Plex server backup pælingar

Skjámynd

Höfundur
Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Plex server backup pælingar

Pósturaf Mazi! » Mið 12. Okt 2022 14:10

Smá pæling


Nú hef ég verið að nota plex server með góðum árangri í sirka ár en er búinn að sprengja plássið á gagnadiskinum sem hefur aldrei verið með neitt backup af (ég veit stupid)

Fór í dag og verslaði tvo 16tb diska sem ég ætla setja í vélina, planið er að annar diskurinn sé bara backup af hinum ef annar diskurinn bilar,

Hvernig mynduð þið útfæra þetta? Einhverskonar Raid dæmi eða er einhver hugbúnaður sem getur afritað á báða diska t.d?

Vélin keyrir á Windows 10 og er eingöngu notuð sem plex þjónn


Kv, Már
Síðast breytt af Mazi! á Mið 12. Okt 2022 14:33, breytt samtals 2 sinnum.


Mazi -


Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Predator » Mið 12. Okt 2022 14:13

Sjálfur nota ég snapraid en það er þægilegra þegar þú ert með fleiri diska. Annars myndi ég annaðhvort fara í Raid1 eða 5 hjá þér ef þú vilt fara þá leiðina.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


TheAdder
Geek
Póstar: 813
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf TheAdder » Mið 12. Okt 2022 14:14

Einfaldast er held ég að setja diskana upp sem RAID 1 volume, þá eru diskarnir speglaðir sjálfkrafa og þú þarft ekki að hugsa meira um það. Sem backup er RAID ekki góð lausn, skynsamlegast væri fyrir þig að setja annan diskinn upp í annari vél og finna hentugan hugbúnað til þess að afrita á milli.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Mazi! » Mið 12. Okt 2022 14:34

Þakka fyrir skjót svör! :)


Mazi -

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3167
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 12. Okt 2022 15:21

Smá lesning fyrir þig um backup : https://www.reddit.com/r/DataHoarder/wiki/backups/#wiki_backups

Mynd

Möuglega ertu að leita að einhvers konar file copy lausn sem syncar gögn (Flokkast ekki undir að kallast backup, svona víst við erum að ræða saman á nördaspjallþræði).

Sync/Cloning Software hugmyndir:
https://www.reddit.com/r/DataHoarder/wiki/backups/#wiki_sync.2Fcloning_software


Just do IT
  √

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf gnarr » Fim 13. Okt 2022 08:11

Hjaltiatla skrifaði:svona víst við erum að ræða saman


:face :crying


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3167
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 13. Okt 2022 08:40

gnarr skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:svona víst við erum að ræða saman


:face :crying


Var ég vondur :twisted:


Just do IT
  √

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf gnarr » Fim 13. Okt 2022 09:13

Hjaltiatla skrifaði:
gnarr skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:svona víst við erum að ræða saman


:face :crying


Var ég vondur :twisted:


Ég sendi þig kannski ekki í gasklefann alveg strax...

Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillur

Grammar_Nazi_Icon.svg.png
Grammar_Nazi_Icon.svg.png (7.45 KiB) Skoðað 1638 sinnum
Síðast breytt af gnarr á Fim 13. Okt 2022 09:14, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3167
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 13. Okt 2022 09:22

gnarr skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
gnarr skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:svona víst við erum að ræða saman


:face :crying


Var ég vondur :twisted:


Ég sendi þig kannski ekki í gasklefann alveg strax...

Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillur

Grammar_Nazi_Icon.svg.png


Úbbs.
fyrst að > víst að


Just do IT
  √

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf gnarr » Fim 13. Okt 2022 09:31

Annars til þess að komast aftur inná viðfangsefnið, þá gerir Plex sjálfkrafa afrit af gagnagrunninum sínum á þriggja daga fresti, en það afrit er bara gert sem snapshot af grunninum sem er geymt í sömu möppu.
Ég mæli með að hafa einhverskonar scriptu eða tól sem sér um að geyma þetta afrit á öruggum stað, þar sem að þar ertu með "watch status" á öllum bíómyndum og þáttum ásamt öllu meta, notanda listum og öðru sem plex heldur utanum.

Þú finnur þessi afrit í "Plug-in Support/Databases" í gagnamöppunni fyrir Plex.

Annars mæli ég ekkert sérstaklega með því að vera með backup/raid eða álíka fyrir kvikmynda/þátta safnið sjálft, þar sem að það er hvort eð er til milljónir afrita af Lord of the Rings og Friends á netinu. Hinsvegar er mögulega eitthvað vit í að hafa backup af sjaldgæfum þáttum og bíómyndum, tildæmis íslensku efni sem er ekki auðvelt að finna á netinu.


"Give what you can, take what you need."


Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Predator » Fim 13. Okt 2022 10:42

gnarr skrifaði:Annars til þess að komast aftur inná viðfangsefnið, þá gerir Plex sjálfkrafa afrit af gagnagrunninum sínum á þriggja daga fresti, en það afrit er bara gert sem snapshot af grunninum sem er geymt í sömu möppu.
Ég mæli með að hafa einhverskonar scriptu eða tól sem sér um að geyma þetta afrit á öruggum stað, þar sem að þar ertu með "watch status" á öllum bíómyndum og þáttum ásamt öllu meta, notanda listum og öðru sem plex heldur utanum.

Þú finnur þessi afrit í "Plug-in Support/Databases" í gagnamöppunni fyrir Plex.

Annars mæli ég ekkert sérstaklega með því að vera með backup/raid eða álíka fyrir kvikmynda/þátta safnið sjálft, þar sem að það er hvort eð er til milljónir afrita af Lord of the Rings og Friends á netinu. Hinsvegar er mögulega eitthvað vit í að hafa backup af sjaldgæfum þáttum og bíómyndum, tildæmis íslensku efni sem er ekki auðvelt að finna á netinu.


Það er samt ofur pirrandi að þurfa finna efni aftur, tala ekki um einhver TB. En það er gott að taka empty trash automatically af svo ef eitthvað tapast þá er plex ekki að eyða því út úr gagnagrunninum um leið.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf gnarr » Fim 13. Okt 2022 11:22

Predator skrifaði:
gnarr skrifaði:Annars mæli ég ekkert sérstaklega með því að vera með backup/raid eða álíka fyrir kvikmynda/þátta safnið sjálft, þar sem að það er hvort eð er til milljónir afrita af Lord of the Rings og Friends á netinu. Hinsvegar er mögulega eitthvað vit í að hafa backup af sjaldgæfum þáttum og bíómyndum, tildæmis íslensku efni sem er ekki auðvelt að finna á netinu.


Það er samt ofur pirrandi að þurfa finna efni aftur, tala ekki um einhver TB. En það er gott að taka empty trash automatically af svo ef eitthvað tapast þá er plex ekki að eyða því út úr gagnagrunninum um leið.


Málið er samt að yfirleitt skipta ekki nema brota brot af þessum terabætum einhverju máli. Ég hef tapað 1x 8TB, 1x 4TB, 3x 3TB og 2x 2TB diskum síðustu 5 árin circa og í flestum tilfellum hef ég náð að recover'a 100% af gögnunum af diskunum. Í þeim tilfellum þar sem ég hef ekki náð því hef ég bara sótt aftur það efni sem ég þurfti á að halda og hreinsað hitt úr safninu.

Ég er búinn að læra af því að nota allskonar raid kerfi í gegnum árin (MSWDD RAID5, HW RAID5, FlexRAID, SnapRAID, etc..) að block-level RAID-5 er ávísun á að tapa öllum gögnunum þínum mjög auðveldlega og að file-level RAID er sjúklega hægt, CPU intensive og leiðinlegt að vinna með.

Mér hefur gengið lang best að reyna frekar gagnabjörgun af ónýtum diskum og nýta frekar kerfi eins og mergerfs til þess að búa til pool með XFS á GPT.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf nidur » Fim 13. Okt 2022 17:59

Ég myndi líklega aldrei setja þessa diska upp í hardware raid ef ég vildi hafa annan sem backup.
Frekar myndi ég setja upp Freefilesync og afrita bara á milli 2x í viku eða svo.

Persónulega þá er ég með 2x6 diska í raidz2 diska í Freenas og hef verið með síðan 2014, alltaf geta uppfært hugbúnað án vandræða og hef skipt út 3-4 diskum sem hafa gefið sig.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Plex server backup pælingar

Pósturaf Gislinn » Fim 13. Okt 2022 20:22

Tek undir með Hjaltiatla, Raid er ekki backup. Ég er með snapshot af þeim gögnum sem ég vil eiga afrit af á offline flakkara hér heima, offsite backup (snapshot á flakkara sem ég geymi hjá foreldrum mínum og real time cloud sync).

Ég vel vandlega hvað ég er að taka afrit af. Ég er ekki með neitt backup á Plex safninu hjá mér nema það sem ég raunverulega get ekki fundið á öðrum stöðum. Serverinn hjá mér keyrir á TrueNas scale og notar því ZFS þannig allt er í Raid. Watch history er syncað við trackt.tv og svo er config fyrir Recyclarr Prowlarr, Sonarr og Radarr (ásamt ýmsu fleiru) back-að upp ásamt ljósmyndum og fleiri gögnum sem þurfa að vera bökkuð upp. *arr forritin basically sjá um að feed-a Plex serverinn og er því config á þeim mun mikilvægari en plex config-ið.

Þegar ég uppfærði serverinn hjá mér fyrr á þessu ári þá prófaði ég að uppfæra hann af backup-inu (í stað þess að nota gögn af gamla servernum) og allt virkaði fáranlega smurt, tók ca. einn dag að koma öllu upp aftur fyrir utan Plex gögnin. Ég kóperaði Plex gögnin í lokin af gamla servernum eftir að hafa testað allt til að spara tíma við að sækja gögn aftur.


common sense is not so common.