Er eitthvað að þessu buildi?


Höfundur
rgbfan
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 09. Mar 2021 02:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf rgbfan » Þri 09. Mar 2021 03:07

https://builder.vaktin.is/build/17F10
Ég er ekki að fatta hvað er að þessu, ef það er eitthvað. Nota stock kælinguna sem fylgir með CPU. Þetta er fyrsta tölvuleikjaspilunartölva fyrir fermingarstrák þannig að RBG er mikilvægt. Hugmyndin er að hann noti innbyggðu grafíkina í bili þangað til það er hægt að kaupa og bæta við skjákorti og svo er pláss til að uppfæra vinnsluminnið og kannski örgjörvann. Eða er kannski bara vitleysa að setja saman tölvu núna?
(úbbs, peistaði röngum link, búinn að laga)
Síðast breytt af rgbfan á Þri 09. Mar 2021 03:09, breytt samtals 1 sinni.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf Hausinn » Þri 09. Mar 2021 07:41

Er svo sem í lagi að setja saman núna en hann er ekki að fara að spila neitt af viti á integrated graphics. Mæli með því að kaupa notað skjákort sem hann gæti nýtt sér í millitíðinni.




andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf andriki » Þri 09. Mar 2021 08:38

rgbfan skrifaði:https://builder.vaktin.is/build/17F10
Ég er ekki að fatta hvað er að þessu, ef það er eitthvað. Nota stock kælinguna sem fylgir með CPU. Þetta er fyrsta tölvuleikjaspilunartölva fyrir fermingarstrák þannig að RBG er mikilvægt. Hugmyndin er að hann noti innbyggðu grafíkina í bili þangað til það er hægt að kaupa og bæta við skjákorti og svo er pláss til að uppfæra vinnsluminnið og kannski örgjörvann. Eða er kannski bara vitleysa að setja saman tölvu núna?
(úbbs, peistaði röngum link, búinn að laga)

Án þess að skoða einnhver review um þennan kassa þá myndi ég segja að hann se með hræðilegt air flow þar sem viftur get ekki dregið loft í gegnum gler haha og það er alltof lítið pláss hliðanna glerinu til að draga inn loft myndi spara smá pening með að fara í b550 MB og eyða þá aðeins meirra í ramið þar sem on boards graphics a cpuinn græða á því að vera með betra ram t.d. 3600mh samt reyna velja eth sem er ekki með léleg timing




andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf andriki » Þri 09. Mar 2021 08:42

Myndi skoða þennan kassa frekar
https://kisildalur.is/category/14/products/2058



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf GullMoli » Þri 09. Mar 2021 08:57

andriki skrifaði:
rgbfan skrifaði:https://builder.vaktin.is/build/17F10
Ég er ekki að fatta hvað er að þessu, ef það er eitthvað. Nota stock kælinguna sem fylgir með CPU. Þetta er fyrsta tölvuleikjaspilunartölva fyrir fermingarstrák þannig að RBG er mikilvægt. Hugmyndin er að hann noti innbyggðu grafíkina í bili þangað til það er hægt að kaupa og bæta við skjákorti og svo er pláss til að uppfæra vinnsluminnið og kannski örgjörvann. Eða er kannski bara vitleysa að setja saman tölvu núna?
(úbbs, peistaði röngum link, búinn að laga)

Án þess að skoða einnhver review um þennan kassa þá myndi ég segja að hann se með hræðilegt air flow þar sem viftur get ekki dregið loft í gegnum gler haha og það er alltof lítið pláss hliðanna glerinu til að draga inn loft myndi spara smá pening með að fara í b550 MB og eyða þá aðeins meirra í ramið þar sem on boards graphics a cpuinn græða á því að vera með betra ram t.d. 3600mh samt reyna velja eth sem er ekki með léleg timing


Ég held að þetta sé full mikil noja. Það eru 3 viftur sem blása lofti inn að framan sem er alveg heill hellingur og yfirdrifið nóg fyrir þessa samsetningu. Ég er sjálfur með Antec P280 sem er með ennþá þynnri rifur á hliðunum og hann blæs heilan helling með viftunum að framan. Antec vita alveg hvað þeir eru að gera.

Hann talar um að RGB sé mikilvægt og þetta er kassi sem lúkkar mjög vel og á þokkalegu verði miðað við það, einmitt eitthvað sem myndi heilla fermingardreng :)

EDIT: Ég myndi þó ráðleggja þér að skoða minni turnkassa, M-ATX stærðina t.d. og þá sömuleiðis M-ATX móðurborð. Hefur ekkert að gera með öll þessi PCI slot á full size ATX móðurborði. Nettari kassi sem tekur minna pláss.

Tvö dæmi um flotta RBG kassa í þeirri stærð:
https://kisildalur.is/category/14/products/1395
https://tl.is/product/masterbox-mb320l- ... med-glugga
Síðast breytt af GullMoli á Þri 09. Mar 2021 09:10, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


RikkzY
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2018 22:53
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf RikkzY » Þri 09. Mar 2021 11:51

https://builder.vaktin.is/build/2926D

Ég myndi persónulega frekar setja þetta upp svona og para þetta við notað skjákort af vaktinni

þessi örgjafi er 6kjarna 12þráða í stað 4/8 3400g og hann outpreformar hann í nánast öllum af þeim leikjum sem ég hef skoðað :)

edit: Og 700w aflgjafi þar sem hann mun líklegast vilja vera með skjákort þá þarf ekki að uppfæra hann :)
Síðast breytt af RikkzY á Þri 09. Mar 2021 11:53, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
rgbfan
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 09. Mar 2021 02:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað að þessu buildi?

Pósturaf rgbfan » Mið 10. Mar 2021 04:01

Hey takk öllsömul fyrir þessi frábæru innlegg. Góður punktur með M-ATX, einhvern vegin þá datt mér það ekki í hug einu sinni.

Ég reyndi að gera Intel vél en ég var ekki alveg að átta mig á hlutum varðandi tíðnina á minninu. Nenni ekki að pæla í því í bili, AMD virðist einfaldara..

https://builder.vaktin.is/build/87499

Þetta er það sem ég er með í augnablikinu, samt ekkert sérstaklega ánægður með þetta ennþá og breyti þessu örugglega en ég bara verð að hætta í bili. Ef það finnst ekkert skjákort þá breytist örgjörvinn aftur í 3400G (og stock kælingu). Hef ákveðið að ég verð að setja M.2 drif bara því það er kúl. Setti bara einhverja kælingu, skoða það mál betur seinna ef eitthvað verður keypt en ekki bara tilbúin samsett tölva. Gæti verið að gagnadiskurinn fjúki í bili. Ég held að 700W aflgjafi sé yfirdrepun jafnvel með skjákorti en það er kannski ágætt að vera algjörlega framtíðarheldinn ef það bætist við RTX 3090 og Ryzen 9 5950X og fleira.
(breytti aðeins hvernig ég orðaði sumt, var eitthvað pirraður þegar ég skrifaði þetta fyrst...)
Síðast breytt af rgbfan á Mið 10. Mar 2021 12:10, breytt samtals 6 sinnum.