Sælir vaktarar.
Ég er búinn að vera í endalausu basli með tölvuna mína síðan ég uppfærði hana(komið frekar langt síðan) og hún er alltaf að hrynja ef hún er undir mikilli vinnslu. Þá er ég ekki að meina útaf því hún ofhitnar og slekkur á sér, ég er löngu búinn að athuga það. Þetta lýsir sér þannig að ég get verið í leikjum, ath bara leikjum. Sérstaklega núna í GTA V, ég má ekki deyja í single player þá þegar loadingið er búið kemur svartur skjár og tölvan frýs alveg. Verð að slökkva á henni með því að halda takkanum inni og reyna að kveikja svo á henni aftur.
En þegar ég reyni að kveikja á henni getur það tekið 1 tilraun, stundum 5 til að fá hana alla leið í desktop aftur. Stundum gerist þetta sama bara eftir að ég logga mig inn eða strax eftir að móðurborðs "kynningin" er búin.
Núna áður en ég skrifaði þetta ákvað ég að reyna að fara í dirt 3 og spila smá, lokaði honum svo og ætlaði bara að opna chrome til að kíkja á facebook. Viti menn, þá hrynur hún alveg og ég þarf 2 tilraunir til að kveikja á henni.
Ég hef lesið og vitað til þess að aðrir sem eiga sama kort (GTX770) hafa lent í þessu. En öll fix sem ég hef reynt að gera hafa ekki borið árangur.
Ég hef reynt að fara með hana í viðgerð, fundu ekkert að henni þar. Tók hana alla í sundur og rykhreinsaði og skipti um kælikrem á bæði örgjörva og skjákorti, var í lagi í 2 daga eftir það.
Ég er svona næstum viss að þetta sé útaf skjákortinu útaf því hvernig "krössin" koma á skjáinn. Ég tók mynd af þessu áðan eftir dirt, stundum er þetta bara svart, stundum raveljós og svo þessi hvíti texture.
Svona er þetta.
Og svo close up.
Ég ákvað að láta reyna á visku ykkar áður en ég rík út og kaupi mér nýtt skjákort, restin af speccum eru í undirskrift.
-KrissiP
Tölvan mín "crashar"
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 172
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Tölvan mín "crashar"
I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan mín "crashar"
Geturðu ekki fengið kort lánað hjá einhverjum félaga þínum?
Jafnvel skipst á kortum í 1-3 vikur í prófanir?
Jafnvel skipst á kortum í 1-3 vikur í prófanir?
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan mín "crashar"
Besta leiðin er útilokunar aðferðin.
Þá skipta um skjákort og athuga hvort það crashi undir álagi.
Skipta um aflgjafa og athuga hvort hann crashi undir álagi.
En ég veit nú ekki á hvaða verkstæði þú fórst með tölvuna, en ef þetta er alvöru verkstæði, þá eiga þeir að reyna útiloka alla íhluti með að skipta út einum og einum.
Svo er líka gullin regla að hafa BIOS-inn rétt stilltann, bara ein lítil stilling í BIOS getur gert manni lífið leitt.
Og að lokum, þá er líka hægt að athuga hvort Event-viewer er að segja þér eitthvað varðandi villur sem eru að koma upp.
Þá skipta um skjákort og athuga hvort það crashi undir álagi.
Skipta um aflgjafa og athuga hvort hann crashi undir álagi.
En ég veit nú ekki á hvaða verkstæði þú fórst með tölvuna, en ef þetta er alvöru verkstæði, þá eiga þeir að reyna útiloka alla íhluti með að skipta út einum og einum.
Svo er líka gullin regla að hafa BIOS-inn rétt stilltann, bara ein lítil stilling í BIOS getur gert manni lífið leitt.
Og að lokum, þá er líka hægt að athuga hvort Event-viewer er að segja þér eitthvað varðandi villur sem eru að koma upp.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 172
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan mín "crashar"
zedro skrifaði:Geturðu ekki fengið kort lánað hjá einhverjum félaga þínum?
Jafnvel skipst á kortum í 1-3 vikur í prófanir?
Ég er sá eini í mínum nánasta vinahóp sem er svona mikið í tölvum. En ég get svosem reynt.
Moldvarpan skrifaði:Besta leiðin er útilokunar aðferðin.
Þá skipta um skjákort og athuga hvort það crashi undir álagi.
Skipta um aflgjafa og athuga hvort hann crashi undir álagi.
Eina skjákortið sem ég á auka er ævafornt 8800gt og á engann aflgjafa sem styður haswell.(Nema þann sem er í tölvunni)
Moldvarpan skrifaði:En ég veit nú ekki á hvaða verkstæði þú fórst með tölvuna, en ef þetta er alvöru verkstæði, þá eiga þeir að reyna útiloka alla íhluti með að skipta út einum og einum.
Fór með hana í tölvutækni. Hún fór í gegnum allar prófannir hjá þeim og ég sagði þeim hvað ég gerði til að fá þetta til að gerast, en ekkert gerðist hjá þeim
Moldvarpan skrifaði:Svo er líka gullin regla að hafa BIOS-inn rétt stilltann, bara ein lítil stilling í BIOS getur gert manni lífið leitt.
Og að lokum, þá er líka hægt að athuga hvort Event-viewer er að segja þér eitthvað varðandi villur sem eru að koma upp.
Er búinn að setja hann á default, hef reyndar ekkert gáð í Event-viewer.
I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan mín "crashar"
Mjög undarlegt að þetta gerist ekki hjá Tölvutækni en gerist hjá þér. Ég var með vandamál Asus GTX770 kortinu mínu eftir að ég keypti það. Fékk því meira að segja skipt hjá Tölvulistanum eftir að þeir gátu framkallað sömu bilun. Nýja kortið var síðan alveg eins og þá sögðu þeir að þeir vildu fá alla tölvuna. Þetta var í nóvember. Síðan nennti ég aldrei að fara með alla tölvuna svo ég frestaði þessu og setti kortið bara kassann. Ákvað síðan að prófa aftur þegar GTA V kom út.. engin vandamál lengur. Hlýtur að hafa verið driver related.
Á mínu korti þá gat ég spilað í max korter ef ég var bara með það í tölvunni. Ef það var 2nd kortið í SLI þá gat ég spilað aðeins lengur en það crashaði alltaf. Síðan slökkti ég á Adaptive power í GeForce Control Panel og þá gat ég spilað eins lengi og ég vildi. En um leið og ég lokaði leiknum þá fraus tölvan eftir svona hálfa til eina mínútu.
Þegar tölvan fraus þá þurfti ég að bíða í nokkrar mínútur með að kveikja á henni aftur. Annars lenti ég í því sama og þú, fór ekki alla leið inní desktop.
Það sem ég tók eftir við þetta var að það var sama sagan ef ég restartaði bara venjulega, án þess að hún fraus. Þá þurfti ég samt að bíða í nokkrar mín með að kveikja aftur.
Það var nákvæmlega enginn hardware munur á tölvunni á þessu hálfa ári frá því að ég keypti kortið og þangað til ég prófaði það aftur og það virkaði fínt. Eini munurinn var updated driver frá nVidia, 350.12.
Á mínu korti þá gat ég spilað í max korter ef ég var bara með það í tölvunni. Ef það var 2nd kortið í SLI þá gat ég spilað aðeins lengur en það crashaði alltaf. Síðan slökkti ég á Adaptive power í GeForce Control Panel og þá gat ég spilað eins lengi og ég vildi. En um leið og ég lokaði leiknum þá fraus tölvan eftir svona hálfa til eina mínútu.
Þegar tölvan fraus þá þurfti ég að bíða í nokkrar mínútur með að kveikja á henni aftur. Annars lenti ég í því sama og þú, fór ekki alla leið inní desktop.
Það sem ég tók eftir við þetta var að það var sama sagan ef ég restartaði bara venjulega, án þess að hún fraus. Þá þurfti ég samt að bíða í nokkrar mín með að kveikja aftur.
Það var nákvæmlega enginn hardware munur á tölvunni á þessu hálfa ári frá því að ég keypti kortið og þangað til ég prófaði það aftur og það virkaði fínt. Eini munurinn var updated driver frá nVidia, 350.12.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x