DaRKSTaR skrifaði:ViktorW skrifaði:Hvar er best að panta 3070 á netinu til íslands?
overclockers hefði verið besti staðurinn en þeir eru búnir að loka á allt nema bretland og írland með 30xx línuna.
myndi hringja í tölvubúðir hér heima og setja þig á biðlista, gætir náð korti fyrir jól þannig.
Það er bara blessun að geta ekki keypt frá Overclockers. Ég pantaði stakt 3080 á launch day 17. sept með breskan pöntunartíma 17:17 ( 3 klst og 17 mín eftir útgáfutíma, sem var kl. 14). Þessi pöntun var greidd að fullu sama dag.
2. okt fæ ég númer í röðinni og er númer 285.
14. okt kemur næsta númer, 268.
23. október kom næsta númer og síðan þá hafa þau komið vikulega. Svona er röðin, með viku á milli hverrar tölu:
268-255-229-217-200-190-162-160-155.
Í dag á ég von á að fara niður um nokkur sæti.
Á þessum 10 vikum (2. okt til 11. des) hefur röðin minnkað um 13 kort á viku að meðaltali, og ég veit það fyrir víst að meirihlutinn af þessu eru afpantanir, þ.s. starfsmaður verslunarinnar hefur staðfest að þeir sendu ekki út nema 37 stykki af kortinu milli 17. sept og 27. okt. Næsta sendingin þeirra var send út á milli 20. og 27. nóvember, sem sést á tölunum þar sem var farið niður um 28 sæti í einni viku.
Þetta er ekki búið að vera gaman
Ég væri löngu búinn að afpanta nema fyrir það að ég fékk kortið á góðu verði miðað við á Íslandi og nenni ekki að ganga í gegnum vesenið að fá endurgreitt inn á fyrirframgreitt kreditkort. En svona er lífið
|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ