Hjálp með windows install


Höfundur
blu3j3ans
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 02. Jan 2021 19:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með windows install

Pósturaf blu3j3ans » Lau 28. Jan 2023 19:51

Sælir

Ég var að kaupa mér tölvu og er að reyna að setja upp windows á hana. Er bæði búinn að prófa win 10 og 11, en í öll skiptin koma upp villu boð og ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið úr því.

Búinn að prófa að ná í alla drivera sem eru mögulega skortur á, en get bara náð í .exe file frá framleiðendum, og það virkar ekki..

Hérna er svo villa sem ég fæ þegar ég er að installa:

Mynd

Setupið er eftirfarandi:

Ryzen9 7950X AM5 16-kjarna örgjörvi með SMT
G.Skill 64GB (2x32GB) Ripjaws S5 5200MHz DDR5
Be quiet! Silent Loop 2 280mm vatnskæling
ASRock X670E PG Lightning ATX AM5 móðurborð
Palit GeForce RTX 4080 GameRock OmniBlack 16GB
2TB Samsung 980 Pro M.2 NVM Express SSD með kæliplötu
Deepcool PQ1000M 1000W
Be quiet! Pure Base 500DX Black ATX turnkassi

*edit: var með ranga mynd af villunni, búinn að laga.
Síðast breytt af blu3j3ans á Lau 28. Jan 2023 19:54, breytt samtals 2 sinnum.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Hausinn » Lau 28. Jan 2023 21:42

Mjög skrýtið. Hef ekki séð þetta áður. Ættir ekki þurfa neina spes drivera bara til þess að setja upp Windows. Ég mæli með því að sækja Windows 11 iso skrá hér(Download Windows 11 Disk Image (ISO) for x64 devices):
https://www.microsoft.com/software-download/windows11

Og nota síðan forrit sem heitir Rufus til þess að búa til bootable USB úr henni og keyra það síðan við boot. Gáðu hvort þetta lagist við það. Prufaðu einnig annan USB lykil.
Síðast breytt af Hausinn á Lau 28. Jan 2023 21:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Oddy » Lau 28. Jan 2023 21:44

Eg hef lent í því að partur af "chipset driver" þurfi til að setja nýtt OS. Man reyndar ekki í hvaða tilfelli nákvæmlega en það var eitthvað í sambandi við AMD.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Trihard » Lau 28. Jan 2023 21:46

https://www.drivereasy.com/knowledge/a- ... ing-fixed/

Þarft ábyggilega að flasha bios-ið þar sem þetta er ný tölva. up-to-date BIOS er major-key:
https://pg.asrock.com/mb/AMD/X670E%20PG ... x.asp#BIOS
Síðast breytt af Trihard á Lau 28. Jan 2023 21:57, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
blu3j3ans
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 02. Jan 2021 19:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf blu3j3ans » Lau 28. Jan 2023 22:21

Takk fyrir, ég mun líklegast reyna þetta allt og pósta hérna svo hvað virkar.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Hlynzi » Sun 29. Jan 2023 11:11

Svo var líka eitt sem ég hef einusinni lent í með sömu villu ef ég man rétt, þá þurfti ég einhverra hluta vegna að taka USB lykilinn úr og setja hann aftur í, þá fattaði kerfið að "install medium" væri til.


Hlynur

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf olihar » Mán 30. Jan 2023 10:10

Ertu nokkuð að keyra diskana sem þú ert að fara reyna að installa Windows á í raid mode á móðurborðinu. Ég hef séð þetta þegar þurfti að setja inn raid drivera til þess að sjá diskana.

Getur þú sett inn mynd hvar m.2 diskurinn er og hvernig hann er stiltur í bios. Er að spá hvort hann er beintengdur í CPU eða þú sett hann í rauf sem fer í gegnum chip-settið.

Hafa hann í M2_1
Síðast breytt af olihar á Mán 30. Jan 2023 10:18, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf gnarr » Mán 30. Jan 2023 10:15

Mér þykir líklegast að vandamálið sé að þú settir harðadiskinn þinn í M.2 rauf sem er ekki keyrð af aðal kubbasettinu.

Bara rauf M2_1 er keyrð af kubbasettinu í örgjörvanum, en allar hinar fara í gegnum PROM21 kubbasett sem þurfa að öllum líkindum text-mode driver fyrir installið til þess að virka rétt.

Færðu harðadiskinn í efstu M2_1 raufina og að öllum líkindum mun það bara virka rétt.

Það er raufin sem rauða pílan bendir á hér:
Screenshot from 2023-01-30 11-13-54.png
Screenshot from 2023-01-30 11-13-54.png (137.11 KiB) Skoðað 2945 sinnum


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf CendenZ » Mán 30. Jan 2023 10:37

gnarr skrifaði:Mér þykir líklegast að vandamálið sé að þú settir harðadiskinn þinn í M.2 rauf sem er ekki keyrð af aðal kubbasettinu.

Bara rauf M2_1 er keyrð af kubbasettinu í örgjörvanum, en allar hinar fara í gegnum PROM21 kubbasett sem þurfa að öllum líkindum text-mode driver fyrir installið til þess að virka rétt.

Færðu harðadiskinn í efstu M2_1 raufina og að öllum líkindum mun það bara virka rétt.

Það er raufin sem rauða pílan bendir á hér:
Screenshot from 2023-01-30 11-13-54.png



Styð þetta, hjálpaði frænda mínum með svipað vandamál og hann tók ekki eftir því að m2-1 var undir svartri ómerktri kæliplötu og hann notaðist við m2-2 ;)

edit: jújú þetta virðist líka vera ómerkt
X670E PG Lightning(M4).png
X670E PG Lightning(M4).png (237.4 KiB) Skoðað 2931 sinnum
Síðast breytt af CendenZ á Mán 30. Jan 2023 10:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Gunnar » Fim 02. Feb 2023 19:26

Náðiru að laga þetta?
kemur sdd upp í bios?
frænka lenti í þurfa formatta en það kom upp sama, enginn harður diskur til að installa windows á.
ég fann þetta og það virkaði þrátt fyrir að hún var ekki með asus notebook. kannski virkar fyrir þig líka.

https://www.asus.com/support/FAQ/104445 ... _QcdP2QB4w



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf worghal » Fim 02. Feb 2023 20:01

Gunnar skrifaði:Náðiru að laga þetta?
kemur sdd upp í bios?
frænka lenti í þurfa formatta en það kom upp sama, enginn harður diskur til að installa windows á.
ég fann þetta og það virkaði þrátt fyrir að hún var ekki með asus notebook. kannski virkar fyrir þig líka.

https://www.asus.com/support/FAQ/104445 ... _QcdP2QB4w

þetta er einmitt standard fix á þessu vandamáli, hef lennt í þessu í vinnunni nokkrum sinnum og þá vantar einmitt bara intel driver sem ég sæki svona og set á uppsettningar kubbinn, easy.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
blu3j3ans
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 02. Jan 2021 19:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf blu3j3ans » Mán 06. Feb 2023 15:32

Sælir

Afsakið hvað ég svara seint.

Vandamálið leystist. Hjá mér var að ég var að nota vitlaust forrit til að brenna install diskinn. Ég er venjulega að nota PopOS og því orðinn svolítið ryðgaður í Windows heiminum. En já niðurstaðan var sú að ég notaði annað forrit eftir smá gúggl.

Forritið sem ég notaði var Woeusb-ng. Hérna eru leiðbeiningar fyrir þá sem eru að lenda í sömu vandræðum: https://www.addictivetips.com/ubuntu-li ... -on-linux/

En takk aftur fyrir hjálpsemina.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf Gunnar » Mán 06. Feb 2023 16:46

blu3j3ans skrifaði:Sælir

Afsakið hvað ég svara seint.

Vandamálið leystist. Hjá mér var að ég var að nota vitlaust forrit til að brenna install diskinn. Ég er venjulega að nota PopOS og því orðinn svolítið ryðgaður í Windows heiminum. En já niðurstaðan var sú að ég notaði annað forrit eftir smá gúggl.

Forritið sem ég notaði var Woeusb-ng. Hérna eru leiðbeiningar fyrir þá sem eru að lenda í sömu vandræðum: https://www.addictivetips.com/ubuntu-li ... -on-linux/

En takk aftur fyrir hjálpsemina.

meina bootable usb ekki brenna á disk. en ja ég sjálfur hef alltaf notað Rufus og hefur það aldrei verið vesen og mjög auðvelt í notkun.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með windows install

Pósturaf gnarr » Mán 06. Feb 2023 20:52

Ég mæli með Ventoy. Það ber höfuð og herðar yfir öll önnur USB bootable tól


"Give what you can, take what you need."