Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf Xovius » Fös 09. Mar 2018 20:42

Kvöldið vaktarar,

Nú var gamla vélin hennar mömmu að gefa sig endanlega (2007 árgerð svo hún hefur staðið sína vakt) og henni vantar eitthvað nýtt.
Ég gæti vel valið saman góða leikjatölvu en er ekki nógu vel að mér þegar kemur að svona vélum.

Þetta þarf að duga í bara þessa venjulegu notkun. Facebook, vefráp, word/excel og þar fram eftir götunum. Ekkert sérstaklega þungt en það væri gott ef hún væri nú samt snögg að þessu litla sem hún þarf að geta.

Þetta má líka vera borðtölva eða fartölva, skiptir ekki öllu máli. Eigum ennþá skjáinn og fylgihluti og það er alltaf fínt að geta skipt út pörtum til að halda henni lengur á lífi. Fartölvur hafa náttúrulega sína kosti líka og það er kannski auðveldara að finna góða budget fartölvu?

Kröfur:
Windows (þarf ekki að fylgja, ég redda licence, en hún vill ekki chromebook)
SSD - Er með gamlann 64gb disk í gömlu tölvunni sem ég treysti ekki til fleiri ára
Þráðlaust netkort




benderinn333
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 13. Feb 2014 13:21
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf benderinn333 » Fös 09. Mar 2018 21:05

hvað er low budget ca.?
Sleppa gpu, ódyrara borð og wifi kort er kannski möguleiki. kemur út á svipuðu kannski að kaupa wifi kort sér.
https://imgur.com/a/7wyHL

Tek fram að ef þú nennir að rúnta á milli búða geturu sennilega sparað nokkra þússara. þetta er bara hugmynd


Coolermaster scout. // Msi Z77A-G43. // Intel 3570k @4.5ghz. // Msi 750Ti. // Evga GTX470. // Corsair Dominator 2x2GB. Corsair Vantage 2x4GB. // 160GB Segate. 1TB WD Green.

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf Xovius » Fös 09. Mar 2018 23:00

Akkurat eitthvað svona sem ég var að spá í.
Hvernig eru cpu graphics vs þessi ódýrustu skjákort í dag?
Þarf ég að fara í dedicated graphics fyrir svona vél eða er integrated GPU nóg?
Hef ekkert á móti því svosem að kaupa sér wifi kort en ágætis wifi kort er á alveg 7-10þús, er ekki almennt sniðugra að fara í dýrara MB sem er með wifi?




benderinn333
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 13. Feb 2014 13:21
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf benderinn333 » Fös 09. Mar 2018 23:36

var að henda i svipaða fyrir ömmu gömlu
i7 3770k (verður i5 3750k)
1x8gb
og hdd

Persónulega fannst mér hún 10x betri eftir að ég hennti i hana GTX980 (svona þar til ég kemmst i einhvað gamalt 1gb kort)
En hún er ssd laus ,sem var ekki að bæta load tímana.

Ég myndi alltaf velja dedicated. þótt hún væri mestalagi að leggja kapal.

Minna basl að kaupa bara mb með wifi.
En það væri nátturulega hægt að taka 10þ kr borð og usb wifi dongle


Coolermaster scout. // Msi Z77A-G43. // Intel 3570k @4.5ghz. // Msi 750Ti. // Evga GTX470. // Corsair Dominator 2x2GB. Corsair Vantage 2x4GB. // 160GB Segate. 1TB WD Green.


einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf einarn » Lau 10. Mar 2018 17:35

Persónulega þá myndi ég skoða að kaupa ódýra i3/i5 fartölvu. Uppfæra í ssd og kanski ram. Smella í hana clean install af windows og basic malware pakka. Þá hefuru möguleika að tengja stærri skjá og utanáliggjandi mús og lyklaborð eða notað hana sem fartölvu.



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf Skaz » Sun 11. Mar 2018 23:52

Fartölva, án spurningar. Þetta er ekkert sem að þú ert að fara að upgrade-a aftur. Við erum að hverfa inn í heim þar sem að spjaldtölvur eru að verða svo öflugar að þær fara að yfirtaka fartölvur. Eftir 5-7 ár þá ertu að fara að redda henni spjaldtölvu sem að verður öflugri en fartölvan.

Plús það að meðfærileg fartölva sem að tekur ekkert pláss er málið fyrir eldra fólk í dag.



Skjámynd

tdiggity
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 06. Jún 2017 13:45
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf tdiggity » Mán 12. Mar 2018 13:20

benderinn333 skrifaði:https://imgur.com/a/7wyHL


z170 MB með coffee örgjörva... [-X

Annars myndi ég alltaf taka i3 borðtölvu án GPU, hefur ekkert með GPU að gera í þessari vinnslu.
Kaupa svo eitthvað ódýrt MB með því bara, og auka pci-e WiFi kort.

Ef þessi vél er ekki neitt á ferðinni þá ertu alltaf að fá meira fyrir peninginn með borðtölvu. Ódýrari og öflugari. Þ.e.a.s ef þú ert með skjá og lyklaborð :D




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf frr » Mán 12. Mar 2018 15:47

Full hd skjár og 15,6 skjár.

Eitthvað í líkingu við þetta:
https://kisildalur.is/?p=2&id=3522


Það sem er ódýrara hér (með Windows) er allt með 1366x768, eða skelfilegum afköstum og ætlað í þriðja heiminn. Ekki þess virði og lágupplausnarskjáirnir eru óskýrir miðað við fullhd, sérstaklega fyrir eldra fólk.

Ef þú vilt ódýrara myndi ég gá að notaðri Lenovo t.d. Panta svo rafhlöðu af ebay.




benderinn333
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 13. Feb 2014 13:21
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf benderinn333 » Þri 13. Mar 2018 07:32

tdiggity skrifaði:
benderinn333 skrifaði:https://imgur.com/a/7wyHL


z170 MB með coffee örgjörva... [-X


Educate me :dontpressthatbutton
1151 í 1151 sé ekki vandamálið.
Nema það sé viljandi fra intel.


Coolermaster scout. // Msi Z77A-G43. // Intel 3570k @4.5ghz. // Msi 750Ti. // Evga GTX470. // Corsair Dominator 2x2GB. Corsair Vantage 2x4GB. // 160GB Segate. 1TB WD Green.

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf Njall_L » Þri 13. Mar 2018 07:46

benderinn333 skrifaði:
tdiggity skrifaði:
benderinn333 skrifaði:https://imgur.com/a/7wyHL

z170 MB með coffee örgjörva... [-X

Educate me :dontpressthatbutton
1151 í 1151 sé ekki vandamálið.
Nema það sé viljandi fra intel.

Z170 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka með Skylake og Kaby lake.
Z270 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka með Skylake og Kaby lake.
Z270 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka bara með Coffee Lake þrátt fyrir að vera LGA1151. Intel lokaði á backwards compatability með Firmware lás. Tæknilega séð gætu Coffee Lake örgjörvar virkað í eldri kynslóðir af móðurborðum og eldri örgjörvar í ný móðurborð en Intel lokaði á það.


Löglegt WinRAR leyfi


benderinn333
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 13. Feb 2014 13:21
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf benderinn333 » Þri 13. Mar 2018 11:55

Njall_L skrifaði:
benderinn333 skrifaði:
tdiggity skrifaði:
benderinn333 skrifaði:https://imgur.com/a/7wyHL

z170 MB með coffee örgjörva... [-X

Educate me :dontpressthatbutton
1151 í 1151 sé ekki vandamálið.
Nema það sé viljandi fra intel.

Intel lokaði á backwards compatability með Firmware lás.


$$$$$ smart move Intel $$$$$


Coolermaster scout. // Msi Z77A-G43. // Intel 3570k @4.5ghz. // Msi 750Ti. // Evga GTX470. // Corsair Dominator 2x2GB. Corsair Vantage 2x4GB. // 160GB Segate. 1TB WD Green.

Skjámynd

tdiggity
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 06. Jún 2017 13:45
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf tdiggity » Þri 13. Mar 2018 12:29

Njall_L skrifaði:Z170 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka með Skylake - og Kaby lake með bios uppfærslu.
Z270 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka með Skylake og Kaby lake.
Z370 (og önnur chipset úr sömu kynslóð) virka bara með Coffee Lake þrátt fyrir að vera LGA1151. Intel lokaði á backwards compatability með Firmware lás.


Fixed :megasmile




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf linenoise » Þri 13. Mar 2018 18:00

Ef þetta er bara vefurinn og office, þá ætti nýr Pentium að duga. Ekkert að því að henda í i3 samt fyrir single thread performance og hyperthreading. Skylake er ódýrara, þannig að hvers vegna ekki? Allir þessir örgjörvar eru svo með mjög gott video decoding subsystem fyrir gláp og nógu gott graphics acceleration til að duga í kapal (og platformers og einfalda 3d leiki). Þú þarft ekki GPU.

Ég myndi svo segja 8 GB af minni frekar en 4 og hvaða skítamóðurborð sem er, en kannski tékka á skjátengjum. Kaupa svo wifi kort.



256 GB af SSD er örugglega safe, spurning hvort 128 dugar?




Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ráðgjöf v/ kaupa á low-budget tölvu

Pósturaf Vinni » Þri 13. Mar 2018 23:51

Ég hef græjað nokkrar vélar í svona notkun. Maður fiskar fartölvur eða turna upp úr næsta ruslagám og setur upp á þær linux (t.d Mint). Ástæðan fyrir því að þær lentu í gámnum til að byrjað með er -nær undantekningalaust- gjörsigrað windows stýrikerfi í einum graut sem engu tauti er komandi við. Vanalega er ekki nokkur hlutur að vélbúnaði þannig að fersk uppsetning af nothæfu stýrikerfi yngir þessar gömlu dollur upp og þær verða furðu sprækar á ný og fullkomlega frambærilegar fyrir marga notendur.

Nú er ég ekki fróður um síðari tíma Windows kerfi enda ekki notað þau svo neinu nemur frá árinu 2000. En eftir því sem ég kemst næst er XP ekki stutt lengur og vonlaust að nota það af þeim sökum - sem er synd því að það var létt stýrikerfi og fyrsta nothæfa Windows stýrikerfið. Síðari Windows virðast útheimta mjög öflugan vélbúnað til að keyra þokkalega og því virðist mér Linux vera eini valkosturinn til að nýta eldri vélbúnað.

Fyrir dæmigerðan notanda sem fiktar lítillega í tölvupósti og ritvinnslu og browsar vefinn og kíkir á facebook og youtube - - þarf einungis 2G ram fyrir þokkalegt grafískt umhverfi, Mate eða þessvegna Gnome í Linux. Síðari árgerðir af Intel Core2 Duo duga merkilega vel enn þann dag í dag. Eitthvað yngra eins og I3 eða i5 er frábært og þeir dóla sér að mestu í pásu yfir alla notkun. Testið á svona dollur er hvort að þær geti spilað 1080 straum af youtube hnökralaust í full screen. Ef þær geta það ráða þær ljómandi vel við ritvinnsluforrit og töflureikna og facebook bullið og það allt. Skjákort skiptir engu þar sem þessi notendhópur hefur nákvæmlega ekkert að gera við þrívíddarhröðun úr skjákorti. Jújú fínt ef slíkt er til staðar en ásæðulaust kaupa þau sérstaklega fyrir þennan hóp. Besta hraða uppfærslan er náttúrlega ssd diskur. Þið vitið hvers vegna.

En já,vanir windows notendur eiga mjög erfitt með að skipta um stýrikerfi. Fyrir suma notendur er það ó-yfirstíganlegur þröskuldur og lítið við því að gera, fyrir þá verður að kaupa vélbúnað sem keyrir nýjustu risaeðluna frá Microsoft. Mér hefur samt fundist að þeir sem á annað borð kunna lítið fyrir sér í Windows eigi mjög auðvelt með að skipta.

Ps
Þessu er póstað af sjónvarpsvélinni minni sem keyrir Gnome á OpenSUse, hún er með Intel Core2 Duo 6600, 2gig ram og er niðurhalari af ýmsum vafasömum skúmaskotum netsins, bíómyndaspilari náttúlega, heimilis-server fyrir 6TB af gagnadrasli, keyrir hljóðkerfið í stofunni, er net-browser, skrifstofutölva fyrir ritvinnslu og töflureiknir os.frv. Hér á heimilinu eru samanlagt í bili 10 tölvur og nokkrar miklu öflugri. Ég hef ekki enn fundið út hvað ég hef að gera við hraðari örgjörvana eða öll gígabætin í innraminni sem linux nýtir aldrei í þessari notkun. Enda nota ég ekki Windows. Fáið ykkur stýrikerfi í stað þessa vonlausa ruslahaugs sem er Windows -- við það sparast fé sem getur sem best nýst til gagnlegri hluta en að kaupa sífellt öflugri vélbúnað. Eins og t.d að auka óregluna! Tóbak og áfengi er ekki beinlínis gefnis í dag!! :face