Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis


Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Risadvergur » Fim 26. Okt 2017 08:51

Á aðeins léttari nótum.

Er með smá spurninginu fyrir ykkur rafmagnsfræðingana.

Ég dvel stundum í húsi sem er komið nokkuð til ára sinna og rafkerfið mögulega ekki það besta á landinu.Stundum gerist það að ég kveiki á fjöltengi með 3 innstungum að öryggið fyrir viðkomandi grein slær út. Í þetta fjöltengi tengist tölvan og skjárinn. Þetta gerist ekki alltaf, bara stundum. Lausnin er yfirleitt sú að taka tölvuna og skjáinn úr sambandi og kveikja á fjöltenginu og setja síðan tölvuna og skjáinn aftur í samband.

Hér kemur svo spurningin: Hvað nákvæmlega er að gerast sem veldur því að fjöltengið slær örygginu út?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2606
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 493
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Moldvarpan » Fim 26. Okt 2017 08:57

Er ekki bara svona mikið álag á lélegu rafkerfi, að það slær út við minnsta flökt á spennu?




Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Risadvergur » Fim 26. Okt 2017 09:06

Ég skal ekki segja, ekki vel að mér í rafmagni en þar sem þetta er á köldu svæði og allt hitað með rafmagni þá kann það að vera skýring.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Dúlli » Fim 26. Okt 2017 09:30

Búin að prufa að skipta út fjöltenginu ?

Hef séð þetta gerat við gömul öryggi þegar fjöðrin er orðin slöpp.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 865
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 197
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf olihar » Fim 26. Okt 2017 11:11

Þarf ekki bara að skipta öryggjum út, ráða ekki við start höggið.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Dúlli » Fim 26. Okt 2017 12:39

olihar skrifaði:Þarf ekki bara að skipta öryggjum út, ráða ekki við start höggið.


Gömul öryggi, sem eru orðin 35-40 ára + hafa þessi vandamál. það er engin að segja að fara í tregg öryggi en ef taflan er komin á tíma getur þetta verið orsök að öryggið sé orðið viðkvæmara en "B" gerð öryggis sé.

Byrja að skoða fjöltengið ef það er cheap, svo getur þetta líka verið aflgjafinn í tölvunni ef hann er drasl.




Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Risadvergur » Fim 26. Okt 2017 12:52

Fjöltengið sem um ræðir er bara almennt fjöltengi sem kemur úr ikea eða rúmfó, ekki viss hvort en það er ekki frekar nýlegt.

Aflgjafinn er minnir mig tacens valeo 560w þannig að hann ætti að vera í lagi.

Veit að taflan er allavega ekki glæný en dettur í hug að hún hafi mögulega verið endurnýjuð einhverntímann á síðustu 20 árum allavega að hluta. Það eru ennþá stofnvör, þessi sem þarf að skrúfa úr. Þannig að upprunalega taflan sjálf er mögulega hvað 40-50 ára eða ?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Dúlli » Fim 26. Okt 2017 14:43

Risadvergur skrifaði:Fjöltengið sem um ræðir er bara almennt fjöltengi sem kemur úr ikea eða rúmfó, ekki viss hvort en það er ekki frekar nýlegt.

Aflgjafinn er minnir mig tacens valeo 560w þannig að hann ætti að vera í lagi.

Veit að taflan er allavega ekki glæný en dettur í hug að hún hafi mögulega verið endurnýjuð einhverntímann á síðustu 20 árum allavega að hluta. Það eru ennþá stofnvör, þessi sem þarf að skrúfa úr. Þannig að upprunalega taflan sjálf er mögulega hvað 40-50 ára eða ?


Búin að prufa annað fjöltengi til öryggis ?

hafa allt klappið tengt á öðrum stað til að útiloka greinina ?

Það er eithvað að valda af miklum start straumi og í raun er málið að útiloka hluti.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1461
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf nidur » Fim 26. Okt 2017 15:25

Eru ekki einhverjar aðrar græjur á greininni, magnarar eða gamalt sjónvarp?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3761
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 125
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Pandemic » Fim 26. Okt 2017 15:48

Kannski er þetta fjöltengi frá verkfæralagernum :lol:



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 865
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 197
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf olihar » Fim 26. Okt 2017 16:13

Pandemic skrifaði:Kannski er þetta fjöltengi frá verkfæralagernum :lol:



WHAAAAAAAAA... þetta hlítur að hafa komist í snertingu við einhverja gastegund og eyðilagt plastið.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Okt 2017 11:07

olihar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Kannski er þetta fjöltengi frá verkfæralagernum :lol:



WHAAAAAAAAA... þetta hlítur að hafa komist í snertingu við einhverja gastegund og eyðilagt plastið.

Eða bara drasl, hefurðu séð allt ruslið þarna inni? :face



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Urri » Fös 27. Okt 2017 12:29

það sem þú gætir prófað er að taka úr sambandi og kveikja beint á fjöltenginu setja svo tölvuna í gang kveikja á henni og svo skjánum.
Annað er fjöltengi eru DRASL ég forðast þau eins og heitan eldinn. Sjálfur er ég rafvirki og hef séð nokkur allsvört eða brunnin.
ef það er MUST að fara fjöltengi skiptu því þá út.

Þú nefnir að rafkerfið sé gamal.... kannski kominn tími á að uppfæra töflu / draga nýtt í ? og þá fjölga innstungum....


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3761
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 125
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Pandemic » Fös 27. Okt 2017 12:42

GuðjónR skrifaði:Eða bara drasl, hefurðu séð allt ruslið þarna inni? :face

Þetta er bara stórhættulegt fjöltengi með drasl plastblöndu.
Ég keypti einu sinni weller tin í verkfæralagernum og það bráðnaði ekki alveg sama hvað ég stillti inn mikinn hita. Ekki nóg með það fann ég hvergi partanúmerið á netinu svo þetta hefur ábyggilega bara verið fake.




Hizzman
Geek
Póstar: 839
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Hizzman » Fös 27. Okt 2017 16:49

útsláttarvarið í töflunni er bara orðið lúið. Það þolir ekki staumhöggið sem verður þegar 2 tæki fá straum frá því á sama augnabliki.




Pom
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 24. Okt 2017 02:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Pom » Fös 27. Okt 2017 18:31

Hi!

Ég get nú ekki staðist að fræða þig um ástæðuna fyrir útslættinum eftir að lesa slatta af þessum vitleysis svörum sem þú færð.

Vissulega er of mikið álag á þessari grein, en ástæðan fyrir að það slær út þegar þú kveikir á fjöltenginu með þrjú tæki í sambandi við hana. Öll þessi tæki taka meyra afl þegar þau eru að ræsa sig upp en þau gera alla jafna, svo þetta er afar einfalt. Þú ert að láta þrjú tæki ræsa sig upp á sama tíma, alls ekki skrítið að það skuli slá út.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Dúlli » Fös 27. Okt 2017 19:43

Pom skrifaði:Hi!

Ég get nú ekki staðist að fræða þig um ástæðuna fyrir útslættinum eftir að lesa slatta af þessum vitleysis svörum sem þú færð.

Vissulega er of mikið álag á þessari grein, en ástæðan fyrir að það slær út þegar þú kveikir á fjöltenginu með þrjú tæki í sambandi við hana. Öll þessi tæki taka meyra afl þegar þau eru að ræsa sig upp en þau gera alla jafna, svo þetta er afar einfalt. Þú ert að láta þrjú tæki ræsa sig upp á sama tíma, alls ekki skrítið að það skuli slá út.


I Alvöru, prufaðu að læra rafmagnsfræði, 10A grein, eru 2.300wött, svo er +/- eftir því hversu treggt öryggið sé.

Lestu svo það sem OP sagði, það eru bara tvö tæki á tiltekna fjöltengi, aflgjafinn er 560wött og hann er aldrei að nýta það, tölvuskjár tekur minna en flestar perur taka.

Vandamálið liggur í annað hvort fjöltengið er drasl, aflgjafinn er orðin slappur eða öryggið sé búið að missa sýna útsláttargetuna.




skrani
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim 10. Okt 2013 00:41
Reputation: 8
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf skrani » Fös 27. Okt 2017 20:36

Sæll Risadvergur.

Upprunalega spurningin var:
Hvað nákvæmlega er að gerast sem veldur því að fjöltengið slær örygginu út?

Það sem er að gerast er að það kemur meira álag en öryggið þarf til að slá út, og það slær út, nokkuð ljóst... en aðeins nánari detail hér fyrir neðan.

Skiptir einhverju máli hvaða fjöltengi er notað?
Ekki meðan þú ert bara með þessi venjulegu fjöltengi, þar sem það er álagið frá því sem tengt er í fjöltengið sem veldur því að öryggið slær út.
(Það er til búnaður sem dregur úr Inrush current, en hann er ekki í þessum venjulegu fjöltengjum. Og raunar hef ég sjálfur bara séð hann í rándýrum búnaði. (sem kostar meira en landcruser black edition til að setja í samhengi))

Hversvegna getur þú tengt eitt tæki í einu og þá slær ekki út?
Vegna þess að þá dreyfir þú yfir tíma því álagi sem kemur af því að setja straum á Switch Mode Power supply. (Inrush current)

En skjárinn og spennugjafinn samanlagt ná ekki nema um 1000W og öryggið ætti að geta gefið yfir 2000W, af hverju slær út?
Vegna þess að SMPS taka mikið meira en uppgefið afl í "inrush current" þegar þeim er stungið í samband.
Ef bæði tölvan og skjárinn eru í sambandi þegar örygginu er slegið inn þá þarf öryggið að ráða við Inrush Current fyrir bæði skjáinn og tölvuna.
Og í raun allt sem er á þessari grein (á þessu öryggi).
Inrush straumurinn kemur þegar þessum tækjum er stungið í samband því afriðillinn í þeim er alltaf "on" þrátt fyrir að slökkt sé á tækinu. (Nema það sé svona gamaldags on / off takki sem er notaður, er td stundum aftan á tölvu spennugjöfum, ef þú notar bara shutdown í tölvunni og power save í skjánum þá er alltaf straumur á afriðlinum í spennugjafanum)

Meira af upplýsingum um inrush current og SMPS.
https://www.electronicproducts.com/Elec ... rrent.aspx
https://en.wikipedia.org/wiki/Switched- ... wer_supply
https://en.wikipedia.org/wiki/Inrush_current

Er einhver laust á vandanum?
Það hefur komið fram að það er hægt að skipta um öryggið og setja tregara öryggi í staðinn.
Tregari öryggi fara út við sama jafna álag og hröð öryggi, en haldast inni við meira yfirálag í stuttan tíma, td, þegar nokkur SMPS eru sett í samband á sama tíma (kveikt á rofanum á fjöltenginu)

Það eru líka til fjöltengi þar sem tölvan stýrir því að skjárinn fái straum, til dæmis var kísildalur að selja fjöltengi þar sem kom bara straumur á eitt tengið, þar til það kom straumur á USB port til að kveikja á hinum. Sé það samt ekki á heimasíðunni þeirra núna.
Hér sést hugmyndin á bak við það sem ég er að tala um http://www.instructables.com/id/A-USB-P ... Isolation/
Með þessu móti kemur fyrst straumur á tölvuna, svo á skjáinn þegar þú kveikir á tölvunni.

Og já, ég hef staðist próf í rafeindavirkjun :-)

Kveðja Skrani.




Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Risadvergur » Fös 27. Okt 2017 22:19

Skrani er alveg með þetta, nákvæmlega svarið sem ég var að leita að.

Áhugavert að tækin virðist geta búið til svona mikið högg þó svo aflgjafinn sé í raun bara að taka (að ég vænti allavega) lágmarkið og skjárinn sé að fara í (að ég vænti aftur) biðstöðuham.

Eða er kannski aflgjafinn að búa til gott högg þó svo að tölvan sé í rauninni ekki ræst?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf jonsig » Fös 27. Okt 2017 22:27

Ég er ánægður með skrana. Loksins einhver sem er ekki froðuheili :)

Þú ert líklega að eiga við innhlaupsstraum, og ekki með straumtakmörkun á tækjunum sem tekur út öryggið við fyrstu tilraun. Sjálfvörin verða oft næmari með aldrinum svo lausnin er einfaldlega að setja nýtt B10 sjálfvar frekar en að breyta spekkum á rafmagnstöflunni. Sjálfur setti ég 10C hjá mér til að leysa sama vandamál.
Munurinn á B og C er einfaldlega lesið út af línuriti sem hlutfall milli viðbragðstíma/straumhlutfalls á greininni.
Ekki stækka varið í töflunni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf jonsig » Fös 27. Okt 2017 22:30

Risadvergur skrifaði:Skrani er alveg með þetta, nákvæmlega svarið sem ég var að leita að.

Áhugavert að tækin virðist geta búið til svona mikið högg þó svo aflgjafinn sé í raun bara að taka (að ég vænti allavega) lágmarkið og skjárinn sé að fara í (að ég vænti aftur) biðstöðuham.

Eða er kannski aflgjafinn að búa til gott högg þó svo að tölvan sé í rauninni ekki ræst?


Léleg tæki valda þessu... þú "PRIMAR" þau fyrir notkun með upphleðslu gáruþétta og engin compensering á tækjunum í þágu sparnaðar.




Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf Risadvergur » Fös 27. Okt 2017 22:33

jonsig skrifaði:
Risadvergur skrifaði:Skrani er alveg með þetta, nákvæmlega svarið sem ég var að leita að.

Áhugavert að tækin virðist geta búið til svona mikið högg þó svo aflgjafinn sé í raun bara að taka (að ég vænti allavega) lágmarkið og skjárinn sé að fara í (að ég vænti aftur) biðstöðuham.

Eða er kannski aflgjafinn að búa til gott högg þó svo að tölvan sé í rauninni ekki ræst?


Léleg tæki valda þessu... þú "PRIMAR" þau fyrir notkun með upphleðslu gáruþétta og engin compensering á tækjunum í þágu sparnaðar.


Og á íslensku fyrir rafurmagnshefta?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf jonsig » Fös 27. Okt 2017 22:44

Þú ert ekkert rafmagnsheftur.. það eru plebbarnir hér að ofan sem hafa eytt tíma í þetta en vita ekkert. Þú þarft ekki að skilja þetta, nema þetta er eins og að setja bensín á bílinn áður en þú svissar á honum.. sort of..
Þéttar í svona græjum hafa mjög lágt viðnám í nokkrar millisekúntur séu þeir tómir eins og í þessu tilfelli og virka því eins og skammhlaup.. með tregara öryggi tweekaru þessar "millisekúntur / X straumur".

Verð að sofa aðeins til að útskýra betur, var að koma erlendis frá sem ég var einmitt að vinna í svona pælingum, load balancing/PFC. Kannski aðeins stærri skala :)



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf ZiRiuS » Fös 27. Okt 2017 23:10

Ég er enginn rasisti strákar en ég vil sko eiginlega bara banna fjöltenglum að koma til landsins! Ég meina þetta drasl er að stela mikilvægum störfum frá íslenskum innstungum. Það eina sem þetta lið gerir er að hópast saman í einhverjum geymslum og vera fyrir. Vil ekki sjá þetta!



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleiki Íslendings vegna fjöltengis

Pósturaf jonsig » Sun 29. Okt 2017 00:28

Ef það er lagður einhver metnaður í græjuna þá er hægt að takmarka strauminn inná t.d. psu hjá þér þegar þú stingur tækinu fyrst í samband,
þetta inrush er eitthvað undir nokkrum millisekúntum.

Mynd

Tregðan í sjálfvörunum er lesin af þessu tripp kúrvu riti, þarna er hægt að sjá að munurinn á B og C tregu vari er sára lítill sé miðað við þennan inrush current á öllu dótaríinu sem þú ert að stinga í samband samtímis alveg 6-8+ faldur miðað við öryggið þitt í nokkrar millisekúntur. Þú ættir að láta skipta um þetta bögg sjálfvar áður en það verður meira bögg. Settu bara nákvæmlega eins í.
Algengt að jólasveinar fixi svona með að láta 16A F eða D týpu, sem virkar flott en kemur bara niður á öryggi.

Mynd

Vona að þetta nægi :D