kiddi skrifaði:Bose QC35 tikka eiginlega í öll boxin hjá þér Appel, ég er búinn að nota mín með frábærum árangri í tæp 2 ár, nota þau nánast eingöngu með snúru reyndar og hef yfirleitt slökkt á noise cancelling því það er óþægilegt til lengdar, en konan stelur þeim svo á morgnana þegar hún fer í ræktina og notar í ca 1 klst þráðlaust með NC næstum því daglega, og ég er að hlaða ca 2x í mánuði miðað við það. Ég var lengi vel með heyrnatólin á skrifstofunni og ég þurfti ekki að hlaða þau í marga mánuði meðan ég notaði snúruna án NC. Svo er stórkostlegt að geta tekið snúruna úr og notað NC við viss tækifæri. Ég kannast reyndar líka við PC bluetooth vandamálið, keypti mér líka einhvern drasl bluetooth transmitter og það var ekkert nema fokk og vesen - algjör draumur á Mac og með símum hinsvegar.
Ef hann fílar ekki Sony MDR1000x, þá á hann ekki eftir að fíla Bose QC35.
Þetta eru næstum því sömu heyrnartólin hvað features og gæði varðar.