sulta skrifaði:Ég tók turnin minn erlendis fyrir ekkert svo löngu. Setti alla íhlutina í kassana sem þeir komu í, og tók íhlutina með í handfarangri. Tók reyndar ekki kassan né aflgjafan með mér og keypti mér nýtt í útlandinu. Mæli með að reyna taka sem mest meðí handfarangri þar sem það virðist all vera að týnast og "týnast" á flugvöllum ákkúrat núna.
Þú vilt alveg örugglega ekki lenda í því sama og þessi
https://www.youtube.com/watch?v=5YGc4zOqozo
appel skrifaði:Já, ehe, gætir tekið bara alla íhlutina í handfarangri, móðurborð settið með öllu, skjákortið og aflgjafann, þetta er það dýrasta, innvolsið.
Setur svo tóma kassann í stærri ferðatösku, og ef hann kemur út óskaddaður þá fínt, getur notað áfram, annars geturu bara keypt nýjan á 15 þús kall eða hvað sem hann kostar.
Annars er séns á að koma kassanum í handfarangri, margir sem fara umfram þessi stærðarmörk. Þú gætir spurt flugfélagið hvort þetta sleppi. Systir mín er flugfreyja og segir að þessi stærðarmál séu svona "safe" stærðarmál, stærri ferðatöskur komist oftast fyrir.
Góðar hugmyndir, takk fyrir báðir! Reyni að bjalla í þau á morgun og sjá hvað þau segja

kjartanbj skrifaði:Ég persónulega myndi selja þetta hér heima, halda hörðu diskunum mögulega , versla mér svo nýtt úti öflugra og nýlegra.
Já þetta er eiginlega vandamálið, ég er voða mikið á báðum áttum. Ég hef svo sem ætlað mér að uppfæra aðeins undanfarið og þetta væri svo sem ekki slæm tímasetning fyrir það. Er allavegana búinn að átta mig betur á því núna hvernig ég gæti tekið tölvuna ef ég vill. Veit samt bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu sölu dóti,