val á upgradei help


Höfundur
Biguzivert
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Lau 18. Nóv 2017 00:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

val á upgradei help

Pósturaf Biguzivert » Lau 19. Okt 2019 03:23

speccy af tölvunni eins og hún er fylgir, vantar að upgradea flest ef ekki allt fyrir utan skjákortið.
var að hugsa mér þetta https://pcpartpicker.com/list/GH2M8M
er ég að gera eh mistök eða missa af betra upgradei?
Viðhengi
speccy.png
speccy.png (23.15 KiB) Skoðað 722 sinnum




Runar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: val á upgradei help

Pósturaf Runar » Lau 19. Okt 2019 08:16

Lítur vel út hjá þér, en smá breytingar:

Örgjörvi:
Intel 9700k í staðinn fyrir 8700k, nánast sama verð á þeim og 9700k er nýrri og örlítið betri. Allir hinir hlutirnir eru compatible við báða örgjörvana.

Minni:
3600MHz minni er algjört overkill, nema þú ætlar að fara að yfirklukka og slíkt, 3000MHz minnir mig hafi verið sweet spot fyrir þessa örgjörva (þið hinir megið leiðrétta mig ef það var vitlaust munað hjá mér). Fínt minnið sem þú valdir, bara taka 3000MHz útgáfuna af því, sami framleiðandi og model.

Diskur 1:
Intel 660p Series 1 TB M.2-2280 NVME í staðinn fyrir Samsung 860 Evo 1TB - kostar $30 minna ($99 sá ég), en er betri og hraðvirkari. Sá sem þú valdir er SATA3 SSD, meðan þessi er M.2 NVME, mun betra og hraðvirkara að nota þannig og það eru 2x M.2 raufar á þessu móðurborði sem þú valdir, eru reyndar 2x M.2 raufar á flestum Z390 ATX móðurborðum í þessum verðflokki.

Diskur 2:
Alveg nóg af taka svo 256GB útgáfu af disknum sem þú valdir, hafa hann eingöngu fyrir Windowsið, svo þennan Intel 1tb fyrir leiki og allt annað, en ég skoðaði ekki verðmuninn á 250GB og 500GB af honum, ef það er örlítill munur bara, þá skiptir það svo sem ekki, svo er Samsung 970 Evo Plus betri og nýrri en Samsung 970 Evo, nema það sé mikill verðmunur, þá taka bara ódýrari.
Ég er með það þannig, ekkert nema windowsið og forrit á slíkum disk, og ég er ekki að nota nema 70GB af honum eftir að hafa ekki formattað í 3-4 ár.
Annars mæli ég persónulega með að hafa My Documents og allt sem fylgir því (Pictures, Desktop, Downloads og allt það, sem er inni í My Documents möppunni) á öðru drifi, Windows býður uppá að færa það á annað drif án vandamála, uppá að þegar þú formattar, þá þarftu ekki að fara yfir C: drifið og taka allt af því sem þú vilt geyma, því 99% af slíku er alltaf í My Document möppunni, þar sem leikir og annað yrði á Intel drifinu. Eina á C: væri windowsið og forrit, og forritin myndirðu hvort eð er þurfa að installa aftur eftir formattið. Smá leiðbeiningar sem ég fann strax á Google: https://www.dummies.com/computers/operating-systems/windows-10/how-to-change-the-location-of-user-folders-in-windows-10/

Aflgjafi:
850w er algjört overkill, 650w er meira en nóg fyrir þetta, þetta er mjög fínt merki og model sem þú valdir, Corsair RMx, en svo lengi sem hann er Gold certified, þá ertu nokkuð solid. En ef verðmunurinn er ekki mikill, þá er ekkert að fara í 850w.

Ég sjálfur tek reyndar frekar Gigabyte eða Asus móðurborð, en það er meira smekks atriði, þeir framleiðendur hafa bara reynst mér best yfir árin, svo ég hef enga reynslu með MSI í mjööööög langan tíma, það væri eitthvað sem aðrir þyrftu að svara.