Digital ísland og upptökur (ekki afruglun)


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Nóv 2004 20:36

Veit einhver hverju þarf að huga sérstaklega að? Getur maður notað þetta með gamla UHF loftnetinu eða verður bara þetta loftnet?

Ég er búinn að finna kort með sendunum og er að vona að ég lendi ekki í vanda útaf þessu skuggasvæði sem ég er akkurat á mörkunum á í vesturbænum: http://www.digitalisland.is/lisalib/get ... temid=1271



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 04. Nóv 2004 21:36

Held að þessu sé smelt á hitt eða einhvað :S við erum með einhvað huge mastur uppá þaki :þ




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 04. Nóv 2004 22:04

huh, örbylgju loftnetið okkar er bara sér loftnet, þ.e hentum því gamla... annars virkar það alveg eins og gamla... ekkert auka device hjá okkur allavega.. stundnum fylgir víst með magnari samt..



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 04. Nóv 2004 22:53

Held að allt sem að er sent út á UHF sé líka á örbylgju, við hentum allavega gömlu greiðunni þegar við fengum okkur örbylgju.

Síðan er eitthvað unit sem er með 3 tengi: eitt í loftnetið, eitt í straumbreyti sem er alltaf tengdur í vegg og eitt síðan áfram í öll sjónvörp. Held að þetta sé nauðsynlegt tæki.

Held að þú þurfir ekki magnara fyrst að þetta er digital merki.
Hugsa að þetta kort sýni bara svæði þar sem að þú ert pottþétt að þetta náist, ættir örugglega að sleppa þótt að þú búir á jaðrinum.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 04. Nóv 2004 23:04

MezzUp skrifaði:Síðan er eitthvað unit sem er með 3 tengi: eitt í loftnetið, eitt í straumbreyti sem er alltaf tengdur í vegg og eitt síðan áfram í öll sjónvörp. Held að þetta sé nauðsynlegt tæki.

Held að þetta tæki nefnist magnari :) Er uhf ekki það sama og örbylgja :? en allavega.. fylgdi enginn magnari eða svona tæki eins og þú lýsir með okkar loftneti.. við vorum samt með magnara fyrir.. :?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 04. Nóv 2004 23:14

Snorrmund skrifaði:
MezzUp skrifaði:Síðan er eitthvað unit sem er með 3 tengi: eitt í loftnetið, eitt í straumbreyti sem er alltaf tengdur í vegg og eitt síðan áfram í öll sjónvörp. Held að þetta sé nauðsynlegt tæki.

Held að þetta tæki nefnist magnari :) Er uhf ekki það sama og örbylgja :?

Jamm, þetta gæti verið magnari, en ég held að einn þannig sé nauðsyn, en veit annars voða lítið um þetta.
Og jú, UHF(Ultra High Frequenzy) gæti vel verið örbylgja.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 04. Nóv 2004 23:28

allavega þarf Örbylgjuloftnet til að ná skáseins bylgjunum hér, og þær eru sendar út á UHF :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Nóv 2004 23:35

Ég hélt að merkið sem venjulegu loftnetin eru að taka væri á UHF tíðni, en það skiptir svosem ekki öllu máli. :)

Ætli þessi magnari (eða ekki-magnari) fylgji ekki örugglega með loftnetinu? :?




Mikki
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 07:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mikki » Fim 04. Nóv 2004 23:55

Þetta "unit" er bara spennir, loftnetið gengur fyrir 12v spennu.
Örbylgjusendingar eru á bilinu 2500-2700 MHZ en sjónvörp sjá bara 150-600 MHz svo að í örbylgjuloftnetinu er tíðnibreytir sem þarf straum.

Þú getur keypt loftnet frá 6 þús upp í 30 og ef þú ert á "gráu" svæði virkar tetta fría loftnet frá þeim ekkert endilega og magnari gerir ekkert ef þu færð ekki hreint merki inn í hús . Hann er til að framlengja hreinu merki en ekki búa það til :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 05. Nóv 2004 00:11

Well, fyrst það er ókeypis þá er það alveg þess virði að klifra upp á þak og prófa (svo var ég að fatta að það eru örbylgjuloftnet á húsunum í kring sem vísa niður í smára) :oops:

Ég held að þessi gráu svæði þýði bara að þeir sem eru á þeim verði að nota einhvern annan sendi en aðal sendinn.
Aðalsendir Digital Ísland er í Öskjuhlíðinni, skyggðu svæðin á kortunum eru sendar fyrir þau heimili sem ná ekki merkjum frá aðalsendi.

Ég er sammt ekki alveg að fatta þetta því skyggði svæðin eru ekki sendar heldur landsvæði. Þetta er eins og lélegur póstur á huga :lol:



Skjámynd

iStorm
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 21:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf iStorm » Fös 05. Nóv 2004 10:27

Jæja núna er ég búinn að vera að velta þessu fyrir mér og ef ég er að skilja rétt þá eru menn í vandræðum með að ná S1 eftir að hafa tenkt nýja afruglarann og örbylgjuloftnetið.
Þá spyr ég hvernig eru menn að redda því, eru þið að nota tvö loftnet og hvernig er RUV að nást. Ég er búinn að reina að tala við ÍÚ en þau vilja ekki tala neitt um það hvernig á að redda S1.


Þú kemst ekkert áfram án þess að fikta


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 05. Nóv 2004 10:49

DigitalIsland.is skrifaði:Hvernig næ ég stöðvunum inn á sjónvarpið mitt?

Ef þú ert í vandræðum með að horfa á dagskrá í gegnum sjónvarpið sjálft þá
þarf að setja "loopu" á myndlykilinn.
Það er gert svona:

Það þarf að setja eina loftnetsnúru í loop götin aftan á myndlyklinum.
Inn á "ant inn"(ekki þar sem myndin af loftnetinu er heldur við hliðiná) og inn á "loop through" sem er ská fyrir neðan.
Þegar búið er að gera þetta þá áttu að ná stöðvum eins og Rúv á sjónvarpinu sjálfu.
Þú þarft þá að skipta yfir á sjónvarpið til að horfa á hann.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fös 05. Nóv 2004 12:38

Skjár einn er ekki inní Digital ísland pakkanum þeir vildu það ekki.




ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Fös 05. Nóv 2004 15:16

Hvað gerir þetta Digital Ísland alveg nákvæmlega? Ég veit að maður nær fleiri stöðvum, en breytir þetta gæðunum eitthvað? Eða er þetta kannski bara þannig að maður getur ráðið af lista hvað maðut vill horfa á?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 05. Nóv 2004 15:31

Einsog ég sagði einhversstaðar hérna þá sendir þetta gögin stafrænt í staðinn fyrir hliðrænt(analog).
Svona svipað og spólur og geisladiskar, eða myndbandsspólur og DVD diskar




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 05. Nóv 2004 20:19

Vitið þið um einhverja síðu með eittherjum upplýsingum um örbylgjuloftnet. Ég fæ bara eitthvað rulg þegar ég googla "Microwave antenna"




Mikki
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 07:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mikki » Fös 05. Nóv 2004 20:31





arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Pósturaf arro » Lau 06. Nóv 2004 20:02

Sá loksins þetta box með eigin augum í dag.

Niðurstöður MÍNAR eftir prófanir voru þessar.

PROS
1. Virkilega skýr mynd á ÍÚ stöðvunum

CONS
1. Ömurlega lengi að skipta á milli stöðva.
2. Dagskráin er algert djók (það er árið 2004 ekki 1950)
3. Fann ekki S1
4. Rúv er vægast sagt í ömurlegum myndgæðum
5. Græjan er öll leiðinleg í uppsetningu (t.d. í sambandi við uppháldsstöðvar osfrv.)
6. Engar tæknileiðbeiningar fylgja græjunni.
7. Enginn upptökumöguleiki (alla vega ekki eins og er).
8. Græjan virkaði ekki í gegnum vídeótæki (skarttengt) - ekki búinn að finna út hvers vegna.
9. Eftir að hafa tengt græjuna er eins og hún gersamlega rústi RF merkinu þannig að ég næ bara S1 og RÚV í lélegum gæðum beint á sjónvarpið.

Overall fær þessi græja falleinkunn hjá mér.

Í sambandi við að einhver hér var að tala um S1 ... ekki get ég séð að RÚV sé í digital gæðum... þannig að ef RÚV næst inn því ekki S1... ekki það að ef hún yrði þá í gæðum á við RÚV er ekki horfandi á hana.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 06. Nóv 2004 21:11

Tengdiru örugglega "loopuna" aftan á DigitalBoxinu?
Það kom texti á skjáinn á Skjá einum þar sem þeir voru að byðja alla sem eru í vandræðum með að ná honum að senda e-mail á eitthvað netfang (man ekki hvað það var).

Ef þú varst að tala um að dagskráin á Stöð 2 sé léleg þá gæti ég ekki verið meira ósammála, það kemur þessari nýu tækni heldur ekkert við.

Hérna eru einhverjar leiðbeiningar (sem ég get ekki opnað :()

(það eru bara ÍÚ miðlarnir sem eru digtial gegnum þetta held ég)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 06. Nóv 2004 21:26

í fyrsta lagi. ÍÚ voru ekki fyrstir með digital sjónvarp á ísland! ég er búinn að vera með digital sjónvarp í gegnum breiðbandið í um 2 ár.

í öðru lagi. Þetta er DRASL afruglari sem þeir láta fólk hafa. afruglarinn sem maður fær frá símanum fyrir breiðbandið ruglar ekki útsendingar neitt frá öðrum stöðvum.

annað.. vill einvher útskýra hugtakið "Digital Gæði" fyrir mér.

Digital != gæði. það er bara annað form. ef þeir myndu senda þetta út í 30*20 upplausn.. væri það ekki líka "digital gæði"??

þið verðirð bara að afsaka, en þetta fer alveg í mínar fínustu.


"Give what you can, take what you need."


arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Pósturaf arro » Sun 07. Nóv 2004 12:55

gumol skrifaði:Ef þú varst að tala um að dagskráin á Stöð 2 sé léleg þá gæti ég ekki verið meira ósammála, það kemur þessari nýu tækni heldur ekkert við.


Þetta var kanski óheppilega orðað hjá mér. Ég átti hérna ekki við innhaldið þ.e. efnisinnihaldið heldur átti ég við hvernig hægt er að fletta upp dagskránni á græjunni. Fann t.d. ekki timeslott flettingu sem að mínu mati er ómissandi í svona græju.

Já ég krosstengdi.

gnarr skrifaði:Digital != gæði. það er bara annað form. ef þeir myndu senda þetta út í 30*20 upplausn.. væri það ekki líka "digital gæði"??


Góður punktur ... hinsvegar sagði ég ekki að Digital væri það sama og gæði heldur notaði ég orðin saman. Það hlýtur samt að vera ljóst að digital merki tekur analog merki í görnina.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 07. Nóv 2004 13:24

arro skrifaði:CONS
1. Ömurlega lengi að skipta á milli stöðva.
2. Dagskráin er algert djók (það er árið 2004 ekki 1950)
3. Fann ekki S1


RTFM þú getur stillt hvað afruglarinn er lengi að skipta á milli stöðva ég er með það stillt á 1sec kemur strax.
Síðan hvenær breyttist dagskráin?
Aftur RTFM S1 er ekki inní Digital ísland pakkanum vildu ekki vera með í því þannig þú þarft bara að stilla S1 inná sjónvarpið.




arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Pósturaf arro » Sun 07. Nóv 2004 18:35

Ég var með stillt á 1sec og það kom ekki strax og var í grófri mælingu ca. 3 sec að skipta á milli stöðva.

Eins og ég var búinn að skýra út hér að ofan var þetta með dagskránna klaufalega orðað. Þar átti ég við að uppsetningu á Dagskránni þ.e. yfirlit yfir dagskrá hverrar stöðvar osfrv. En EKKI efnishinnihald.

Ef S1 kaus að vera ekki inni, hlýtur þá RÚV að hafa gert það. Þetta er þá semsagt eðlilegt og ekki valid punktur s.s. mitt þekkingarleysi. :oops:

kv/ Arró



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 07. Nóv 2004 18:48

pandemic: skjár einn vildi vera með. enn ÍÚ vildu ekki hafa þá.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 07. Nóv 2004 18:52

gnarr skrifaði:pandemic: skjár einn vildi vera með. enn ÍÚ vildu ekki hafa þá.


Rangt okkur var tjáð af Uí að þeir hafi ekki viljað vera með í Digital island