Daginn,
Var að skipta um tímarofa í töflu, tengdi hann bara eins og aðra í töflunni og ljósin virka en hann fær ekki skilaboð frá rofunum þegar á að kveikja.
Þetta er rofinn sem ég var að setja í.
https://www.theben.de/en/Products/Time-and-light-control/Staircase-time-switches/DIN-rail/ELPA-8
Þetta er teikningin sem er á heimasíðunni, getur verið að tengingin á rofunum sé öfug og ég þurfi að skipta 3 og 4.
Vantar smá hjálp með rafmagn
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Var gamli rofinn frá Simens? Þegar ég þurfti að skifta um tímarofa í sameigninni hérna hjá mér varð ég að nota Simens því kerfið var sett upp sérstaklega fyrir hann
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?
Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.
Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.
Síðast breytt af Dúlli á Lau 16. Sep 2017 18:43, breytt samtals 1 sinni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Dúlli skrifaði:Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?
Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.
Dúlli, ég held þú ættir að láta vera með ráðleggingar.
Því það er grundvallar munur á tengipunkti 3 og 4.
3 er fasinn inn á ljósin sem fer þegar tíminn er liðinn.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
nidur skrifaði:Daginn,
Var að skipta um tímarofa í töflu, tengdi hann bara eins og aðra í töflunni og ljósin virka en hann fær ekki skilaboð frá rofunum þegar á að kveikja.
Þetta er rofinn sem ég var að setja í.
https://www.theben.de/en/Products/Time-and-light-control/Staircase-time-switches/DIN-rail/ELPA-8
Þetta er teikningin sem er á heimasíðunni, getur verið að tengingin á rofunum sé öfug og ég þurfi að skipta 3 og 4.
Ef ljósin lýsa stöðugt þá eru ekki með fasann í gegnum liðann, eða það vantar púlsinn inn á liðann ef þau eru óvirk.
Skoðaðu teikninguna af liðanum sem var fyrir, myndir af tengingum eru stundum á hliðunum.
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Tbot skrifaði:Dúlli skrifaði:Ertu með myndir og hvernig tímaliði var áður fyrir ?
Á ekki að breyta neinu þótt þú svissir 3 og 4 (NO) því það er bara snertar í liðanum.
Dúlli, ég held þú ættir að láta vera með ráðleggingar.
Því það er grundvallar munur á tengipunkti 3 og 4.
3 er fasinn inn á ljósin sem fer þegar tíminn er liðinn.
Jepp wow, er svo ósofinn my bad.
Skoðaði þetta betur, las of hratt í gegnum topic-ið og skoðaði ekki myndinna.
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Þetta er gamli rofinn,
Virðist vera sama teikning, og þetta er ekki siemens held ég.
Þegar þau eru á timernum þá kveiknar ekki á þeim þegar ég ýti á rofana á veggnum.
En ég get kveikt á þeim með því að setja þau framhjá timernum með takkanum, og ef ég svissa yfir á timerinn aftur þá líður tíminn niður þar til að þau slökkna.
Tók ekki mynd áður en ég skipti, en það er annar eins timer sem er með sömu liti á öllum vírum á sömu stöðum, þessvegna bjóst ég ekki við vandamáli.
Gamli virkaði en þegar ýtt var á veggrofann þá komu ljósin bara í 10 sek og slökktu, timerinn var ónýtur líklega, þess vegna keypti ég nýjann.
Getur verið að 3 og 4 hafi óvart verið svissað á þessum eina gangi eða ætli eitthvað hafi komið fyrir veggrofa einhverstaðar, eða að það sé sambandsleysi í loopunni.
Get ég rústað einhverju með því að prufa að swissa 3 og 4?
Virðist vera sama teikning, og þetta er ekki siemens held ég.
Þegar þau eru á timernum þá kveiknar ekki á þeim þegar ég ýti á rofana á veggnum.
En ég get kveikt á þeim með því að setja þau framhjá timernum með takkanum, og ef ég svissa yfir á timerinn aftur þá líður tíminn niður þar til að þau slökkna.
Tók ekki mynd áður en ég skipti, en það er annar eins timer sem er með sömu liti á öllum vírum á sömu stöðum, þessvegna bjóst ég ekki við vandamáli.
Gamli virkaði en þegar ýtt var á veggrofann þá komu ljósin bara í 10 sek og slökktu, timerinn var ónýtur líklega, þess vegna keypti ég nýjann.
Getur verið að 3 og 4 hafi óvart verið svissað á þessum eina gangi eða ætli eitthvað hafi komið fyrir veggrofa einhverstaðar, eða að það sé sambandsleysi í loopunni.
Get ég rústað einhverju með því að prufa að swissa 3 og 4?
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Tbot skrifaði:Ef ljósin lýsa stöðugt þá eru ekki með fasann í gegnum liðann, eða það vantar púlsinn inn á liðann ef þau eru óvirk.
Skoðaðu teikninguna af liðanum sem var fyrir, myndir af tengingum eru stundum á hliðunum.
Það vantar væntanlega púlsinn inn á liðann, veit ekki hvað gæti verið að trufla þennan púls
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Hizzman skrifaði:er rofinn framan á ekki örugglega í timer stillingu?
Hehe jú,
Það er sem ég var að meina hér fyrir ofan, ef ég svissa á "ON" þá koma ljósin.
Ef ég svissa svo yfir á "timer" slökknar á ljósunum eftir að timerinn líður út, en veggrofarnir virka ekki til að kveikja á þeim aftur.
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Getur verið að þú sért með L og 3 víxlað ?
Ef ON stillingin lokar L-3 snertunni handvirkt þá fær tímaliðinn spennu og gæti haldið snertunni inni áfram ef svissað er yfir á timer þar til tíminn rennur út, sem stemmir við þína lýsingu.
Áttu ekki spennumæli ?
Ef ON stillingin lokar L-3 snertunni handvirkt þá fær tímaliðinn spennu og gæti haldið snertunni inni áfram ef svissað er yfir á timer þar til tíminn rennur út, sem stemmir við þína lýsingu.
Áttu ekki spennumæli ?
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Það eru til 3 víra kerfi þá er púlsinn frá rofa líka kveiking á ljósum svo er til 4 víra þar sem sér vír er inná ljósin, þú ættir að geta séð litina á hvaða vír er hvar osfv ef þú kíkir á hinn liðann sem virkar í næsta stigagang td
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
arnara skrifaði:Getur verið að þú sért með L og 3 víxlað ?
Ef ON stillingin lokar L-3 snertunni handvirkt þá fær tímaliðinn spennu og gæti haldið snertunni inni áfram ef svissað er yfir á timer þar til tíminn rennur út, sem stemmir við þína lýsingu.
Áttu ekki spennumæli ?
Jú ég á mæli, veit samt ekki hvað ég á að mæla
Og miðað við það sem ég sé í töflunni þá er blái að koma beint af fasa og svarti frá örygginu.
Svo eru 3 og 4 með rautt og brúnt sem fara beint upp.
raekwon skrifaði:Það eru til 3 víra kerfi þá er púlsinn frá rofa líka kveiking á ljósum svo er til 4 víra þar sem sér vír er inná ljósin, þú ættir að geta séð litina á hvaða vír er hvar osfv ef þú kíkir á hinn liðann sem virkar í næsta stigagang td
Þetta er 4 víra, og með litina sem ég sagði hér fyrir ofan.
Er með nákvæmlega sama tímarofa við hliðina á þessum með sömu litum á vírunum sem virkar, og vírarnir á sömu stöðum
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Með tímaliðann á timer stillingu og ljósin slökkt, ertu þá ekki örugglega með 230v milli L og N (bláa) ?
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar smá hjálp með rafmagn
Takk fyrir aðstoðina, allir. Þetta er komið hjá mér.
Það er rofi á hliðinni á timernum sem er hægt að stilla 3 eða 4.
Og þetta átti greinilega að vera á nr. 4 eins og kemur fram á þessari teikningu. Og þá virkar allt rétt.
Takk aftur.
p.s. fann ekki mælirinn minn og gat ekki mælt neitt
Það er rofi á hliðinni á timernum sem er hægt að stilla 3 eða 4.
Og þetta átti greinilega að vera á nr. 4 eins og kemur fram á þessari teikningu. Og þá virkar allt rétt.
Takk aftur.
p.s. fann ekki mælirinn minn og gat ekki mælt neitt