Open RGB eyðilagði næstum því RAMið mitt.

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Open RGB eyðilagði næstum því RAMið mitt.

Pósturaf Templar » Lau 15. Apr 2023 12:03

Lennti í því að TeamGroup DDR 7600 RAM hætti að virka, Q-Code 55. Prófaði 1 DIMM í einu en báðir voru ónýtir að virðist. Síðasta sem ég man er að ég var að vista frá OpenRGB á kubbana að hafa slökkt á ljósinu í þeim svo það hékk þarna grunur um OpenRGB og því tengt.
Löng saga stutt, þegar ég vistaði í kubbana frá OpenRGB breytingu á RGB átti sér staða JEDEC timings CRC villa sem þýðir að dimmarnir eru í lagi en BIOS telur þá bilaða og þú færð ekki post.
Lagaði þetta að lokum með Thaiphoon burner með því að setja inn nýjan JEDEC SPD timings profile á þá.
Fékk aðstoð frá gaurnum sem skrifar Thaiphoon burner en hann gat bjargað XMP timings frá RAMinu út en ég nota svo DDR 6200 JEDEC profile í staðinn fyrir DDR 5600 prófil eins og upprunalega fyrir JEDEC SPD hlutann en XMP er óbreytt. Setti þetta inn á kubbana með Thaiphoon burner og allt að virka aftur.
Jamm Open RGB næstum eyðilagði RAMið mitt, kom siðan annar sem lenti í því nkl. sama og ég og hafði samband gegnum Overclockers.net.
Frekar magnað og mögulegt tækifæri á skemmdarverkum með malware-i t.d.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Open RGB eyðilagði næstum því RAMið mitt.

Pósturaf Black » Lau 15. Apr 2023 13:02

Áhugavert, Er þetta þá ekki möguleiki líka með ódýrum RGB hugbúnað eins og skjákortið hjá mér krefst þess að ég noti Expertool frá þeim til að geta stillt RGB á kortinu, og til að það virki þá þarf ég að slökkva á Core isolation. við það er búnaðurinn orðinn viðkvæmari fyrir að geta komið malware fyrir beint á kubbunum.

Hér er þráður sem ég gerði fyrir þetta um árið.

viewtopic.php?f=57&t=93666&p=771438#p771438


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Open RGB eyðilagði næstum því RAMið mitt.

Pósturaf Templar » Lau 15. Apr 2023 14:29

Já þetta er hætta, Microsoft er komið með falið test hjá sér en þeir hafa bætt inn í Windows 11 Theme lighting í settings hjá sér til að reyna að leysa þetta RGB rugl sem er komið á markaðinn og þeir hafa eflaust einmitt verið að hugsa á þínum nótum Black, ekki hægt að láta svona rusl hugbúnað draga niður allt öryggið.
Viðbót: Var að hugsa um hvort ég ætti að nenna að gera greiningarmyndband um þetta en ég er búinn að senda á Teamgroup allar uppl. ætla ekki að setja þetta í "the wild" að svo stöddu allt info en einhver væri eflaust fljótur að setja sama eitthvað malware í framhaldinu, en þetta er eitthvað sem þarf að laga, hægt að brikka minni frá þeim og mig grunar að ég geti gert það sama við G.skill líka, ef maður fær tíma testar maður það en ég treysti mér til að recovera RAMið aftur með Thaiphoon burner eftir þessa reynslu með Teamgroup minnið.
Síðast breytt af Templar á Lau 15. Apr 2023 14:33, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Open RGB eyðilagði næstum því RAMið mitt.

Pósturaf jonsig » Mán 17. Apr 2023 13:25

Þarf að prófa þetta, þoli ekki RGB. :)