4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Templar » Lau 12. Nóv 2022 20:41

Farðu í það sem þú vilt en OLED upplifunin er einstök, ég var með topp ultra wide sceen skjá fyrir OLED en var samt alveg WOW þegar ég byrjaði að nota OLEDið, allt annað er eins og að ferðast aftur í tímann og sjá eitthvað gamalt og úrelt núna.
Ég er með 2 ára gamalt OLED sjónvarp, það er samt 120Hz 4k, HDR1000 og svo er nýja stöffið enn betra, munar ekki miklu en LEDið á bara ekki séns sama hvað menn sem eiga LED skjái segja, þú prufar ekki OLED og segir LEDið vera betra, bara ekki til því OLED jarðar allt.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Trihard » Lau 12. Nóv 2022 20:43

Menn mega fá sér OLED sjónvörp og sitja 1m frá þeim eins of þeir vilja, ég veit bara að contrastið í HDR1000 skjánum sem ég er með er fjandi gotta og myndin er rosaleg, hef enga þörf á að upgrade-a í neitt annað.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf kornelius » Lau 12. Nóv 2022 20:51

Ætla að hætta að taka þátt í þessari umræðu hér með.
Þeir sem hafa ekki ráð á að taka smá snúning og labba um í Costco eða Elko og sjá munin.
Að þá vorkenni ég þeim.

K.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Nariur » Sun 13. Nóv 2022 12:09

Trihard skrifaði:Ég hef bæði reynslu af OLED og samsung ultrawide skjánum og ég myndi allan daginn fara í Samsung ultrawide skjáinn, sjónvörp eru líka bara með eitt HDMI port ekki einu sinni displayport svo þú ert fastur á 4k 60Hz, meðan að Samsung skjáirnir fara í 120Hz+ með displayport, ert með nokkur USB A port á Samsung, engin á sjónvarpi etc.


Nú er ég forvitinn hvernig sjónvarp þú ert með. Ég man ekki eftir neinu OLED sjónvarpi sem er bara með eitt HDMI og fá eru ekki með HDMI 2.1.
Þegar maður er með svona tæki þarf maður að vera viss um að maður sé að mata þau með góðu merki.
Maður þarf algjörlega að fara varlega þegar maður notar sjónvarp sem tölvuskjá. Flest sjónvörp eru ömurlegir tölvuskjáir. LG OLED tækin eru hins vegar bestu tölvuskjáir sem þú getur fengið.
Það sem segir mér að þú hafir ekki reynslu af þeim er að það eru valid punktar til að gagnrýna við tækin, en þú ert að hamra á einhverju allt öðru.

Trihard skrifaði:Menn mega fá sér OLED sjónvörp og sitja 1m frá þeim eins of þeir vilja, ég veit bara að contrastið í HDR1000 skjánum sem ég er með er fjandi gotta og myndin er rosaleg, hef enga þörf á að upgrade-a í neitt annað.

Já, þetta er pottþétt fínn skjár, en guð, ekki segja fólki að eyða meiri pening í verri vöru.
Síðast breytt af Nariur á Sun 13. Nóv 2022 12:12, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf olisnorri » Sun 13. Nóv 2022 14:41

Eftir að hafa lesið endalaust um LG C2 alla helgina, tók ég í gikkinn áðan og festi kaup á tæki frá HT. Mjög spenntur fyrir að sjá hvernig OLED lookar. Fékk tækið á 169k með afslætti og næ í það á eftir.

Takk kærlega fyrir aðstoðina.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Trihard » Sun 13. Nóv 2022 23:39

Nariur skrifaði:
Trihard skrifaði:Ég hef bæði reynslu af OLED og samsung ultrawide skjánum og ég myndi allan daginn fara í Samsung ultrawide skjáinn, sjónvörp eru líka bara með eitt HDMI port ekki einu sinni displayport svo þú ert fastur á 4k 60Hz, meðan að Samsung skjáirnir fara í 120Hz+ með displayport, ert með nokkur USB A port á Samsung, engin á sjónvarpi etc.


Nú er ég forvitinn hvernig sjónvarp þú ert með. Ég man ekki eftir neinu OLED sjónvarpi sem er bara með eitt HDMI og fá eru ekki með HDMI 2.1.
Þegar maður er með svona tæki þarf maður að vera viss um að maður sé að mata þau með góðu merki.
Maður þarf algjörlega að fara varlega þegar maður notar sjónvarp sem tölvuskjá. Flest sjónvörp eru ömurlegir tölvuskjáir. LG OLED tækin eru hins vegar bestu tölvuskjáir sem þú getur fengið.
Það sem segir mér að þú hafir ekki reynslu af þeim er að það eru valid punktar til að gagnrýna við tækin, en þú ert að hamra á einhverju allt öðru.

Trihard skrifaði:Menn mega fá sér OLED sjónvörp og sitja 1m frá þeim eins of þeir vilja, ég veit bara að contrastið í HDR1000 skjánum sem ég er með er fjandi gotta og myndin er rosaleg, hef enga þörf á að upgrade-a í neitt annað.

Já, þetta er pottþétt fínn skjár, en guð, ekki segja fólki að eyða meiri pening í verri vöru.


Kannski er ég bara sá eini hér sem notar ekki 350 þús króna tölvu sem playstation, afsakið mig.




Garđur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mið 27. Okt 2021 11:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Garđur » Sun 13. Nóv 2022 23:50

Sælir.
Þetta fer smá eftir væntingum. Hef OLED sjónvarp og það er magnað. En við tölvuna fékk ég mér LG Ultragear NanoIPS 1ms 27" 4K @160Hz (Kísildalur, 125 þkr.) og hann nálgast talsvert OLED í litadýpt. Já NanoIPS er að virka. Hef 4090 kort og keyri t.d. Cyberpunk á 110Hz/fps. Því miður er hann ekki til sýnis hjá Kísildal. OLED er 60Hz sem er ekki nóg fyrir mig.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Nariur » Mán 14. Nóv 2022 08:38

Trihard skrifaði:Kannski er ég bara sá eini hér sem notar ekki 350 þús króna tölvu sem playstation, afsakið mig.


Nú er ég svolítið týndur. Hvað ertu nú að fara? Ertu að reyna að segja að LG OLED tækin séu légleg sem "venjulegir tölvuskjáir", þ.e. í annað en tölvuleiki og myndbandsgláp? Þeir eru það besta sem þú færð í það tvennt, en svo bara voða góðir í skrifstofuvinnu og annað. Mér finnst t.d. frábært að forrita á mínum.

Garđur skrifaði:Sælir.
OLED er 60Hz sem er ekki nóg fyrir mig.

Það er ekki rétt hjá þér. LG B, C og G línurnar eru búnar að vera 120Hz í mörg ár.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf olisnorri » Mán 14. Nóv 2022 10:10

LG C2 42” er 120hz tæki.

Eftir að hafa horft a reviw hjá Hardware unboxed : https://m.youtube.com/watch?v=jRzGvkqSNaI

Þá er c2 oled að jarða lcd gamer skjái í response time enn brightnessið er ekki það besta. Ég spilaði smá í gær og notaði tækið í nokkra tíma og verð að segja að ég hef aldrei séð jafn flott gæði!

Þetta tæki er i raun gamechanger




Garđur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mið 27. Okt 2021 11:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4k skjár með 4090 - Vantar aðstoð

Pósturaf Garđur » Mán 14. Nóv 2022 11:47

Já er sammála, OLED er best. En of fyrirferðamiklir fyrir suma. Þá getur LG UltraGear NanoIPS 27" komið í staðinn. En fyrir þá sem geta beðið þá er Philips að koma með 27" OLED tölvuskjá á markað. Hann verður að vísu business/creative og því bara 60Hz. Hann fæst í Kína og JD.com (hægt að láta senda hingað) og á að koma á markað í USA fyrir áramót en ekkert sagt um Evrópu. Ég áætla verðið á 250 þkr. ef pantað frá USA. Prófið að Gúggla 27E1N8900. Kannski verður Tölvulistinn kominn með hann á næsta ári.