Fyrsta build


Höfundur
Mossbeard
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 21. Okt 2020 14:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Fyrsta build

Pósturaf Mossbeard » Mið 21. Okt 2020 14:41

Ég er að plana mitt mitt fyrsta build og langaði soldið að fá álit frá fróðari um íhlutina (hvar ég sé að gera herfileg mistök)
Þetta verður aðalega leikjavél og netrápsvél og hugmyndin er að hún geti verið nóg næstu nokkur ár (allavegna eitthvað futureproof)
Planið er að vera undir 300þ og mig langar að reyna að setja hana saman sjálfur.

Íhlutir:
Motherboard: ASRock B550 Phantom Gaming 4 ATX AMD AM4 https://kisildalur.is/category/8/products/1774
Cpu: Nýji Ryzen 5600
Gpu: Palit GeForce RTX-2060 Super GamingPro OC 8GB https://kisildalur.is/category/12/products/1138 eða vonandi nýtt radeon kort í sama verðflokki fer eftir hvernig kynningin þeirra verður núna 28.
Ram: G.Skill 16GB (2x8GB) Ripjaws V 4000MHz DDR4 https://kisildalur.is/category/10/products/1782
Ssd: 1TB CARDEA ZERO Z340 M.2 NVMe SSD https://kisildalur.is/category/11/products/1679
Case: Gamemax Fortress TG ATX turnkassi https://kisildalur.is/category/14/products/1396
Psu: Be quiet! System Power 600W https://kisildalur.is/category/15/products/1025
svo væntanlega einhverja kælingu en ég er ekki búinn að komast að neinni niðurstöðu með það nema að ég vill sennilega air cooling.

Öll ráð vel þegin þar sem ég er að stíga mín fyrstu skref í desktop smíðum.

Takk fyrirfram.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta build

Pósturaf Hausinn » Mið 21. Okt 2020 15:46

Myndi persónulega taka modular aflgjafa og bíða eftir 3070. Öll 2000 seríu kort eru ömurlegur díll núna. 2080 Super og 3080 kosta nánast það sama í Tölvulistanum(3080 er erfitt fá núna en samt).




Höfundur
Mossbeard
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 21. Okt 2020 14:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta build

Pósturaf Mossbeard » Mið 21. Okt 2020 22:03

Takk kærlega fyrir þessi ráð en ég var að spá í 2060 ekki 2080 super korti.
Það er alveg um 90þ kr munur á þeim og ég hef ekki alveg það mikið budget :)




raggzn
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 10:18
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta build

Pósturaf raggzn » Mið 21. Okt 2020 23:02

Það sem Hausinn er að segja er að bíða eftir að nýja serían af nvidia skjákortunum koma. Það er ekki sniðugt að vera kaupa 20XX seríuna af kortum í dag. Myndi líka ráðleggja að taka betra psu 700w+, jafnvel líka gen4 m.2 sem móðurborðið styður.




Höfundur
Mossbeard
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 21. Okt 2020 14:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta build

Pósturaf Mossbeard » Fös 23. Okt 2020 10:39

Takk fyrir ráðin, ég held að ég bíði einmitt smá með þetta build og athugi hvernig gpu launchin vera :)