Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum


Höfundur
Aronfh97
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 12. Júl 2023 16:54
Reputation: 0
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf Aronfh97 » Fös 04. Ágú 2023 00:14

Vitið þið hvað þetta hvita er(pappinn ekki thermal pastið) og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum eða leyfa þvi að vera. Ég veit að þegar eg þreif gamla thermal pastið af örgjöfanum lenti partur af þvi undir “pappanum” og get ég ekki náð því undan “pappinn” virðist vel límdur og er ég smeikur að hann getur ollið skaða. Er buin að vera með þessa tölvu siðan 2011 og langar rosalega að koma henni i lag. Held þetta sé 3 tilraun mín og sú langstæðsta hingað til. Ákvað að taka test með nýtt thermal paste og leyfa “pappanum” að vera en mer finnst tölvan ennþá hittna svolitiðmikið. Er nokkuð viss um að þessi tölva hefur alltaf haft hitta vesen
IMG_0339.jpeg
IMG_0339.jpeg (2.32 MiB) Skoðað 3646 sinnum




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf Hlynzi » Lau 05. Ágú 2023 21:21

Grunar að þetta sé eitthvað til að vernda þéttana og þessa smáhluti sem sitja á örgjörvanum. Aðalmálið er að koma hitanum frá þessum silfurlituðu sem hitakremið var á, ef þú setur nýtt ætti ástandið að snarbatna, Athugaði samt að heatsinkið sé alveg pottþétt ryklaust, þú þarft að kippa viftunni oft frá til að það komi í ljós, hef tvisvar tekið viftuna frá og þar var bara motta af ryki fyrir öllum útblæstri í gegnum heatsinkið.


Hlynur


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf Hausinn » Lau 05. Ágú 2023 23:53

Það virðst eins og þessi örgjörvi hafi verið de-liddaður og frekar en að setja lokið aftur á hafi verið settur pappi til þess að vernda íhlutina um kringum rásirnar og kæling beint á. Veit ekki hvort það sé sniðugt að hafa pappa undir eitthvað sem getur hitnað eitthvað að viti.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 06. Ágú 2023 22:14

Heyrðu mig nú, mér finnst að þú hefðir strax átt að segja hvaða græja þetta er NÁKVÆMLEGA. Ég þykist vita að þetta er fartölva sennilega frá Dell en það hefðir þú strax átt að segja sem og hvaða fartölva, framleiðandi, módel og örgjörvi.

Þess utan giska ég á að þú þurfir engar áhyggjur að hafa ef þú hefur notað kælikrem sem leiðir EKKI rafmagn.
En plís, svona spurningar kalla á að menn veiti sem nákvæmastar upplýsingar um græjuna.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 06. Ágú 2023 22:58

Möguleikar:

1) Ryk á kæliplötum sem ekki hafa verið nægilega hreinsaðar.
2) Bilun í hitapípum. Þeas, þær eru ekki að leiða hita frá örgjörvanum í nægilegum mæli, td vegna vökvataps. Sennilega hægt að laga með einföldum aðferðum eða kaup á nýjum örgjörvakæli.
3) Ónýt vifta?
4) Eitthvað annað ...



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vitið þið hvað þetta er og hvort eg eigi að taka það af örgjöfanum

Pósturaf CendenZ » Mán 07. Ágú 2023 11:24

Ef þú vilt endilega halda í ferðavél frá 2011 myndi ég skipta út kæliviftum og elementinu í heild sinni. Legurnar í viftum líklegast fullar af ryki.