Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf jonsig » Sun 22. Nóv 2020 12:40

Sælir, finnst löngu kominn tími á þennan þráð.
Fyrir mitt leyti er ég hættur að horfa á einhverja tiltekna minature spekka sem kannski eitthvað skjákort hefur yfir annað og farinn að horfa meira til þjónustu ef eitthvað kemur uppá varðandi vélbúnaðinn í tölvunni og svartíma framleiðanda t.d. þegar maður sendir fyrirspurn, ábyrgðartíma osfr einnig gaman að fá að vita uppáhalds tölvuíhlutaverslunina ykkar og af hverju.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf jonsig » Sun 22. Nóv 2020 12:48

Ég kannski byrja á tveimur uppáhalds fyrirtækjunum mínum.

Kísildalur:
Það hefur oft verið talað um dvínandi þekkingu starfsmanna sem vinna á þessu consumer level sviði. En Kísildalur eru fagmenn og gott að tala við þá , hef aldrei lent í veseni með neitt hjá þeim hvorki vöru eða rma. Eigendurnir eru þvílíkir passionistar sem er aðdáunnarvert.
Einnig leggja þeir sig alla framm við að finna úrelta tölvuíhluti sem ég vantar til að nota í vinnunni og hafa þeir bjargað mér oft þar.

Computer.is:
Gunnar í búðinni hefur aldrei ráðlagt mér að kaupa eitthvað dótarí sem ég hef verið ósáttur við alltaf hress og yndislegur náungi, þó hef ég beint viðskiptum mínum meira til kísildals eftir smá ágreining við verkstæðið hjá þeim.

Erlend íhlutafyrirtæki:
Bequiet! Skemmdi hlíf framaná dark base tölvukassanum mínum. No questions asked og ný hlíf var á leiðinni strax og fraktin borguð undir þetta, notaðar voru contact upplýsingarnar sem ég fyllti út áður en ég sendi svarið. Varahluturinn kominn í póst 2klst seinna eftir að ég sendi bréfið, og næst þegar ég hugaði að þessu þá var ég að fá póst tilkynningu frá dhl sem ég kannaðist ekkert við :)

Noctua:
official_noctua_shop , senda ódýra hluti með sólarhings UPS sendingu fyrir 1000kr.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf einarhr » Sun 22. Nóv 2020 12:52

enda yfirleytt í Computer.is :)
Síðast breytt af einarhr á Sun 22. Nóv 2020 12:53, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf jonsig » Sun 22. Nóv 2020 12:54

jonsig skrifaði:einnig gaman að fá að vita uppáhalds tölvuíhlutaverslunina ykkar og af hverju.




trusterr
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fös 17. Apr 2015 18:32
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf trusterr » Sun 22. Nóv 2020 13:40

Kísildalur er mjög góð því þeir bjóða uppá skemmtilegt vöruúrval sem er ekki beint mainstream merki og eru ódýrastir.

Computer.is því þeir eru (held ég) eina fyrirtækið sem hefur verið með EVGA vörur en fá mínus fyrir að vera oft dýrari og ekkert spes vöruúrval undanfarið.

Tölvulistinn vegna þess að verkstæðið þeirra hefur bjargað mér með skrúfum sem ekki hægt að fá eitt og sér líka gáfu mér það ókeypis. En annars eru þeir líka með mikið mínus fyrir verðin hjá þeim en nokkuð mikið vöruúrval og með stærstu verslun.

Bónus: íhlutir.is mjög underrated miðað við allt það sem þeir selja en kannski ekki beint tölvur sjálfar en mæli með að tékka á vörulistanum hjá þeim.

Erlend fyrirtæki: B&H Photo og Overclockers.uk bæði senda til Íslands og B&H bíður uppá að borga VSK og toll þegar maður er að borga fyrir vöruna svo maður þarf ekki að borga neitt þegar það kemur til landsins.


10900K - ASUS Z490-E Gaming - EVGA 1080Ti FTW3 - 32GB 4x8 DDR4-3000( :thumbsd ) Corsair D Platinum - Samsung 970 EVO Plus 1TB - EVGA SuperNOVA P2 850W - ASUS PG279Q - Lian Li 011 Dynamic

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Uppáhalds tölvutengda fyrirtækið þitt!

Pósturaf rapport » Sun 22. Nóv 2020 15:01

Ef ég þarf að leita að einhverju sem er ekki hrist fram úr erminni þá finnst mér best að byrja að leita hjá computer.is og því næst fer ég í Kísildal.

Þetta er líka rökrétt leið fyrir mig að stoppa, á leið heim úr vinnunni.

Tölvutækni komst reyndar á kortið hjá mér fyrir skemmstu með ódýra og einstaklega þægilega TP-link MESH routera sem ég keypti til að prófa fyrir aðra í fjölskyldunni en ákvað að eiga bara sjálfur og vísaði svo bara viðkomandi á að þetta fengist í Tölvutækni.

Ég kaupi reyndar ógeðslega lítið af nýju tölvudóti fyrir mig prívat og persónulega, kaupi næstum allt notað hér á vaktinni nema harða diska, mýs/lyklaborð, netbúnað og verkfæri.

En í vinnunni þá kaupi ég fáránlegt magn af tölvubúnaði en það þarf að vera skv. lögum um opinber innkaup, útboð o.þ.h.


Mér finnst að Vaktin ætti að fá umhverfisverðlaun atvinnulífisins, það er fáránlegt magn af tölvum sem hljóta framhaldslíf og viðgerðir vegna þessa vettvangs.