Hæhó.
Það var diskur að fara hjá mér, ótrúlega spes, en hann semsagt sést í disk management en er ekki initalized. Þegar ég reyni að initaliza hann að þá kemur að hann hafi ekki fundist. Ég ákvað því að taka hann úr vélinni og setja í dokku, en þá gerðist ekkert. Næst prófaði ég að tengja hann í dokkunni við aðra vél og viti menn, þá datt hann inn (sá stærðina og hversu fullur hann var), en þó ekki í nema 5 sekúndur. Þá var ég vongóður og prófaði að tengja hann beint í vélina, en þá fann hún hann ekki. Í þeirri vél sást hann aldrei í disk management. Eftir þetta prófaði ég að tengja hann aftur á dokkuna við aðal tölvuna mína og þá poppaði hann inn í 5 sek aftur og hvarf svo, sást svo ekki í disk management.
Ég hef ekki hugmynd hvað gerðist. Er nokkuð viss um að hann sé dottinn úr ábyrgð, þó ekki nema 3-4 ára (2TB Seagate, recovery forritið þeirra gerði ekkert). Dettur ykkur eitthvað í hug?
Annars langaði mig að spyrja ykkur út í fyrirtæki til að recovera diskin, gögn á honum sem ég vil ekki missa. Er bara best að velja eitthvað tölvufyrirtæki eða er eitthvað sérhæft fyrirtæki betra? Hvað með verð?
Takk fyrir alla hjálp.
Fyrirtæki fyrir HDD recovery
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Reputation: 17
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
http://www.datatech.is eru sérfræðingarnir í gagnabjörgunum hér á landi. Ég mæli með því að fara til þeirra með diskinn eins fljótt og auðið er, ekki fara með hann í tölvuverslun eða neitt slíkt. Þeim tókst að bjarga gögnum af disk sem hrundi hjá mér og ég þekki marga sem Datatech hefur bjargað. Verðið er verið misjafnt eftir umfangi verkefna, en maður á aldrei að taka sénsa þegar mikilvæg gögn eru annars vegar. Ég myndi ekki einu sinni íhuga að fara neitt með hann annað en til Datatech.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
reyniraron skrifaði:http://www.datatech.is eru sérfræðingarnir í gagnabjörgunum hér á landi. Ég mæli með því að fara til þeirra með diskinn eins fljótt og auðið er, ekki fara með hann í tölvuverslun eða neitt slíkt. Þeim tókst að bjarga gögnum af disk sem hrundi hjá mér og ég þekki marga sem Datatech hefur bjargað. Verðið er verið misjafnt eftir umfangi verkefna, en maður á aldrei að taka sénsa þegar mikilvæg gögn eru annars vegar. Ég myndi ekki einu sinni íhuga að fara neitt með hann annað en til Datatech.
Mikið rosalega er þetta dýrt samt, 12þús bara fyrir greiningagjald? Þetta gæti semsagt alveg farið í 20þús ef tímagjaldið er eitthvað svipað? Hvað kostaði þetta fyrir þig?
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
ZiRiuS skrifaði:Mikið rosalega er þetta dýrt samt, 12þús bara fyrir greiningagjald? Þetta gæti semsagt alveg farið í 20þús ef tímagjaldið er eitthvað svipað? Hvað kostaði þetta fyrir þig?
Gæti farið umtalsvert yfir 20þús, 20þús fyrir gagnabjörgun væri mjög vel sloppið... þetta er dýrt fjör
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Klemmi skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Mikið rosalega er þetta dýrt samt, 12þús bara fyrir greiningagjald? Þetta gæti semsagt alveg farið í 20þús ef tímagjaldið er eitthvað svipað? Hvað kostaði þetta fyrir þig?
Gæti farið umtalsvert yfir 20þús, 20þús fyrir gagnabjörgun væri mjög vel sloppið... þetta er dýrt fjör
Bæði Kísildalur og Tölvutek taka um 8þús fyrir tímann, ekkert startgjald nefnt allavega. Veit allavega að Kísildalur er frábært fyrirtæki en hef enga reynslu af gagnabjörguninni þeirra.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Reputation: 17
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
ZiRiuS skrifaði:reyniraron skrifaði:http://www.datatech.is eru sérfræðingarnir í gagnabjörgunum hér á landi. Ég mæli með því að fara til þeirra með diskinn eins fljótt og auðið er, ekki fara með hann í tölvuverslun eða neitt slíkt. Þeim tókst að bjarga gögnum af disk sem hrundi hjá mér og ég þekki marga sem Datatech hefur bjargað. Verðið er verið misjafnt eftir umfangi verkefna, en maður á aldrei að taka sénsa þegar mikilvæg gögn eru annars vegar. Ég myndi ekki einu sinni íhuga að fara neitt með hann annað en til Datatech.
Mikið rosalega er þetta dýrt samt, 12þús bara fyrir greiningagjald? Þetta gæti semsagt alveg farið í 20þús ef tímagjaldið er eitthvað svipað? Hvað kostaði þetta fyrir þig?
Eins og ég segi fer gjaldið eftir umfangi verkefnisins, þ.e. hversu steiktur diskurinn er. Ég fór fyrst með diskinn í Tölvutek, þar sem hann var keyptur og ennþá í ábyrgð, en þeim tókst ekki að bjarga neinum gögnum. Mér var sagt af starfsmanni Datatech að ég hefði betur sleppt því þar sem tólin sem Tölvutek noti geti skemmt sectorana á disknum enn meira. En já, gagnabjörgunin kostaði 88.900 kr. með VSK, og svo þurfti ég að koma með disk til að setja gögnin á. Þetta getur verið ansi dýrt, en ef mikilvæg gögn eru annars vegar hefur maður eiginlega ekkert val. Kennir manni bara að vera með gott backup af öllu, helst bæði onsite og offsite (nota CrashPlan, Backblaze eða álíka þjónustu til viðbótar við local backup).
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
ZiRiuS skrifaði:Bæði Kísildalur og Tölvutek taka um 8þús fyrir tímann, ekkert startgjald nefnt allavega. Veit allavega að Kísildalur er frábært fyrirtæki en hef enga reynslu af gagnabjörguninni þeirra.
Já, þetta er því miður allt annar handleggur. Hvorki Kísildalur né Tölvutek sérhæfa sig í gagnabjörgun. Datatech gera það, og eru eftir minni bestu vitund því umtalsvert betri í því.
Það skilar sér einnig í því að verkefnin hjá Datatech eru mikið takmarkaðari og færri (gagnabjörgun vs. allar aðrar tegundir af tölvuviðgerðum), og því þarf að rukka hærra tímagjald til að koma á móts við það.
Það er því ekki hægt að bera þetta beint saman, og þó þú viljir kannski ekki heyra það, þá er þetta einfaldlega dýrt
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Gagnabjörgun er greinilega góður buisness
Enn ég þakka svörin strákar, ég kíki á þetta á morgun. Er bara mest bummed yfir því að geta ekki lagað þetta sjálfur. Maður ætti að fara að skoða gagnaafritun einhversstaðar í skýinu, einhver meðmæli með það? Ég prófaði Backblaze fyrir einhverjum árum en fílaði þá ekki, hafa þeir eitthvað skánað?
Enn ég þakka svörin strákar, ég kíki á þetta á morgun. Er bara mest bummed yfir því að geta ekki lagað þetta sjálfur. Maður ætti að fara að skoða gagnaafritun einhversstaðar í skýinu, einhver meðmæli með það? Ég prófaði Backblaze fyrir einhverjum árum en fílaði þá ekki, hafa þeir eitthvað skánað?
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Jæja smá bump á þetta. Eftir að hafa heyrt slæma hluti um Datatech (svara ekki beiðnum og annað ótraust) að þá spyr ég aftur hvort eitthvað annað sé í boði hér á klakanum? Þetta eru tveir diskar og ég er nokkuð viss um að annar þurfi nýjan vélbúnað (öllum líkindum PCB). Ég gæti skipt um það sjálfur en ég er skíthræddur við að skemma eitthvað.
Ef ekkert er hér á landi hefur einhver hérna góða reynslu á erlendu fyrirtæki?
Takk.
Ef ekkert er hér á landi hefur einhver hérna góða reynslu á erlendu fyrirtæki?
Takk.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Hef mjög góða reynslu af Seagate Rescue, flat rate óháð því hvað þarf að gera við diskinn og hægt að fá gögnin afhend á flakkara eða í gegnum cloud.
Miðað við hvernig þú lýsir þessu þá færi ég ekki að fikta í þessu sjálfur, auðvelt að valda meiri skemmdum en eru nú þegar til staðar
https://www.seagate.com/gb/en/services- ... -recovery/
Miðað við hvernig þú lýsir þessu þá færi ég ekki að fikta í þessu sjálfur, auðvelt að valda meiri skemmdum en eru nú þegar til staðar
https://www.seagate.com/gb/en/services- ... -recovery/
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Njall_L skrifaði:Hef mjög góða reynslu af Seagate Rescue/
Þetta er mjög athyglisvert, hefurðu prófað þetta sjálfur? Má ég spyrja hvað það kostaði og hversu slæmt tjónið var?
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Einn diskur sýnist mér vera rúman 80þús (án sendingarkostnaðar).
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
kiddi skrifaði:Njall_L skrifaði:Hef mjög góða reynslu af Seagate Rescue/
Þetta er mjög athyglisvert, hefurðu prófað þetta sjálfur? Má ég spyrja hvað það kostaði og hversu slæmt tjónið var?
Getur séð verðin hérna: https://seagatewtb.secure.force.com/submit/?lang=en-gb
Ef þú vilt fá gögnin til baka á 4TB flakkara þá er engagement fee og síðan gjaldið við björgunina €699 en ef þú vilt fá gögnin til baka á skýinu þá er engagement fee og gjald við björgunina €599. Bæði þessi verð eru án sendingarkostnaðar svo það bætist við.
Í þessari þjónustu þá er engagement fee (€49) alltaf rukkað og síðan bætist gjald við björgunina við ef að björgunin tekst. Ef hún tekst ekki þá er bara rukkaðar þessar €49, og sendingargjald að sjálfsögðu
Þannig að verð á svona björgun er á bilinu 81k - 95k miðað við almennt gengi dagsins fyrir utan sendingarkostnað. Síðan má búast við að það bætist við vsk ef maður kýs að fá gögnin til baka á flakkara, þannig að þetta er ekki beint ódýrt en ég hef eins og ég segi góða reynslu af þessu.
Hef sent út nokkra diska og flakkara í mismunandi ástandi fyrir fyrirtæki sem ég vann hjá og það gekk alltaf vel fyrir sig. Í þeim tilfellum þar sem leshaus hafði t.d. klesst sig ofan í platta og skemmt ákveðin svæði var að sjálfsögðu ekki hægt að ná gögnum af því svæði en þá náðist yfirleitt allt annað af disknum, en það er samt alltaf hætta að einhver gögn séu "corrupted" eftir svona aðgerð. Tíminn í þessu gat verið svolítið breytilegur eftir því í hvaða ástandi diskurinn var svo það er erfitt að segja til um nákvæmlega hversu langan tíma þetta tekur.
Eftir að hafa unnið með þessa þjónustu þá hef ég keypt hana fyrirfram á allar gagnageymslur sem ég hef keypt nýjar. Tölvutek hefur verið að selja þessa þjónustu sem tryggingu á 3.490kr og gildir þá í 2 ár frá kaupdegi, sjá link hérna að neðan. Hef bara verið að versla gagnageymslur hjá þeim svo ég veit ekki hvort þetta virki á diska sem eru keyptir hjá öðrum. En fyrir þennan 3.490kr er ég búinn að tryggja mig innan ábyrgðartímans að ef að gagnageymslan skildi bila eða tjónast þá hef ég aðgang að nákvæmlega sömu þjónusatu og kostar 81k+ ef ég skildi þurfa að kaupa hana eftirá, algjör no-brainer fyrir mér.
https://tolvutek.is/vara/seagate-rescue ... orgun-2-ar
Löglegt WinRAR leyfi
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Eftir þessa biluðu diska fannst mér líka algjör no brainer að kaupa þjónustu eins og Backblaze.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Gæji á youtube sem ég fylgist með rekur fyrirtæki með mail in data recovery þjónustu: https://rossmanngroup.com/data-recovery-service-nyc/
Enginn reynsla en hann þykist vera sanngjarn og oftast rukkar hann ekkert ef það gengur ekki upp þjónustan hjá honum.
En það væri kannski ráðlegt að bíða fram eftir áramót fyrst að hann er að flytja um skrifstofur í augnablikinu (sjá á youtube)
En já um að gera að hafa varann á, þetta eru háar upphæðir og strax og einhver óviti byrjar að fikta í svona diskum lækka líkurnar á gagnabjörgun um 90%
Enginn reynsla en hann þykist vera sanngjarn og oftast rukkar hann ekkert ef það gengur ekki upp þjónustan hjá honum.
En það væri kannski ráðlegt að bíða fram eftir áramót fyrst að hann er að flytja um skrifstofur í augnablikinu (sjá á youtube)
En já um að gera að hafa varann á, þetta eru háar upphæðir og strax og einhver óviti byrjar að fikta í svona diskum lækka líkurnar á gagnabjörgun um 90%
Re: Fyrirtæki fyrir HDD recovery
Sendi disk til Datatech einu sinni. Tók þá 2 mánuði að skila honum og svo þegar ég fékk hann þá hafði hann verið sendur að utan til mín skv. sendinga miða á umbúðnum sem hann kom til mín í.
Ég undir það að þjónustun þeirra er slæm.
Ég undir það að þjónustun þeirra er slæm.