Hvaða skjákort?


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hvaða skjákort?

Pósturaf einikri » Fim 13. Júl 2023 14:21

Góðan og blessaðan daginn,

Nú er loks kominn tími á uppfærslu hjá mér, ég uppfærði örgjörvann (13700k), minnið (DDR5 6000mhz) og móðurborðið seinasta haust, og er þetta allt samankomið í Fractal design Torrent Compact kassa.

Nú langar mig mikið að uppfæra flöskuháls tölvunnar sem er gamla góða 2060 super skjákortið mitt og færa mig í eitthvað nútímavænna.

Ég spila mest Call of Duty og Rocket League (sem nánast er hægt að keyra á kartöflu held ég) og langar mikið að geta spilað leiki í betri gæðum án þess að vera að deala við alls konar framedrop sem núverandi skjákort er að bjóða mér upp á.
Ég er að notast við 1440p 165hz skjá við leikjaspilun og er með einn 1440p 60hz sem aukaskjá.

Nú veit ég einfaldlega ekki nóg um mun á skjákortum og það eru svo mörg mismunandi kort til staðar að ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér.

Er eitthvað sem menn myndu ráðleggja fyrir ofangreinda vél og það notagildi sem ég er horfa á, frekar en eitthvað annað?

Ég vil helst ekki endurnýja vélina neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár og því gott ef þteta væri þokkalega vænt til framtíðar.

Vil ég fara í Nvidia eða AMD? (Ég veit ekkert hvað þetta DLSS er eða rastirsation og hvort það er eitthvað sem skiptir mig máli.

Budget: Ég er staddur í Þýskalandi sem stendur og er alveg til í að teygja budget upp í 4080 (ef það er borðleggjandi það sem ég ætti að gera) en ég er líka alveg til að spara mér pening ef 4080 er algert overkill. 4080 er á c.a. 1150 evrur (175k krónur) og t.d. 4070ti er á 750 evrur (115k krónur)


Öll viðbrögð og ráðleggingar væru vel þegnar :)



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort?

Pósturaf Frost » Fim 13. Júl 2023 14:24

Ég er með 4070ti og nota 1440p 165 hz skjá. Hef ekki enn fundið þörfina fyrir öflugra skjákorti.
Síðast breytt af Frost á Fim 13. Júl 2023 14:25, breytt samtals 1 sinni.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort?

Pósturaf einikri » Fös 14. Júl 2023 09:41

Takk fyrir svarið, ég er einmitt á báðum áttum hvort ég ætti frekar að horfa á 4070ti eða 7900 xt/xtx, pæling hversu mikilvægt VRAM er til framtíðar og hvort líklegt sé að 12gb á 4070ti verði takmarkandi factor eftir kannski 3 ár eða svo.




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort?

Pósturaf TheAdder » Fös 14. Júl 2023 12:15

Miðað við að þú sért ekki að spila í 4K eða RayTracing heavy almennt, þá held ég að 7900XT hafi vinninginn fram yfir 4070Ti, mér sýnist á Kísildal að þau séu á nánast sama verði (það kort sem eru til).


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort?

Pósturaf ekkert » Fös 14. Júl 2023 12:29

Ætla líka að benda á, þó það sé leiðinlegt að svíkja kísildal, að það er hægt að fá t.d. Sapphire Pulse 7900 XT á 130þús komið til landsins á amazon(með coupon). Keypti nýverið Pulse XTX þaðan og ég er sáttur.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort?

Pósturaf einikri » Fös 14. Júl 2023 13:28

Ef ég væri að stefna á að vera búsettur á Íslandi næstu 2-3 árin þá myndi ég versla við Kísildal (enda er það toppbúð) en ég er að flytja til Spánar eða Sviss í haust og vil því frekar halda ábyrgð á meginlandinu til að auðvelda mér lífið.

7900 XTX kortið sem er til hjá Kísildal er einmitt á tilboð hér í Þýskalandi núna á 999 evrur, sem gerir rétt rúmlega 150k til móts við 215k hjá Kísildal en það sem ég er smeykastur við er þetta Coil-whine sem talað er mikið um á netinu, ég geri mér engan vegin grein fyrir því hvort það sé eitthvað sem ætti að vera að ýta manni frá eða breytir kannski engu. Síðan er líka spurning hvort ég þurfi að uppfæra aflgjafann RM750x ef ég fer í XTX eða hvort aflgjafinn sleppi til fyrir einhver fyrrnefndra korta.

Þúsund þakkir!