Ég ætla að endurnýja skjákortið og skjáinn hjá mér í Október eða Nóvember. Ég er með frekar gamalt móðurborð sem styður bara 1 x PCI Express 3.0/2.0 x16 slot og 1 x PCI Express 2.0 x1 slot.
Ég veit að ég þarf nýtt skjákort þar sem svartir flekkir eru farnir að koma fram hjá mér handahófst kennt. Það bendir til þess að GPU á kortinu sé farið að gefast upp. Það kemur ekki á óvart þar sem ég nota BOINC til þess að leysa úr gögnum sem tengjast vísindarannsóknum þegar tölvan er ekki í notkun. Þetta brennir út ódýrari GPU frekar hratt hjá mér.
Síðan þarf ég að vita hvað hentar í skjám með þetta (þar sem það hafa orðið breytingar á skjákortum og tengjum). Skjárinn sem ég er með núna er orðinn 10 ára gamall og ég þarf að skipta um. Ætla bara að færa þennan skjá í önnur verkefni þar sem reynir ekki svona mikið á hann (kannski).
Nýr Skjár og skjákort
-
- has spoken...
- Póstar: 155
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 42
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr Skjár og skjákort
Hvaða þarfir hefurðu? Hvaða performance viltu fá úr BOINC? Hvaða örgjörva ertu með? Hvað viltu eyða miklu? Hvaða upplausn viltu keyra? Hvað gerirðu helst fyrir framan tölvuna? Spilarðu leiki? Hvaða leiki?
Þegar þetta liggur fyrir þá færðu fullt af ráðleggingum og að PIC-E 3.0x16 er mestmegnis skítnóg.
Þegar þetta liggur fyrir þá færðu fullt af ráðleggingum og að PIC-E 3.0x16 er mestmegnis skítnóg.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2787
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 345
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr Skjár og skjákort
drengurola skrifaði:Hvaða þarfir hefurðu? Hvaða performance viltu fá úr BOINC? Hvaða örgjörva ertu með? Hvað viltu eyða miklu? Hvaða upplausn viltu keyra? Hvað gerirðu helst fyrir framan tölvuna? Spilarðu leiki? Hvaða leiki?
Þegar þetta liggur fyrir þá færðu fullt af ráðleggingum og að PIC-E 3.0x16 er mestmegnis skítnóg.
Ég er ekki að spila mjög nýja leiki. BOINC er bara að leysa úr gögnum þegar tölvan er ekki í notkun og notar bara það sem er í tölvunni. Þannig að það skiptir ekki öllu máli. Örgjörvinn sem er í tölvunni er ADM A6-7400K R5, 6 Compute Cores 2C+4G, 3500Mhz. Þetta er tveggja kjarna örgjörvi.