Uppfærsla á turni/vatnskæling


Höfundur
Drj
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 01. Sep 2021 13:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Drj » Sun 28. Nóv 2021 10:14

Góðan dag allir

Þannig er mál með vexti að ég keypti mér notaða geimstöð fyrir svolitlu síðan og mig langar einfaldlega að uppfæra sjálft unitið. Fínir íhlutir í tölvunni sem stendur en þar sem bæði hefur mér fundist eins og að GPU inn í tölvunni sé að hitna alltof of mikið eða hæðsta sem ég hef séð hann var hann í 91° og svo er það lætin í henni þegar maður er að spila.

Þar sem ég væri að fara í mitt fyrsta build langar mig að forvitnast hvort það sé eitthvað sem mælt er sérstaklega með og einnig hvað væri skynsamt að hafa í huga þegar maður fer í svona project.

Aðeins búinn að vera að kynna mér þetta og er alveg einstaklega spenntur fyrir að hafa hana vökvakælda.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Hausinn » Sun 28. Nóv 2021 11:17

Er stock kæling á henni eins og er? Það er ekki mikið mál að skipta kælingunni út fyrir einhverja góða.

Ef þetta er þitt fyrsta build geri ég ráð fyrir því að þú ætlar ekki að yfirklukka eða fikta í BIOS? Ef svo myndi ég ekki mæla með vatnskælingu, heldur bara einhverja góða turnkælingu.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Trihard » Sun 28. Nóv 2021 12:23

Mæli með vatnskælingu, 3080 kortið mitt fer aldrei yfir 50 gráður undir háu gaming load, t.d. red dead 2 og cyberpunk 2077 á hæstu stillingum í u.þ.b. 4k og það er mikið rými til yfirklukkunar. Því stærri vatnskassa sem þú ert með því meiri varmaorku nærðu út úr kerfinu, því þú nærð að setja stærri eða fleiri viftur á kassana.

En ef kortið hjá þér fer uppí 90 gráður finnst mér það líklegt að varmaleiðandi kremið sé harðnað/nær ekki yfir allan kubbinn.
Gætir keypt þér 1stk thermal grizzly frá EKWB ég veit að þeir eru með það ódýrt jafnvel með innflutningskostnaði, (nema ef kísildalur eða einhver önnur búð seú með þetta á undir 1500kr). tekið skjákortið í sundur og sett það á.. þetta er mun betra krem en þetta drasl sem skjákortið kom með það geturu bankað á.




Höfundur
Drj
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 01. Sep 2021 13:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Drj » Sun 28. Nóv 2021 12:50

Trihard skrifaði:Mæli með vatnskælingu, 3080 kortið mitt fer aldrei yfir 50 gráður undir háu gaming load, t.d. red dead 2 og cyberpunk 2077 á hæstu stillingum í u.þ.b. 4k og það er mikið rými til yfirklukkunar. Því stærri vatnskassa sem þú ert með því meiri varmaorku nærðu út úr kerfinu, því þú nærð að setja stærri eða fleiri viftur á kassana.

En ef kortið hjá þér fer uppí 90 gráður finnst mér það líklegt að varmaleiðandi kremið sé harðnað/nær ekki yfir allan kubbinn.
Gætir keypt þér 1stk thermal grizzly frá EKWB ég veit að þeir eru með það ódýrt jafnvel með innflutningskostnaði, (nema ef kísildalur eða einhver önnur búð seú með þetta á undir 1500kr). tekið skjákortið í sundur og sett það á.. þetta er mun betra krem en þetta drasl sem skjákortið kom með það geturu bankað á.



Er bara EKWB sem kemur til greina og er þá bara að panta það á netinu?




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Hausinn » Sun 28. Nóv 2021 13:31

Las þetta fyrst sem að það væri örgjörvinn sem væri að fara upp í 90°, ekki skjákortið. Sennilegast er annað hvort eitthvað gruggið við kælinguna á kortinu eða það er ekki nærri nógu gott loftflæði inn í tölvukassann. Myndi tékka á því hvort það séu ekki örugglega annars vegar viftur sem blása inn í kassann og hins vegar viftur sem blása út.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf Trihard » Sun 28. Nóv 2021 13:40

Ég pantaði líka frá alphacool í Þýskalandi, þeir selja líka beygjusett fyrir PETG rör ef þú planar að nota hart plast í setupinu þínu. Ef þú pantar slíkt beygjusett frá þeim verðuru líka að passa upp á að kaupa rörin frá þeim líka, því EKWB og alphacool eru með mismunandi innra þvermál í rörunum sem er mikilvægt upp á kísil-insertið sem kemur með beygjusettinu. Ég myndi aðallega pæla í þessum tveim framleiðendum, ég veit að sumt af íhlutunum voru ekki til hjá EKWB svo ég neyddist til að panta frá alphacool.
Annað sem ég get bent þér á er að panta ekki Cape Kelvin kælivatn frá alphacool, það varð efnahvarf með koparnum hjá mér því glæra vatnið varð grænt, keypti mér EKWB vatn í staðinn og það er án neinna vandamála.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á turni/vatnskæling

Pósturaf jonsig » Sun 28. Nóv 2021 14:52

Ef ég á að koma til skila því helsta sem ég hef lært á þessu WC hobby gegnum árin..
1. Rétta pressfittings stærðir við tubing/hardtubing (kúkmix = leki)
2. Ekki blanda saman málum. Eir er ærði málmur en Ál, og étur hann í drasl. Einnig fer ál illa við flestar húðanir á nipplum og ryðfrítt stál í dælu.
3. Ódýrar dælur = hávaði og grief. Hinsvegar ódýr tubing frá múrbúðinni hafa reynst mér mjög vel.
4. Ódýrir nipplar / compression fittings eru oft gallaðir en sést yfirleitt strax sem betur fer.
5. Notað kranavatn í 12ár. Með dropa af frostlegi (ban eitrað) eða skvettu af glærum loopuvökva frá EKWB eða Alphacool. Aldrei fengið neina tæringu í loopuna eða eitthvað lífrænt.
Er mjög latur að skipta á kerfinu. Hef hinsvegar fengið eitthvað smá blátt sludge í loopuna sem festist í kæli rimmum með að nota einhvern eldgamlan frostlög frá europris. En ég er hættur að nota frostlög eftir að dóttirinn fæddist :) því það þarf bara nokkra ml af Ethylene glycol til að fá eitrun.
Ég hef prufað að nota metanól, því það hefur minni seigju en frostlögur og hindrandi á tæringu og allt lífrænt. En er eldfimt og gufurnar eitraðar.
6. Aldrei hafa tölvuna baðaða í sólarljósi, (life finds a way)
7. Þrif á dælu. Aldrei nota Vaselín á þéttihringi, heldur sílikon feiti sem skemmir ekki pakningar. Síðan hersla á skrúfum á velocity blökkunum mínum er max 0,6-0,7 cN*m. Algengt að menn ofherði pexi/acetail svo það gliðnar og subbast á móðurborðið.
Síðast breytt af jonsig á Sun 28. Nóv 2021 15:14, breytt samtals 2 sinnum.