Hvaða Thinkpad?


Höfundur
Thisak
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 25. Jan 2021 07:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða Thinkpad?

Pósturaf Thisak » Fim 15. Jún 2023 15:52

Er búinn að fara í 100 hringi með hvaða thinkpad tölvu ég ætti að fá mér. Þarf að nota hana í cad teikniforrit (solidworks, fusion, autocad) og svo væri ekki slæmt að geta spilað létta leiki eins og league of Legends og world of tanks. Er að velta fyrir mér hvort að Tp x1 carbon geti annað því eða hvaða aðra TP ég gæti notað sem fæst á Íslandi.

Er einhver hér sem hefur reynslu af X1 Carbon?




Semboy
1+1=10
Póstar: 1143
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Thinkpad?

Pósturaf Semboy » Fim 15. Jún 2023 16:20

Felagi minn splaesti ser i eitt svona thinkpad fartolvu a 700thussund kr. Eg meina eg se folk med apple fartolvur a thessu verdi en thinkpad, thad kom mer ad ovart.


hef ekkert að segja LOL!


TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Tengdur

Re: Hvaða Thinkpad?

Pósturaf TheAdder » Fim 15. Jún 2023 16:43

Sæll, fyrir CAD mæli ég eindregið með dedicated GPU, skjástýring er ekki að gera þér neina greiða í þeim málum, ef þú hefur áhuga á ThinkPad (ég hef átt og notað nokkrar í vinnu, og hef bara góða reynslu af þeim), þá er hér listi yfir þær sem ég myndi skoða:
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 1&tags=164
Síðast breytt af TheAdder á Fim 15. Jún 2023 19:51, breytt samtals 1 sinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Thinkpad?

Pósturaf sundhundur » Fim 15. Jún 2023 19:48

Hljómar svolítið eins og þú sért að biðja um vél sem getur allt og það er líklegast ekki það sem X1 er.

Mögulega værirðu hamingjusamastur með leikjavél.

Thinkpad P eru vinnuvélar með vinnuskjákort og mér vitandi vonlausar í leiki.

Ég held að aðrar Thinkpad vélar hafi ekki skjákort heldur noti bara skjástýringu og frammistaðan í leikjum eftir því.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Thinkpad?

Pósturaf Trihard » Lau 17. Jún 2023 09:41

þessi er alveg að fara að detta inn hjá þeim og er ekki á 780 þús… með betri örgjörva en verra skjákorti en höndlar allt sem heitir CAD og LoL
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 347.action
ekki hika við að fá þér þessa yfir Legion fartölvurnar þar sem hún er mikið léttari með 16” 4k OLED skjá í 16:10
Því beefyara skjákort sem þú keyrir á fartölvu því þyngri og háværari endar hún með að vera, myndi alls ekki fara alla leið ofan í skjákorta leiðina leiðinlegt alltaf að draslast um með einhvern 3kg hlunk +1,15 kg spennugjafa.
Síðast breytt af Trihard á Lau 17. Jún 2023 09:51, breytt samtals 9 sinnum.




Höfundur
Thisak
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 25. Jan 2021 07:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Thinkpad?

Pósturaf Thisak » Sun 02. Júl 2023 23:30

Já veistu Trihard, held ég fari í P16s, alveg freistandi að fara í legion pro 7 en það verður þreytandi að ferðast með þann hlunk. Takk fyrir ábendingarnar strákar. :)