery.

Kostaði 254,65 evrur >> 39926 kr + 10121 >> 50.047 kr

Mynd

Mynd

Var mjög vel pakkaður inn eins og sést á stærð á kassa og var einangraður með fullt af pappa inní kassanum og ef ég man rétt einnig einhvers konar einangrunarplasti. Var kominn til landsins 5.Janúar.
Mynd
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 22. Okt 2023 11:58, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf Snaevar » Sun 22. Okt 2023 12:19

Vissi ekki að það væri hægt að borga fyrir Premium pakkningu hjá computeruniverse, ætla að skoða það aðeins betur :)
Amazon og Overclockers líta líka út fyrir að vera frekar góðir valkostir.
Takk fyrir ráðleggingarnar!


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Panta HDD erlendis og senda til Íslands

Pósturaf russi » Sun 22. Okt 2023 12:51

Hef notað Amazon í þetta, þá Amazon.de... allt uppá 10.

Snilldin við amazon.de er þar eru öll verð með þýskum skatti sem er svipaður og sá íslenski, fær því raunverð eiginlega