Skjápælingar


Höfundur
hivsteini
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Lau 03. Apr 2010 20:34
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Skjápælingar

Pósturaf hivsteini » Mán 16. Nóv 2020 08:22

Sælir

Einhver með reynslu af þessum 240hrz IPS skjá frá Acer ? finn lítið af umsögnum á netinu.

https://www.tl.is/product/acer-nitro-vg2-245-fhd-240hz-ips-zeroframe-leikjaskjar

Annars er ég að spá í AOC G2U sem hefur fengið virkilega góða dóma.

https://elko.is/gaming/leikjaskjair/aoc-g2u-24-leikjaskjar-24g2ubk



Skjámynd

Tjara
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 11. Ágú 2020 14:54
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf Tjara » Mán 16. Nóv 2020 09:34

Ég er sjálfur með Acer skjáinn nema 27" (https://www.tl.is/product/acer-nitro-vg ... eikjaskjar) og konan mín með þennan AOC skjá. Fann fyrir þessu sama um Acer skjáinn, ósköp lítið að finna um hann á netinu miðað við marga aðra.

AOC skjárinn, standurinn á honum er töluvert betri en á ACER fannst mér þar sem þú getur stillt hæðina á honum og það virkar bara þokkalega vel.

ACER skjárinn, keypti skjáarm fyrir hann strax þar sem standurinn var mjög takmarkaður. Félagi minn er einnig með svona skjá og hann var í smá vandræðum með hann í byrjun. Það var þannig að skjárinn hjá honum varð oft alveg svartur þegar það var mikið að gerast í einu í leikjum. Hann var með skjáinn tengdann með HDMI í upphafi þar sem honum tókst að henda DP snúrunni sem fylgdi með. Þetta hætti um leið og hann tengdi hann með DP.

Ég er mjög sáttur með báða þessa skjái en ég hef ekki mikið til þess að bera þá saman við eða mikla þekkingu á skjáum yfirhöfuð. :happy




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf Hausinn » Mán 16. Nóv 2020 10:05

Er ekki með mikla þekkingu en persónulega myndi ég taka AOC skjáinn. Finnst 240hz bara vera þess virði ef þú ert mjög mikið í keppnisleikjum eins og Counter-Strike og kaupir dýran skjá eins og XL2546.




Höfundur
hivsteini
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Lau 03. Apr 2010 20:34
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf hivsteini » Mán 16. Nóv 2020 10:29

Tjara skrifaði:Ég er sjálfur með Acer skjáinn nema 27" (https://www.tl.is/product/acer-nitro-vg ... eikjaskjar) og konan mín með þennan AOC skjá. Fann fyrir þessu sama um Acer skjáinn, ósköp lítið að finna um hann á netinu miðað við marga aðra.

AOC skjárinn, standurinn á honum er töluvert betri en á ACER fannst mér þar sem þú getur stillt hæðina á honum og það virkar bara þokkalega vel.

ACER skjárinn, keypti skjáarm fyrir hann strax þar sem standurinn var mjög takmarkaður. Félagi minn er einnig með svona skjá og hann var í smá vandræðum með hann í byrjun. Það var þannig að skjárinn hjá honum varð oft alveg svartur þegar það var mikið að gerast í einu í leikjum. Hann var með skjáinn tengdann með HDMI í upphafi þar sem honum tókst að henda DP snúrunni sem fylgdi með. Þetta hætti um leið og hann tengdi hann með DP.

Ég er mjög sáttur með báða þessa skjái en ég hef ekki mikið til þess að bera þá saman við eða mikla þekkingu á skjáum yfirhöfuð. :happy


Standurinn er svosem ekki issue þar sem hann verður hengdur á vegg. Eina sem ég er að spá í eru gæði skjásins. Það jákvæða við AOC skjáinn er að það er búið að lofa hann mikið á netinu en ég finn lítið um ACER skjáinn.

Er ekki með mikla þekkingu en persónulega myndi ég taka AOC skjáinn. Finnst 240hz bara vera þess virði ef þú ert mjög mikið í keppnisleikjum eins og Counter-Strike og kaupir dýran skjá eins og XL2546.


Já ég er nefnilega sammála, ég las einhverstaðar að "venjulegt" fólk greini ekki mun eftir 120hrz. Ég spila svosem mestmegnis bara keppnisleiki en ég held bara að ég sé "venjulegur" og því sé 240hrz bara overkill.
Síðast breytt af hivsteini á Mán 16. Nóv 2020 10:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf Njall_L » Mán 16. Nóv 2020 10:43

Báðir skjáirnir mjög fínir á blaði en AOC skjárinn er heldur dimmur. Uppgefið birtustig á AOC er 250nit en uppgefið á Acer er 400nit (1cd/m²=1nit). Ef þú ert með skjáinn í herbergi sem verður mjög bjart á sólríkum dögum þá er þetta eitthvað sem væri sniðugt að hafa í huga.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
hivsteini
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Lau 03. Apr 2010 20:34
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf hivsteini » Mán 16. Nóv 2020 11:16

Njall_L skrifaði:Báðir skjáirnir mjög fínir á blaði en AOC skjárinn er heldur dimmur. Uppgefið birtustig á AOC er 250nit en uppgefið á Acer er 400nit (1cd/m²=1nit). Ef þú ert með skjáinn í herbergi sem verður mjög bjart á sólríkum dögum þá er þetta eitthvað sem væri sniðugt að hafa í huga.


Ég nefnilega hræðist alltaf að kaupa hluti sem "líta vel á blaði" en ekki með neinar umsagnir á netinu. Birtustig ætti held ég ekki að vera vandamál þar sem ég spila eingöngu á kvöldin og herbergið er mjög dimmt.




Danni1804
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mið 07. Okt 2020 17:46
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf Danni1804 » Mán 16. Nóv 2020 15:35

Acer Predator 240hz af Amazon, bestu kaup sem ég hef gert.

Álagning er svakaleg á skjáum hér heima - hann kostaði mig 90.000kr með öllu á prime day, Acer nitro sem er verri kostar 140hz rúmlega 110k hérna. Ekki er verra að það styttist í Black Friday.


Intel i7 9700K • ZOTAC Gaming Twin Edge OC RTX 3060 Ti • Gigabyte Z390 AORUS ELITE-CF• G Skill Trident Z RGB 16GB DDR4 3600MHz • Samsung 970 Evo Plus 1000GB • Corsair h100i • Seasonic Focus Gold 750W • Meshify C fractal

Acer Predator 240hz IPS 24.5" • Razer Naga • Steelseries Arcis Pro

Skjámynd

Úlvur
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Þri 30. Jan 2018 13:52
Reputation: 9
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjápælingar

Pósturaf Úlvur » Mán 16. Nóv 2020 15:51

bara svo þú vitir AOC skjárinn er ekki 1ms GTG response time.
hann er 1 ms mprt og 4ms gtg.