Skjákorts framleiðanda MTBF (bilanatíðni)

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Skjákorts framleiðanda MTBF (bilanatíðni)

Pósturaf jonsig » Þri 06. Feb 2018 19:54

Sælir /ar

Er ekki möguleiki á að finna RMA tölur yfir skjákort eftir framleiðendum ? Eins og aflgjafarnir/HDD ofl hjá okkur eru mjög oft gefið upp í MTBF
(Mean time between failure). Sérstaklega þar sem framleiðendurnir hafa oft sitthvort layout á skjákortunum.




Nuubzta
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Mán 02. Nóv 2009 10:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Skjákorts framleiðanda MTBF (bilanatíðni)

Pósturaf Nuubzta » Þri 06. Feb 2018 20:25

Kannast ekki við að þetta sé einhver tölfræði sem er gefin út, sérstaklega í ljósi þess hvað það eru til margar undirtegundir og hvað þetta er uppfært reglulega.

Annars er auðvelt að finna hverjir eru þægilegir í samskiptum ef það kemur að því að þú þarft að fara með eitthvað í RMA, þeas ef að þú þarft sjálfur að hafa samband við framleiðanda en ekki verslun á Íslandi.


Gigabyte Gaming-K3 | Intel i5-6600k | Adata XPG Z1 3000Mhz (2x8GB) | Samsung SSD 840 EVO 120GB | SanDisk Ultra SSD 960GB | Asus GTX 980ti Strix | CoolerMaster Silencio 550 | Fractal Design Newton 1000w

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákorts framleiðanda MTBF (bilanatíðni)

Pósturaf jonsig » Mið 07. Feb 2018 12:34

Maður hefur stundum séð bilanatíðni gefna út af stórkaupendum. Kannski meiga þeir ekki gefa það út samkvæmt einhverjum samningi ?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Skjákorts framleiðanda MTBF (bilanatíðni)

Pósturaf Klemmi » Mið 07. Feb 2018 13:15

jonsig skrifaði:Maður hefur stundum séð bilanatíðni gefna út af stórkaupendum. Kannski meiga þeir ekki gefa það út samkvæmt einhverjum samningi ?


Eina ástæðan sem ég sé fyrir að þeir myndu gefa út þessar tölur er ef þær eru einstaklega lágar.

Græðir ekkert á því að gefa upp subpar tölur, hvorki sem framleiðandi né milliliður.