Hvaða RX 480 kort er best að kaupa á klakanum?

Skjámynd

Höfundur
Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Hvaða RX 480 kort er best að kaupa á klakanum?

Pósturaf Talmir » Mán 19. Des 2016 13:05

Hæhæ

Ég er með í kringum 40 til 45þ til að leika mér með að kaupa mér nýtt skjákort. En ég þekki voða lítið til í þeim efnum fyrir utan að ég vill gjarnan vera smá future proof og vulkan samhæfður svo AMD virðist vera málið. 480 kortin virðast lofa góðu í þeim efnum.

Svo spurningin er: Hvaða 480 kort er best að kaupa hér á klakanum án þess að þurfa að panta að utan?
Þetta er það sem ég hef fundið https://kisildalur.is/?p=2&id=3264 , en er ekki viss um hversu mikið vit er í því?

Kv
Talmir hinn síruglaði



Skjámynd

MeanGreen
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Sun 05. Okt 2008 17:46
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða RX 480 kort er best að kaupa á klakanum?

Pósturaf MeanGreen » Mán 19. Des 2016 15:23

Yfir á r/amd eru MSI Gaming X, ASUS STRIX og XFX GTR talin bestu 480 kortin. Red Devil er víst mjög gott en hin þrjú eru talin örlítið betri. Tek það fram að ég hef enga persónulega reynslu af þessum kortum.

Þetta kort hér er því líklegast bestu kaupin á klakanum. Það er ekki tekið fram í titlinum en í vörulýsingunni er sagt XFX GTR. Það skiptir nefnilega miklu máli því XFX RS er miklu verra kort. Hér er sama kortið hjá Kísildal.



Skjámynd

Höfundur
Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða RX 480 kort er best að kaupa á klakanum?

Pósturaf Talmir » Þri 20. Des 2016 10:27

Ég renndi við í Kísildalnum í gær og náði mér í red devil, skellti því í og eftir smá fikt í gærkvöldi þá er ég bara mega sáttur við kortið.
Þetta xfx kort er soldið iffy fyrir mér. Það er ekki með ofsalega háann klukkuhraða svona miðað við þau sem eru talin topp kortin, og þegar það er talað um að XFX sé eitt af topp kortunum þá er nær undantekningarlaust verið að tala um black editionið af því sem er ófáanlegt hér á landi.