WIFI access punktur ekki að virka


Höfundur
gagnakureki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 18. Jan 2009 19:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf gagnakureki » Lau 08. Okt 2022 17:44

Sæl öllsömul,
Ég keypti mér U6 Lite WIFI accesspoint um daginn hjá Tölvulistanum. Sjá: https://tl.is/ubiquiti-unifi-access-pun ... ite-1.html
Er búinn að tengja græjuna í ethernet port sem tengist inná Ljósleiðarabox (Model FiberTwist-P2414) sem er uppsett hérna í íbúðinni hjá mér.
Það blikkar grænt ljós á ljósleiðaraboxinu í inntakinu þar sem routerinn (Huawei) er tengdur en það blikkar gult ljós þar sem U6 Lite græjan
kemur inn. U6 græjan er uppsett og er að broadcasta SSID nafninu sem ég stillti upp og ég sé það á vélunum hérna heima. En það er eins og tengingin útávið sé ekki að virka í gegnum access punktinn og engin af mínum tækjum (windows, macOS, android) ná netsambandi.

Hefur einhver hér reynslu af þessari græju og hefur tekist að setja hann upp á móti Ljósleiðaranum?




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf playman » Lau 08. Okt 2022 18:02

Búin að tengja beint í router?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
gagnakureki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 18. Jan 2009 19:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf gagnakureki » Lau 08. Okt 2022 18:23

playman, já, þegar ég tengi hann beint í Huawai routerinn þá virkar allt sem skyldi og ég get tengst inná WIFI endapunktinn og náð sambandi út.
ég velti fyrir mér hvort ég sé að víra þetta eitthvað vitlaust. ég er að reyna setja þetta upp svona:

1) WAN tengið á router fer í ethernet port á vegg sem er síðan er tengt inní LAN1 tengið á ljósleiðaraboxxinu(annað herbergi). Þetta virkar allt og get ég notað WIFI í gegnum routerinn sjálfan

2) Ethernet tengið á U6 græjunni fer sömuleiðis í vegg tengil (á efri hæð hússins) sem ég tengi inná LAN1 port á Ljósleiðara boxxinu.

Mér datt í hug að ég þyrfti kanski líka að tengja LAN tengi á Huawei routernum líka inní LAN tengi á Ljósleiðaraboxxinu? Reyndi það áðan en þá datt
allt internetið út. :\




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf TheAdder » Lau 08. Okt 2022 18:28

Þú verður að tengja þráðlausa punktinn í routerinn, þitt net byrjar í honum.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
gagnakureki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 18. Jan 2009 19:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf gagnakureki » Lau 08. Okt 2022 18:40

TheAdder, ekki alveg viss hvað þú meinar. SSID'ið sem routerinn er að broadcasta virkar fínt og ég næ að tengjast því.




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf TheAdder » Lau 08. Okt 2022 18:59

Routerinn þinn skráir sig inn hjá þínum þjónustu aðila, allt þitt þarf að vera aftan/innan við hann. Þú þarft að tengja þráðlausa punktinn í hann, ekki í ljósleiðaraboxið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
gagnakureki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 18. Jan 2009 19:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WIFI access punktur ekki að virka

Pósturaf gagnakureki » Lau 08. Okt 2022 21:39

Takk fyrir þetta svar. Ég þarf að breyta setuppinu hérna megin og færa routerinn inní geymsluna þar sem ljósleiðaraboxxið+eth snúrurnar eru til að geta tengt hann.