Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf pegasus » Lau 15. Jún 2019 16:26

Hæ,

Ég er í veseni með fartölvu mömmu minnar. Þetta er 7 ára gömul ThinkPad Edge E520 sem er enn þá að keyra Windows 7 því móðir mín vildi ekki uppfæra í Windows 10 þegar Microsoft bauð upp það ókeypis. Núna er hins vegar support fyrir Windows 7 að renna út í janúar 2020 svo ég náði að sannfæra hana um að nú þyrfti hún að fara að læra á og nota Windows 10 í staðinn.

Tölvan sjálf er svo sem alveg nógu spræk fyrir hana enda komin með nýjan SSD disk og meira (8GiB) vinnsluminni. Móðir mín er heldur ekki að gera neitt krefjandi á tölvunni. Mest er hún í Office pakkinn, Skype og Chrome. Hins vegar er hún farin að kvarta undan því hvað tölvan sé fyrirferðarmikil og þung þegar hún þarf að ferðast með hana.

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég eigi að kaupa Windows 10 leyfi og strauja tölvuna hennar, eða hvort það borgi sig jafnvel bara kaupa nýja (notaða) fartölvu?

Mér sýnist að Windows 10 Home leyfi kosti 16.999 kr. hjá Microsoft. Er það eðlilegt verð eða hvar myndi maður kaupa Windows leyfi?

Ef ég myndi kaupa nýja tölvu væri ég að horfa eftir svona 2-4 ára gamla tölvu, 14-15" og með talnaborði (það er skilyrði frá móður minni). Ég myndi heldur ekki vilja borga meira en svona 50-60 þúsund og tölvan þyrfti að vera með löglegu Windows 10 leyfi. Haldið þið að það sé möguleiki eða hvort mynduð þið gera í stöðunni?




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf Viggi » Lau 15. Jún 2019 16:30

Keyptu bara leyfi af ebay. Kostar max 2000 kall


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 15. Jún 2019 16:37

Getur bent henni á að það er hægt að kaupa USB/bluetooth numpad ef það er Showstopper á hvaða vél hún ætlar að taka.


Just do IT
  √


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf pegasus » Lau 15. Jún 2019 17:06

Viggi skrifaði:Keyptu bara leyfi af ebay. Kostar max 2000 kall

Er það alveg öruggt? Ég nenni ekki að standa í símasupporti fyrir hana af því að tölvan kvartar undan ólöglegu Windows.

Hjaltiatla skrifaði:Getur bent henni á að það er hægt að kaupa USB/bluetooth numpad ef það er Showstopper á hvaða vél hún ætlar að taka.

Hef það í huga ef ég fer að skoða tölvur handa henni.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf Viggi » Lau 15. Jún 2019 17:09

pegasus skrifaði:
Viggi skrifaði:Keyptu bara leyfi af ebay. Kostar max 2000 kall

Er það alveg öruggt? Ég nenni ekki að standa í símasupporti fyrir hana af því að tölvan kvartar undan ólöglegu Windows.

Hjaltiatla skrifaði:Getur bent henni á að það er hægt að kaupa USB/bluetooth numpad ef það er Showstopper á hvaða vél hún ætlar að taka.

Hef það í huga ef ég fer að skoða tölvur handa henni.


Amk 95% eða meira keyptu bara af þeim með mesta rating og færð email um hæl


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf pegasus » Lau 15. Jún 2019 17:58

Viggi skrifaði:Amk 95% eða meira keyptu bara af þeim með mesta rating og færð email um hæl

Hljómar fishy. Er þetta löglegt?



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra tölvu eða stýrikerfi?

Pósturaf Henjo » Lau 15. Jún 2019 19:13

Getur prufað að installa Windows 10 og séð hvernig tölvan hagar sér eftir það. Getur downlodað Windows 10 frítt af Microsoft vefsíðunni og notað þá útgáfu. Eina sem yrði við það er að Win10 yrði ekki activatað, en ekkert mál að nota kerfið þó svo það sé þannig. Getur bara ekki personilizað hana (skipt um wallpaper og annað slíkt)