Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?


Höfundur
Treebeard
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 02:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf Treebeard » Lau 30. Apr 2016 12:33

Sælt veri fólkið.

Var að spá hvort að ég gæti fengið álit ykkar á hvaða 144hz leikjaskjá ég ætti að fá mér. Ég hef heyrt góða hluti um Philips skjáinn og ég sé t.d. að benQ skjárinn er með minni skerpu og birtu en hinir, en hann er hins vegar með ýmsa tækni aukalega sýnist mér.

Ég er að nota gamlan 19" Acer AL1916 60hz skjá svo ég hef ekki reynslu af svona skjám.

Ég er aðallega að spá í þessum 3 núna,
https://www.tolvutek.is/vara/benq-xl241 ... r-svartur2

http://att.is/product/philips-24-242g5d ... hz-1ms-gtg

http://att.is/product/aoc-24-g2460pqu-skjar

Ég spila meðal annars cs:go.

Ég á góða tölvu svo það er ekki vandamál,
GTX 970 skjákort
16GB vinnsluminni
Intel i7-4790K @ 4GHz



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf HalistaX » Lau 30. Apr 2016 12:58

Af þessum þrem, lýst mér best á þennan.

https://www.tolvutek.is/vara/benq-xl241 ... r-svartur2

En ég veit svo sem ekkert um skjá svo það er lítið að marka mig ;)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf GullMoli » Lau 30. Apr 2016 13:35

Það getur verið gott að kíkja á customer reviews á svona hlutum, Amazon og Newegg koma þar sterkir inn. Sjálfur hef ég enga persónulega reynslu af þessum skjám.

BenQ:
Newegg
Amazon

Philips:
Amazon
Fann hann ekki á Newegg.

AOC:
Newegg
Amazon


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf hjalti8 » Lau 30. Apr 2016 13:37

Þú getur notað Blur Busters Strobe Utility með benq skjánum ef þú hefur áhuga á því. Ætti að vera góður skjár fyri csgo.

En ef þú ert að pæla í myndgæðum þá eru þetta allt skjáir með TN panels svo að myndgæðin eru ekki þau bestu. En þeir eru hraðir og þess vegna góðir í competitive fps leiki..




Höfundur
Treebeard
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 02:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf Treebeard » Sun 01. Maí 2016 10:11

Takk fyrir ábendingarnar, ég fór aðallega að velta fyrir mér Philips og BenQ skjánum, ég held ég fái mér BenQ. Skoðaði csgo facebook síðuna og þar voru fleiri búnir að spyrja sömu spurningar og fólk virtist frekar aðhallast BenQ, svo er hann líka ódýrari.




Lu1ex
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 02:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf Lu1ex » Sun 01. Maí 2016 19:01

Ég er með svona philips skjá(27") og mæli hiklaust með honum.... mjög sáttur :)



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf DJOli » Sun 01. Maí 2016 23:53

Ég er með tvo 23,6" Philips Blade IPS skjái, það kom rönd á annan innan árs frá kaupum, á hinum blikkar powerljósið af og til (án þess að það hafi nein áhrif á skjáinn).
Auk þess er ég með 58" Philips 4k sjónvarp sem kostaði mig 200.000 kall. En það er 50-100ms latency á því í 1920x1080, og latencyið fer upp í 400ms í 4k.

Ég mæli ekki með Philips skjám, sé eftir kaupunum á sjónvarpinu, og kem til með að skila því innan ábyrgðar þegar ég kemst í það á virkum degi, með annan mann til að hjálpa mér með þetta flykki.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf dabbihall » Mán 02. Maí 2016 08:53

ég er með þennan http://att.is/product/philips-24-242g5d ... hz-1ms-gtg og mæli hiklaust með honum, skjárinn mjög smooth og litirnir mjög tærir.


5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b


Höfundur
Treebeard
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 02:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá á ég að kaupa fyrir leikjaspilun?

Pósturaf Treebeard » Mið 04. Maí 2016 11:57

Ég fór í BenQ 2411Z skjáinn, fólkið í csgo samfélaginu virtist hallast að því, líka bara því hann var 5000 krónum ódýrari, nýlega búinn að lækka í verði. En ég er mjög sáttur með hann, en hefði örugglega verið mjög sáttur með Philips skjáinn líka.