RTX 3080 á íslandi?


Höfundur
AndriV
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 17. Sep 2020 14:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf AndriV » Fim 17. Sep 2020 19:07

Sælir,

Veit einhver hvenar eða hvort RTX 3080 mun koma á klakann?
Var að reyna að næla mér í eitt stykki á Nvidia síðunni í dag en það seldist upp á nokkrum sekúndum.




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf halipuz1 » Fim 17. Sep 2020 19:10

Komið á Kisildal veit ég.




Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Brimklo » Fim 17. Sep 2020 19:14

Ég pantaði bara að utan, komið í næstu viku á cirka 134k


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.


OrvarZ
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 17. Sep 2020 19:25
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf OrvarZ » Fim 17. Sep 2020 19:30

Það er komið í forsölu hjá bæði kísildal og Tölvutek á 170k.
Ég sem var að vonast eftir að það myndi vera aðeins ódýrara.


Ryzen 7 5800X3D - Asus 4090 ROG Strix - Corsair Vengeance rgb pro 2x16gb 3600mhz - Asus TUF x570 plus (Wi-Fi) - Corsair iCue H150i rgb pro xt - Bequiet Straight Power 1000W - Fractal Design Define S2 Vision Blackout.


bjoggi
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf bjoggi » Fim 17. Sep 2020 19:46

OrvarZ skrifaði:Það er komið í forsölu hjá bæði kísildal og Tölvutek á 170k.
Ég sem var að vonast eftir að það myndi vera aðeins ódýrara.

Já, ég líka. Feginn að hafa pantað þetta á amazon.de hingað komið heim á 134k. Kemur í næstu viku.



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Skaz » Fös 18. Sep 2020 14:23

OrvarZ skrifaði:Það er komið í forsölu hjá bæði kísildal og Tölvutek á 170k.
Ég sem var að vonast eftir að það myndi vera aðeins ódýrara.


Held að menn hafi verið að vonast eftir að þetta myndi kosta svipað hér heima og 2080 kortin sem að voru á sama verði erlendis og 3080 kortin eru núna.

En það virðist sem að hér á klakanum hafi verið ákveðið að verðleggja þetta eins og 2080ti kortin sem að 3080 er að slátra í frammistöðu.

Þessi verðlagning eftir frammistöðu korta er að verða frekar þreytt og maður er farinn að sjá fram á verulegan sparnað við að panta erlendis frá sem að maður getur ekki lengur horft framhjá.

Það er gott að versla hérna heima, það er góð þjónusta og allt það. En maður getur ekki horft framhjá tugþúsunda króna verðmun lengur.




zordage
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 15. Maí 2011 22:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf zordage » Fös 18. Sep 2020 17:17

Hingað til veslað hérna heima enn nú verður breiting upphafs verð eru 700$ með vask ertu að tala um 118,000 sirka




Bandit79
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2014 13:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Bandit79 » Fös 18. Sep 2020 17:43

Ansi dugleg álagning á 3080 kortin hjá íslensku tölvubúðunum... bjóst nú við að þetta myndi vera lægra hjá þeim. Ekki beint sáttur við þetta :( Þeir eru bara að tapa viðskiptum á þessu.



Skjámynd

gotit23
Tölvutryllir
Póstar: 698
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf gotit23 » Fös 18. Sep 2020 21:55

Hvar eru menn að pantga kortinn?




Hook123
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 29. Mar 2011 01:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Hook123 » Fös 18. Sep 2020 22:05

Ég gæti flutt þessi kort inn gegnum Amazon með 30% kostnaði við flutning til Íslands, þau eru bara uppseld á Amazon í augnablikinu. Gæti mögulega fengið magnafslátt ef verslaði 10+ kort í einu. Gætum verið að tala um 145Þ eða minna fyrir pr kort hingað komið með öllum greiðslum án heimsendingar, sem væri 1500kr. á höfurborgarsvæðinu + kosnaður við að senda í pósti ef menn eru ekki á höfurborgarsvæðinu.
Síðast breytt af Hook123 á Fös 18. Sep 2020 22:08, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf jonsig » Fös 18. Sep 2020 22:11

gotit23 skrifaði:Hvar eru menn að pantga kortinn?


Þau eru ófáanleg í augnablikinu https://www.nowinstock.net/computers/vi ... a/rtx3080/

Bara til einhver hjá einhverjum scalperum á ebay.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Trihard » Fös 18. Sep 2020 23:44

gotit23 skrifaði:Hvar eru menn að pantga kortinn?

Overclockers.co.uk tekur við forpöntunum ennþá, att, tl, tölvutek, kísildalur allir með forpantanir.
Það eru samt mjög langir biðlistar hjá overclockers, spurning hvort það borgi sig ekki að forpanta hjá innlendum verslunum núna til að fá kortið fyrr.
https://www.overclockers.co.uk/forums/t ... .18899277/
Síðast breytt af Trihard á Fös 18. Sep 2020 23:48, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf urban » Lau 19. Sep 2020 00:15

Hook123 skrifaði:Ég gæti flutt þessi kort inn gegnum Amazon með 30% kostnaði við flutning til Íslands, þau eru bara uppseld á Amazon í augnablikinu. Gæti mögulega fengið magnafslátt ef verslaði 10+ kort í einu. Gætum verið að tala um 145Þ eða minna fyrir pr kort hingað komið með öllum greiðslum án heimsendingar, sem væri 1500kr. á höfurborgarsvæðinu + kosnaður við að senda í pósti ef menn eru ekki á höfurborgarsvæðinu.


Bandit79 skrifaði:Ansi dugleg álagning á 3080 kortin hjá íslensku tölvubúðunum... bjóst nú við að þetta myndi vera lægra hjá þeim. Ekki beint sáttur við þetta :( Þeir eru bara að tapa viðskiptum á þessu.



Nú er ódýrasta 3080 kortið á vaktinni á 158 þús.
Er það "ansi dugleg álagning" að vera með kortið 13 þús kalli dýrari en þau fengust á amazon ef að þau væru til. ?

Ætlast menn til þess að búðir hérna heima séu ódýrari en amazon ?
Síðast breytt af urban á Lau 19. Sep 2020 00:40, breytt samtals 3 sinnum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf pepsico » Lau 19. Sep 2020 02:43

urban þetta kort var skráð af einhverjum scalpers á scalper verði á Amazon og það er frekar óáhugavert að miða verðlagningarumræðu út frá því. Þetta kort er á $700 ($20 afslætti) hjá B&H en ímyndum okkur að það sé á $720, þá er þetta 35 þús. kr. hærra verð hjá @tt eftir vsk. (án sendingarkostnaðs og vsk. á sendingarkostnaði) þaðan, og ef við miðum við 720 GBP verðið á overclockers.co.uk þá er þetta 25 þús. kr. hærra verð hjá @tt (án sendingarkostnaðs og vsk. á sendingarkostnaði) þaðan.

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... _3080.html
https://www.overclockers.co.uk/zotac-ge ... 22-zt.html

Annars finnst mér ekkert sérstaklega að því að búðir smyrji á svona premium vörur sem er erfitt að fá, allavega til að byrja með. En það er óþarfi að miða við einhver scalper verð til að hrósa þeim.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf urban » Lau 19. Sep 2020 08:49

Ég er alveg sammála því að miða umræðuna ekki við scalperverð.
Ég gerði þau mistök að miða við verð sem að var á þræðinum, án þess að reikna út að þetta væri scalper verð.

En það er líka mjög ósanngjarnt að miða verð umræður á fulluverði útúr búð á íslandi og verð án sendingakostnaðar annars vegar og hinsvegar á vöru sem að þú getur ekki keypt á þessum verðum.

En þá skulum við bara nefna einu töluna hérna sem að er sanngjarnt að miða við.
Gæjann sem að er með staðfesta sölu, komið heim á 134 þús.

Skjákort sem að er hægt að flytja hingað til lands á 134 þús.
Hvað finnst fólki vera þá eðlilegt verð útúr búð ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


zordage
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 15. Maí 2011 22:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf zordage » Lau 19. Sep 2020 12:56

Að ég geti feingið þetta með öllum gjöldum hingað heim að dirum fyrir 135k þá þurfa Íslenskir sölumenn að standa sig betur sem neitandi þá veslar maður það sem er hagstæðast þannig ef þeir vilja standa i þessu þá verða þeir að bjóða verð sem landin er til i að kaupa á.

P.s Ebay og öll auction síður þar sem scalpers eru að selja eru menn að bjóða á fullu i þessi kort með fake accounts til að láta scalpers sitja uppi með kortin það er að bjóða helling enn eingin sem ætlar að borga eða kaupa neit bara skemma fyrir þeim.
Kanski ekki góð hegðun enn það sem virkar virkar.




Cozmic
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Cozmic » Lau 19. Sep 2020 13:06

zordage skrifaði:Að ég geti feingið þetta með öllum gjöldum hingað heim að dirum fyrir 135k þá þurfa Íslenskir sölumenn að standa sig betur sem neitandi þá veslar maður það sem er hagstæðast þannig ef þeir vilja standa i þessu þá verða þeir að bjóða verð sem landin er til i að kaupa á.

P.s Ebay og öll auction síður þar sem scalpers eru að selja eru menn að bjóða á fullu i þessi kort með fake accounts til að láta scalpers sitja uppi með kortin það er að bjóða helling enn eingin sem ætlar að borga eða kaupa neit bara skemma fyrir þeim.
Kanski ekki góð hegðun enn það sem virkar virkar.


Geturu hent mér link á hvar þú ætlar að kaupa kortið á 135k í allt hingað heim ?

Þegar ég skoða þessar búðir í evrópu sé ég ekki betur en að t.d zotac kortið fari á 130k án skatta og sendinakostnaðs..




Bandit79
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2014 13:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Bandit79 » Lau 19. Sep 2020 13:08

Íslenskar tölvuverslanir eru mjög líklega að fá kortin retailer verðum s.s með fasta áfsláttar prósentu (sem getur verið frá 25-40%) en auðvitað hernaðarleyndarmál sem neytendur vita ekkert um. Þegar það er hægt að panta kortið heim að dyrum fyrir 15-30þús ódýrara og það frá annari verlsun erlendis sem er nú þegar búin að leggja sitt á kortið þá finnst mér að þeir geti alveg gert betur hvað varðar verð.




elvarb7
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mán 12. Okt 2015 10:18
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf elvarb7 » Lau 19. Sep 2020 13:18

urban skrifaði:Ég er alveg sammála því að miða umræðuna ekki við scalperverð.
Ég gerði þau mistök að miða við verð sem að var á þræðinum, án þess að reikna út að þetta væri scalper verð.

En það er líka mjög ósanngjarnt að miða verð umræður á fulluverði útúr búð á íslandi og verð án sendingakostnaðar annars vegar og hinsvegar á vöru sem að þú getur ekki keypt á þessum verðum.

En þá skulum við bara nefna einu töluna hérna sem að er sanngjarnt að miða við.
Gæjann sem að er með staðfesta sölu, komið heim á 134 þús.

Skjákort sem að er hægt að flytja hingað til lands á 134 þús.
Hvað finnst fólki vera þá eðlilegt verð útúr búð ?


Eðlilegt verð útur búð hér heima ætti að vera samkeppnishæft ef þú verslar af netinu. Að mínu mati allavega.

Eitt sem við verðum samt að ath, ég er ekki buinn að sjá neitt FE 3080 verð hér heima. Kannski er ég bara ekki búinn að leyta. Þetta 700USD er meðað við það og custom kort oftar en ekki dýrari.

Er ég bara að tala skít hérna? Getur vel verið haha


Ryzen 7 2700X||Gigabyte Gaming 1080ti||X470 Gaming 7||Corsair Vengeance 16GB 3600MHz||850 PRO 265 GB||
NVMe 960 EVO 500 GB||Predator XB1 1440p 144Hz


zordage
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 15. Maí 2011 22:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf zordage » Lau 19. Sep 2020 13:28

Cozmic eins og er eru allir out of stock nema scalpers enn lítið mál að nota reiknivélina á tollinum svo er að finna passa sig með sendingar kostnað þegar þú pantar af netinu of er sendingar kostnaður hærri enn það sem varan kostar.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf pepsico » Lau 19. Sep 2020 13:32

Bandit79 það eru bókstaflega engar líkur á því að íslenskar tölvuverslanir séu að fá 25-40% afslátt af skjákortum. Þú ert á miklum villigötum.



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Saber » Lau 19. Sep 2020 15:00

Framboð og eftirspurn.

Eftirspurnin er gjörsamlega skyrocketing, svo það ætti ekki að koma neinum á óvart að verðið hækki. Svo bara hreinlega borgar sig ekki fyrir tölvuverslanir á Íslandi að vera selja dýr skjákort, þegar íslendingurinn getur pantað þetta sjálfur að utan og sendingarkostnaðurinn er þetta lítill í hlutfalli við vöruna. Einu verslanirnar sem fá svona vörur á lækkuðu verði frá framleiðendum eru verslanir sem eru að taka hundruðir eða þúsundir eintaka, sem verslanir á þessu litla skeri eru svo sannarlega ekki að gera.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Viktor » Lau 19. Sep 2020 15:39

Costco er eina búið nema getur fengið 25-40% afslátt af svona vörum.

Fyrstu eintökin eru alltaf dýr.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Tengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf Klemmi » Lau 19. Sep 2020 16:09

Í guðanna bænum, þeir sem vilja panta sem mest að utan í staðin fyrir að borga 15-30% premium til innlendra aðila, bara gjöriði svo vel, mér og mínum að meinalausu.

En endilega hættiði að reyna að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að verslun leggi þessi 15-30% ofan á vöruna til að standa undir rekstri. Leyfi mér að fullyrða að þetta er lægri álagning en á flestum öðrum sviðum íslensks markaðar.




zordage
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 15. Maí 2011 22:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RTX 3080 á íslandi?

Pósturaf zordage » Lau 19. Sep 2020 18:11

700$ listing verð og sjá 157975 kr hérna eru ansi langt frá 15-20%
Enn það er rétt að verð á islandi eru hræðileg á flestum vörum enda eru altaf fleir og fleir að nýta sér netið til að kaupa það sem vantar.