Að panta tölvu að utan?


Höfundur
hendrixx
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 10. Maí 2009 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Að panta tölvu að utan?

Pósturaf hendrixx » Þri 14. Sep 2021 16:12

Þarf að fara versla mér Windows fartölvu á næstunni og iMac fyrir konuna og finnst mjög mikið um há verð hérna á klakanum miðað við úti þannig ég var að spá hvort það væri að koma betur út að versla að utan og láta senda heim?

Eru einhverjar netverlsanir erlendis að senda til Íslands? Og er það að borga sig eftir öll gjöldin? Einhver með reynslu af þessu?

Takk!



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf ZiRiuS » Þri 14. Sep 2021 17:53

Hérna getur þú reiknað vsk og/eða toll: https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

Ofan á það bætast einhver gjöld hjá Póstinum. Ekki viss hvað kostar mikið ef það er DHL eða UPS.
Síðast breytt af ZiRiuS á Þri 14. Sep 2021 17:54, breytt samtals 1 sinni.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf Njall_L » Þri 14. Sep 2021 18:36

Það er lítið mál að panta Windows tölvur erlendis frá og margir söluaðilar sena beint til Íslands og rukka ekki vsk í upprunalandi.

Makkinn gæti þó orðið meira vesen. Flestir söluaðilar erlendis senda Apple vörur ekki beint til Íslands þó þeir sendi aðrar vörur, sem dæmi BHPhotoVideo og Amazon UK. Þá væri hægt að nota einhverskonar forward þjónustu til að senda hann áfram en þá endar maður með að borga bæði vsk í upprunalandi og við komuna til Íslands, þá er sparnaðurinn mjög fljótur að fara og alveg eins gott að kaupa hérna heima.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
hendrixx
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 10. Maí 2009 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf hendrixx » Fös 17. Sep 2021 15:58

ZiRiuS skrifaði:Hérna getur þú reiknað vsk og/eða toll: https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

Ofan á það bætast einhver gjöld hjá Póstinum. Ekki viss hvað kostar mikið ef það er DHL eða UPS.


Ég veit af reiknivélinni :) panta oft eitthvað að utan, bara ekki tölvur. Er aðalega að spá hvort það séu einhverjir hér sem hafa verið að panta að utan og hafa góða reynslu af því og hvort menn mæli þá með einhverjum söluaðilum.

Njall_L skrifaði:Það er lítið mál að panta Windows tölvur erlendis frá og margir söluaðilar sena beint til Íslands og rukka ekki vsk í upprunalandi.

Makkinn gæti þó orðið meira vesen. Flestir söluaðilar erlendis senda Apple vörur ekki beint til Íslands þó þeir sendi aðrar vörur, sem dæmi BHPhotoVideo og Amazon UK. Þá væri hægt að nota einhverskonar forward þjónustu til að senda hann áfram en þá endar maður með að borga bæði vsk í upprunalandi og við komuna til Íslands, þá er sparnaðurinn mjög fljótur að fara og alveg eins gott að kaupa hérna heima.


Einhverjir söluaðilar sem þú mælir með? Ég var einmitt búinn að tjekka á Amazon í UK og fannst áhugavert að þeir vildu rukka sjálfir fyrir vaskinn og önnur gjöld. Það virtist vera um 13 þús krónum dýrari en þegar ég setti þetta í reiknivélina hjá tollinum.

Takk fyrir svörin!
Síðast breytt af hendrixx á Fös 17. Sep 2021 15:58, breytt samtals 1 sinni.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1775
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf blitz » Fös 17. Sep 2021 16:13

hendrixx skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Hérna getur þú reiknað vsk og/eða toll: https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

Ofan á það bætast einhver gjöld hjá Póstinum. Ekki viss hvað kostar mikið ef það er DHL eða UPS.


Ég veit af reiknivélinni :) panta oft eitthvað að utan, bara ekki tölvur. Er aðalega að spá hvort það séu einhverjir hér sem hafa verið að panta að utan og hafa góða reynslu af því og hvort menn mæli þá með einhverjum söluaðilum.

Njall_L skrifaði:Það er lítið mál að panta Windows tölvur erlendis frá og margir söluaðilar sena beint til Íslands og rukka ekki vsk í upprunalandi.

Makkinn gæti þó orðið meira vesen. Flestir söluaðilar erlendis senda Apple vörur ekki beint til Íslands þó þeir sendi aðrar vörur, sem dæmi BHPhotoVideo og Amazon UK. Þá væri hægt að nota einhverskonar forward þjónustu til að senda hann áfram en þá endar maður með að borga bæði vsk í upprunalandi og við komuna til Íslands, þá er sparnaðurinn mjög fljótur að fara og alveg eins gott að kaupa hérna heima.


Einhverjir söluaðilar sem þú mælir með? Ég var einmitt búinn að tjekka á Amazon í UK og fannst áhugavert að þeir vildu rukka sjálfir fyrir vaskinn og önnur gjöld. Það virtist vera um 13 þús krónum dýrari en þegar ég setti þetta í reiknivélina hjá tollinum.

Takk fyrir svörin!


Ef þú borgar VSK í gegnum Amazon þá borgar þú ekkert hér landi þegar vélin kemur.

Hef tekin allmargar vélar og önnur raftæki af amazon.de, amazon.com og í einstaka tilvikum amazon.fr eða amazon.it. Aldrei neitt vesen.


PS4


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 504
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf Sinnumtveir » Fös 17. Sep 2021 21:57

Amazon & Bhpotovideo bjóða upp á að þú borgir íslenskan vsk osfrv þannig að þú fáir dótið beint heim án nokkurrar rukkunar á Íslandi.

Varðandi fartölvur er lyklaborðið eina vandamálið við græjur frá USA. Fyrir unix/linux-oids er það minna skemmtilegt en Evrópa.

Ég hef áður nefnt computeruniverse.de sem verslun með góð verð og hóflegan sendingarkostnað.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fös 17. Sep 2021 22:49, breytt samtals 1 sinni.




linked
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf linked » Lau 18. Sep 2021 09:07

Ég pantaði 4stk Macbook Air M1 fyrr á þessu ári. Þær enduðu í 155þ stk með öllu - tók þetta inn í gegnum myus.

Töluvert ódýrara en hér á landi. iMac gæti hinsvegar verið annað mál, vegna stærðar og þyngdar.




bjoggi
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf bjoggi » Lau 18. Sep 2021 17:34

Amazon.de sendir beint til Íslands, fullt af Apple-vörum og öðrum hlutum þar.
https://www.amazon.de/stores/page/6310A ... B42E35D8A9

Þegar þú setur í körfu þá taka þeir þýska VSK af (19%) og umreikna svo með íslenskum VSK og sendingarkostnaði.
Síðast breytt af bjoggi á Lau 18. Sep 2021 17:43, breytt samtals 1 sinni.




bjoggi
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf bjoggi » Lau 18. Sep 2021 17:38

Dæmi: MacBook Air M1 256GB á €839 án VSK í DE. Með sendingarkostnaði og íslenskum VSK: €1139 eða 176.500 kr.

Listaverð á Íslandi: 209.990 kr.

En þá færðu þýskt lyklaborð :)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Að panta tölvu að utan?

Pósturaf russi » Lau 18. Sep 2021 23:58

Sinnumtveir skrifaði:
Varðandi fartölvur er lyklaborðið eina vandamálið við græjur frá USA. Fyrir unix/linux-oids er það minna skemmtilegt en Evrópa.

Það er til trick við því, pantaðu vélina með spænsku lyklaborði, þá færðu EU-layout