Mesta vinnslan er í ljósmynduninni og er ég að fara með 1-2tb á ári í gagnamagni.
Forrit sem ég nota mest eru: Photoshop (ljósmyndun, grafísk vinnsla), Capture One Pro (ljósmyndun), Native Kontakt (hljóð), Cubase (hljóð), SIbelius (hljóð), Cyberlink Powerdirector (er að spá samt í að fara í öflugra videoforrit á þessu ári).
Er ekki mikið í leikjaspilun en þá einna helst í Battlefield og slíkum leikjum.
Tölvan þarf að vera frekar hljóðlát.
- CoolerMaster 690 III kassi - sýnist að hann sé með góða tengimöguleika
Corsair RM850x aflgjafi - spurning hvort að 850w sé nóg
Asus Z270-K Prime móðurborð
Intel Core i7 7700K örgjörvi
CoolerMaster MasterAir vifta
Corsair SP120 tvær kassaviftur - seldar tveir saman sýnist mér, en kannski ekki þörf á tveimur?
Corsair VEN 2x16GB 3200 minni - Er til dæmis oft að vinna með margar myndir opnar í einu í Photoshop. Streymi á hljóðsöfnum hefur líka þörf fyrir slatta af RAM.
1x Seagate ST8000AS000 8TB diskur - Mestu leyti archive diskur en þarf að geta vafrað í gegnum myndirnar án þess að það sé eitthvað í hægagangi.
2x WD Black 2TB diskar - Annar er fyrir hljóðsöfn og hinn verður notaður sem vinnsludrif. Eftir að ég er búinn með verkefni eða eftir X ákveðin tíma þá verður það sett á 8TB diskinn.
Samsung 850 EVO 500GB SSD drif - Stýrikerfi og forrit
Asus GTX1060 Strix skjákort
Er þetta kannski overkill fyrir mínar þarfir? Ef já, hvernig og hvar væri best að skera niður án þess að það hafi mikil áhrif á hraða tölvunnar fyrir mína vinnslu? Hef ekki sett saman tölvu síðan fyrir 5 árum síðan þannig að ég er ekki alveg inni í þessu nýjasta og besta í dag.
Budgetið má fara í 400k en væri gott að koma því í 300k og kannski eitthvað niðurfyrir það.