Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Pósturaf depill » Mið 27. Sep 2023 12:39

urban skrifaði:Væri gaman ef að þeir væru spurðir að því hvernig það að ég fái 10 gbits heim til mín eigi að auka landsframleiðslu.


nidur skrifaði:Þetta er nú ekki flókið. Míla er seld á þessum tímapunkti vegna þess að þeir geta sýnt fram á enn meiri hagnað næstu árin með meira vöruúrvali.
Hærri tengigjöldum hjá einstaklingum.

Og núna er verið að vinna í því að sannfæra okkur um að þessi hraði sé nauðsynlegur.

Það er ekki hægt að vera með hægara net en nágranninn.

Háhraða netið í ísskápinn á ekki eftir að skila miklu í landsframleiðsluna, en 50þús kr. á hverja fjölskyldu aukalega á ári skilar alveg 5 milljörðum til fjarskiptafyrirtækjanna.


Mér finnst svona athugasemdir yfirleitt dæma sig sjálfar. Það er þráður hérna frá 2013 um hvernig 400 Mb/s tengingar eru ekki að fara gera neitt, hvernig skrifhraði á HDD er bottleneck o.s.frv.

Í dag nota ég leikandi 1 Gbps heima hjá mér. Árið 2012 var enn verið að shippa routerum með 100 Mbps portum, með CPUs sem eiginlega áttu ekki séns í það einu sinni.

Og varðandi kostnaðinn og þetta með Mílu, einingaverðin eru búin að lækka mjööög mikið á svona háhraðatengingum hjá Mílu og bettið er mjög greinilega að auka adoption og fá meiri notkun, jaðarkostnaðurinn virðist vera lágur.

Enn ég gæti séð þetta á fullt af vegum.

Til dæmis störf sem var ekki hægt að vinna einfaldlega á Íslandi geta nú unnist á Íslandi þar sem aðgengið að þessum tengingum er betra ( þetta gæti verið fyrir fyrirtæki )
Heimavinna sem verður aðgengilegri
Með meiri skýjanotkun gæti orðið einfaldara að nota alla þessa bandbreidd
VR/AR applications

Og örugglega fullt af hlutum sem mér hefur ekki dottið í hug. Gagnamagnið og gagnahraðinn er bara að aukast og mér finnst frábært að við á litlu eyjunni Ísland fáum að vera svona framarlega í þróununni. Ég verð örugglega ekki með í fyrsta fasa, enn hef alveg á hug að ljósleiðaravæða innanhúslagirnar í húsinu mínu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Pósturaf urban » Mið 27. Sep 2023 12:49

depill skrifaði:
urban skrifaði:Væri gaman ef að þeir væru spurðir að því hvernig það að ég fái 10 gbits heim til mín eigi að auka landsframleiðslu.


nidur skrifaði:Þetta er nú ekki flókið. Míla er seld á þessum tímapunkti vegna þess að þeir geta sýnt fram á enn meiri hagnað næstu árin með meira vöruúrvali.
Hærri tengigjöldum hjá einstaklingum.

Og núna er verið að vinna í því að sannfæra okkur um að þessi hraði sé nauðsynlegur.

Það er ekki hægt að vera með hægara net en nágranninn.

Háhraða netið í ísskápinn á ekki eftir að skila miklu í landsframleiðsluna, en 50þús kr. á hverja fjölskyldu aukalega á ári skilar alveg 5 milljörðum til fjarskiptafyrirtækjanna.


Mér finnst svona athugasemdir yfirleitt dæma sig sjálfar. Það er þráður hérna frá 2013 um hvernig 400 Mb/s tengingar eru ekki að fara gera neitt, hvernig skrifhraði á HDD er bottleneck o.s.frv.

Í dag nota ég leikandi 1 Gbps heima hjá mér. Árið 2012 var enn verið að shippa routerum með 100 Mbps portum, með CPUs sem eiginlega áttu ekki séns í það einu sinni.

Og varðandi kostnaðinn og þetta með Mílu, einingaverðin eru búin að lækka mjööög mikið á svona háhraðatengingum hjá Mílu og bettið er mjög greinilega að auka adoption og fá meiri notkun, jaðarkostnaðurinn virðist vera lágur.

Enn ég gæti séð þetta á fullt af vegum.

Til dæmis störf sem var ekki hægt að vinna einfaldlega á Íslandi geta nú unnist á Íslandi þar sem aðgengið að þessum tengingum er betra ( þetta gæti verið fyrir fyrirtæki )
Heimavinna sem verður aðgengilegri
Með meiri skýjanotkun gæti orðið einfaldara að nota alla þessa bandbreidd
VR/AR applications

Og örugglega fullt af hlutum sem mér hefur ekki dottið í hug. Gagnamagnið og gagnahraðinn er bara að aukast og mér finnst frábært að við á litlu eyjunni Ísland fáum að vera svona framarlega í þróununni. Ég verð örugglega ekki með í fyrsta fasa, enn hef alveg á hug að ljósleiðaravæða innanhúslagirnar í húsinu mínu.


Já auðvitað eru stærri nettengingar ekkert nema framtíðin.
Það er alveg gefið mál.

ég var eingöngu að spá í því hvernig það á að auka landframleiðslu að stækka heimatengingar núna, ekki eftir 5 - 20 ár, heldur í dag á árinu 2023.

Fyrirtæki sem að þurfa stærri tengingar en 1 Gbits eru óhemju mörg og sjálfsagt lang flest þeirra með aðgang að stærri tengingu ef að þau vissulega þurfa þess.

Auðvitað eru einhverjir sem að geta alveg nýtt meiri hraða en 1 Gbits heima hjá sér, það eru alger undantekningartilvik samt sem áður einsog staðan er núna og það sem að ég var að gagnrýna með þessum pósti hjá mér er einmitt að blanda saman fyrirtækjum og heimatenginum í þessum pósti.

Það ætti að vera alveg augljóst mál að stærri tengingar fyrir fyrirtæki er ekkert nema sjálfsagt mál og ofureðlilegt.

En málið er bara að ég var ekki að ræða fyrirtæki, ég var einmitt að ræða það að stækka úr 1 Gbits í 10 Gbits fyrir heimili sé ekki að fara að skila aukningu á landsframleiðislu.

Eða allavega er ég einfaldlaga of vitlaus til að skilja hvernig það ætti að gerast.
Ef að þið eruð ósammála mér, þá megiði alveg endilega útskýra það fyrir mér.

Helst einsog ég sé 5 ára :D

EDIT****
já og svo smá viðbót
depill skrifaði:
Í dag nota ég leikandi 1 Gbps heima hjá mér.


Spurning.
Í hvað ert þú að nota 1 Gbits leikandi heima hjá þér sem að EYKUR LANDSFRAMLEIÐSLU ?
Vegna þess að þetta var alveg aðalpunkturinn sem að við erum að benda á hérna.

Ef að ég væri ennþá download fíkill einsog ég var þegar að ég var að reka Tengil á sínum tíma eða þegar að DC++ var uppá sig besta og svo á torrent eftir það, þá var ég alveg klárlega að full nýta mína tengingu og hefði alveg hiklaust getað nýtt stærri.

En ekkert við það sem að ég var að nýta þessa tengingu í kom nálægt því að auka landsframleiðslu.

Einsog nidur kemur inná, þá er sjálfsagt ótrúlega stór prósenta af fólki sem að kemur til með að nýta þessi 10 Gbits umfram 1 Gbits örugglega hérna inni.
En hversu margir væru að nýta hana í eitthvað nytsamlegt fyrir þjóðfélagið er allt annað mál.

Við erum engan vegin að gagnrýna stærri tengingar, ég var bara að gagnrýna þetta með að stækkun úr 1 Gbits í 10Gbits til heimila sé að fara að skila einhverju til ríkisins, til að auka landframleiðslu á næstu mánuðum.

Semsagt spurningin er, enn og aftur.

Hvað í ósköpunum er fólk að gera á heimilistenginu í dag þar sem að 1 Gbits heldur aftan af fólki að auka landsframleiðslu.
Aftur, þá má endilega útskýra það fyrir mér einsog ég sé 5 ára.

Ég er augljóslega alltof vitlaus til að átta mig á því.
Dauðlangar að vita hvað ég er að gera svona vitlaust á netinu heima hjá mér, tek klárlega þátt í því að auka landframleiðslu ef að ég kemst að því.
Síðast breytt af urban á Mið 27. Sep 2023 20:00, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Pósturaf Langeygður » Mið 27. Sep 2023 16:06

Bæði er þetta kostnaður og ekki fyrir mílu, fyrirtæki sem þurfa 10gbit tengingar var þetta til boða fyrir talsvert meiri pening.
Til að supplya þessum fyrirtækjum þurfti Míla að starfrækja 2 net, eitt háhraða 10gb og annað fyrir heimili 1gb.
Núna sameinar Míla þetta í eitt net infrastructure og getur keypt allan endabúnað í einu en ekki 2 hlutum og það örugglega talsvert ódýrara en áður.
Núna geta þeir boðið fyrirtækjum sem ekki vildu eyða talsvert meiri pening að eyða aðeinsmeiri pening og verið með betri tengingu við skýja lausnir og móður fyrirtæki í útlöndum.
Þetta kemur örugglega betur út fyrir þá fjárhagslega og gefur þeim meira aðlaðandi eignasafn ef kemur til sölu seinna meir.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Míla að koma með 10gbit ljóstengingar heim

Pósturaf nidur » Mið 27. Sep 2023 16:28

depill skrifaði:Mér finnst svona athugasemdir yfirleitt dæma sig sjálfar. Það er þráður hérna frá 2013 um hvernig 400 Mb/s tengingar eru ekki að fara gera neitt, hvernig skrifhraði á HDD er bottleneck o.s.frv..


Veit ekki alveg hvaða athugasemd ég kom með sem þú ert óssamála.

En ég var ekki að tala um nettengda ísskápa í fyrirtækjum, heldur hjá venjulegu fólki.
Og það var sérstaklega talað um nettengda ísskápa í þessari grein þar sem talað var um aukningu á landsframleiðslu.

Ég held að flestir á vaktinni væru til í 10gbit, og eflaust líklegasti markhópurinn til að borga meira fyrir, og líka líklegasti hópurinn sem skilur hvernig þetta virkar og meira segja með búnað margir sem styðja þetta nú þegar, þar með talið ég.

Verð á interneti fyrir fyrirtæki hefur verið algjört rugl, kannski kemur núna lækkun á verði sem gæti breytt miklu í efnahagslífinu.

Meiri hraði er einnig eðlileg þróun í þessum hlutum, eins og depill bendir á.

Og ég mun stækka tenginuna mína þegar ég þarf þess.