Dauður skjár


Höfundur
thorn411
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 08. Maí 2013 11:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Dauður skjár

Pósturaf thorn411 » Lau 20. Feb 2021 18:18

Sælir, er með 4 ára Philips 240b4q skjá frá Tölvulistanum sem dó skyndilega, finnst það ekki sérlega góð ending en borgar viðgerð sig yfirhöfuð?
Eru skjáir með öryggi sem gæti verið farið?
Og hvað gæti talist eðlilegur líftími á skjám í dag?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf jonsig » Lau 20. Feb 2021 18:20

Í öllum tilvikum er basic skjár ekki að fara í viðgerð




Höfundur
thorn411
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 08. Maí 2013 11:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf thorn411 » Lau 20. Feb 2021 18:41

Hvaða tegund af skjám eru menn að mæla með í dag? er ekki í tölvuleikjum og vildi hafa þá frá 24" til 27".




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf Hlynzi » Lau 20. Feb 2021 18:56

Ég er nú með einn sem er 6 ára gamall og aldrei til vandræða (Asus MX27AQ), það er spurning hvort að baklýsingin hjá þér hafi dáið ? Sést eitthvað á honum, fer hann í gang, úr standby, birtist menu ef þú ýtir á þá takka ?

Það eru öryggi á prentplötunum oftast, þau eru lóðuð á líta oft út eins og díóður/viðnám surface mount íhlutir, mjög algengt að þær séu nálægt byrjun rásar á prentplötunum, því miður má varla eyða nokkrum tíma í þetta þar sem þú ert snöggur að komast upp í verð á nýjum sambærilegum skjá, bilanir í þessu eru misflóknar og ef þú ert heppinn er driver (spennugjafi) fyrir baklýsingu dauður, það er auðvelt að fá nýjan, en mun örugglega vera alveg á mörkunum að borga sig því miður.


Hlynur


Höfundur
thorn411
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 08. Maí 2013 11:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf thorn411 » Lau 20. Feb 2021 19:14

Takk fyrir þetta, athuga málið en kaupi líklegast nýjan skjá....




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 20. Feb 2021 19:44

Mig langar að benda þér á eitt sem þér er kannski alveg sama um.

Skjárinn sem þú varst með er í hlutföllunum 16:10 en nánast allir skjáir í dag eru í hlutföllunum 16:9.

Það þýðir að skjáflöturinn er ekki eins hár ef þú færð þér nýjan 24" skjá og ef mig brestur ekki minni þá eru 24" skjáir í 16:9 með minni flöt en 16:10 skjáir.

24" skjár í 16:10 hlutföllum er nær 27" 16:9 skjá.




Höfundur
thorn411
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 08. Maí 2013 11:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf thorn411 » Sun 21. Feb 2021 10:13

Takk fyrir ábendinguna um raun skjástærðir, hef það í huga þegar ég leggst yfir þetta :happy




J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Dauður skjár

Pósturaf J1nX » Sun 21. Feb 2021 14:44

hvað meinarðu með dó? kemur engin mynd á hann eða er hann bara alveg powerlaus?